top of page
Markþjálfun: About

HVAÐ ER MARKÞJÁLFUN?

Markþjálfun (coaching) er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að finna sjálfan sig og þannig sín markmið (leiðarljós) og ná að upplifa þau. Henni er beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi. Gott er að hafa það skýrt að ekki er verið að markþjálfa vandamál heldur persónuna (don´t coach the problem but the person).

​Markþjálfun getur verið hnitmiðuð þjálfun fyrir þann sem sækist eftir því að ná einhverju ákveðnu markmiði. Einstaklingar, pör, hópar, nemendur, foreldrar og fyrirtæki geta nýtt sér markþjálfun. Þessi tegund af þjálfun inniheldur regluleg samtöl og getur kallað á endurnýjun viðhorfa, gilda, styrkleika og hegðunar hjá marksækjenda.

 

Hægt er að markþjálfa allskonar viðfangsefni t.d. persónuleg markmið, meira sjálfstraust, betri sjálfsmynd, efla sjálfsaga svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að huga að heilbrigðari lífstíl, byggja upp árangursríkari teymi innan fyrirtækja, breyta fyrirtækjamenningu, allt sem snýr að uppbyggingu, gera gott ennþá betra. 

Best er að lýsa þessu sem sjálfsþekkingarsamtali, þar sem markþjálfinn hjálpar marksækjandanum/viðskiptavininum að skoða hans innri sýn og löngun. Marksækjandinn/viðskiptavinurinn getur fundið út hver hann er og hvað hann vill. Hægt er að segja að maður getur fundið tilgang sinn. 

Í raun eru enginn takmörk fyrir því hvað hægt er að taka fyrir í markþjálfun svo lengi sem það er í nútíðinni. Fortíðin á heima hjá sérfræðingum.

​​

Sem faglegur sjálfsstætt starfandi markþjálfi vinn ég eftir siðareglum International Coaching Federation 

sjá siðareglur hér fyrir neðan með því að smella á siðareglur boxið.

Therapy Session
Verðlisti.jpg
bottom of page