Yoga Nidra
Yoga Nidra er mótvægi við hraða nútímans. Í þessari hugleiðsluaðferð þarft þú ekki að gera nokkurn skapaðann hlut annað en að leggjast niður og hlusta á meðan þú gefur þér leyfi til þess að slaka á, upplifa heilun og breytingu á öllum þínum tilverustigum (e. level of being). Öðlastu færni til þess að fara inn í djúpa slökun þar sem þú upplifir meira frelsi og heilbrigði en þú hefur nokkurn tímann getað hugsað þér.
Hefur þú prófað Yoga Nidra?
Yoga Nidra er aldagömul og mjög öflug hugleiðsluaðferð og djúpslökun sem hentar byrjendum og lengra komna. Yoga Nidra er oft kallaður jógískur svefn sem fer helst fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu. Á hverju kvöldi þegar við leggjumst til svefns verðum við að sleppa taki á hugsunum okkar til þess að sofna. Í Yoga Nidra fer maður meðvitað inn í rýmið á milli svefns og vöku, handan hugans, og náum að hvílast. Hugleiðslan tekur man á dýpstu stig slökunar þar sem maður finnur fyrir mikilli ró og hvíld.
Yoga Nidra er þekkt fyrir að tækla kvíða, streitu, kulnun og áföll meðal annars. Samkvæmt jógafræðunum jafngilda 20-30 mínútur af Yoga Nidra 3 -4 klukkustundum af svefni.
Það er ekki hægt að gera neitt rangt í Yoga Nidra og ef maður sofnar þá er það nákvæmlega það sem líkaminn þarfnast á þeirri stundu. Rannsóknir sýna það að stunda Yoga Nidra í endurhæfingu hraðar bata.
Sérstæðir eiginleikar Divine Sleep® Yoga Nidra eru:
-
Þú lærir að næra sjálfa/nn þig á djúpstæðann hátt.
-
Þú upplifir vitund undrunar og sköpunarkraft.
-
Hægt að aðlaga að hverjum sem er.
-
Átta stig ferðalags byggist á korti fimm kosha sem fengin er úr Upanishads ritunum.
-
Notast er við opna frásögn sem býður þátttakendum að koma með sína eigin upplifanir inn í ferðalagið með því að taka eigin ákvarðanir á leiðinni.
-
Notast er við öll skynfærin, heildar tilveruna og öll stig hugans.
-
Hægt að notast við yogískar fyrirmyndir eins og orkustöðvarnar (e. chakras), doshurnar, frumefnin (e. elements), vayus, marmas, hljóðheilun og fleira.
-
Stuðst er við listræna náttúruþemu sem hjálpar til við að jafnvægistilla innri frumefni.
Nidra fyrir vinnustaði
Sérsniðið að hverjum vinnustað:
-
Hægt er að velja hvenær það myndi henta að bjóða upp á nidra á vinnutíma.
-
10 mínútúr í upphaf eða lok dags eða jafnvel í hádeginu.
-
Hægt er að gera nidra sitjandi við borð með höfuð lagt ofan á hendur.
-
Ekki nauðsynlegt að liggja þó það sé alltaf besti kosturinn.
-
Hægt að hafa þema í nidra handritinu sem fyrirtækið óskar eftir (starfsánægja, menning vellíðan eða hvað sem er).