top of page
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir
Copy of profile.jpg

Mitt stærsta og mikilvægasta hlutverk er að vera ég sjálf og það er einskonar frelsi að segja að ég sé ég, frekar en að ég skilgreini mig út frá starfi, fjölskyldu, menntun eða öðru. Okkur er tamt að skilgreina okkur út frá þessum þáttum, og eins og aðrir og líklega flestir þá gegni ég svo fullt af öðrum hlutverkum sem eru hluti af mér,  eða hver ég er sem manneskja.

Ég hef valið það að vera eiginkona og svo er ég svo heppin að fá að vera móðir sem er einstaklega ábyrgðafullt hlutverk og ekki allir sem fá þann möguleika eða tækifæri til að upplifa það. Foreldrahlutverkið hefur kennt mér svo margt og hefur markþjálfun verið ein besta uppeldisaðferðin sem ég hef kynnst. Önnur hlutverk sem ég hef ekki valið sjálf eru eins og að vera dóttir, systir, frænka o.s.frv.

Ég gerði ýmislegt áður en ég varð markþjálfi og hef víðtæka reynslu. Ég var ekki alltaf viss um hvað ég vildi, sem dæmi prufaði ég þrjá framhaldsskóla og endaði með því að ljúka stúdentsprófi af ferðamálabraut frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1995.

Strax að loknu stúdentsprófi fluttist ég til Þýskalands í tæpt ár til að ná tökum á þýskunni.

 

Ferðamálafræðin átti hug minn allan á þessum árum og lauk ég einnig diploma námi frá Ferðamálaskóla Íslands sem ferðaráðgjafi og starfaði ég sem lengst við það.  Fyrst á Íslandi, síðar í Noregi og aftur á Íslandi frá árunum 1996 - 2014.

Árið 2009 fékk ég draumastarfið mitt og þar sem manneskjan hefur alltaf verið mér hugleikinn langaði mig mikið að vinna með mannauðinn hjá þessu fyrirtæki. Það fór þó öðruvísi en ég hélt og árið 2014 tók ég u-beygjuna mína og lærði markþjálfun sem var lífsbreytandi fyrir mig.

Í dag er ég MCC (Master Certified Coach) vottaður markþjálfi. Ég hef verið sjálfstætt starfandi síðan ég valdi að læra markþjálfun 2014 og tek einnig að mér allskonar spennandi verkefni. Ég elska að vera fyrir utan kassann minn eða þægindarammann minn þó það sé mikil áskorun. En til að getað verið eflandi fyrir aðra og hvetja aðra í sínu ferðalagi þá finnst mér ég þurfa að lifa í þessari óvissu. Það er enginn dagur eins og ég veit aldrei hvað hver mánuður ætlar að bjóða mér upp á.

Sem dæmi um verkefni sem ég hef tekið þátt í er m.a. að markþjálfa leiðtoga út um allan heim fyrir erlend fyrirtæki (CoachHub, Landit og Skillsett) sjá fyrirtækin og titlana á leiðtogum hér, ég var leiðbeinandi í grunn - og framhaldsmarkþjálfanámi hjá Evolvia ehf á árunum 2016 - 2021. Ég skrifaði bókina "Markþjálfun Umturnar" í samstarfi við Matildi Gregersdotter. Ég sinni markþjálfun í grunnskólum og hef verið fast hjá NÚ Framsýnmenntun í 8 ár en fer inn í marga skóla og vinn að innleiðingu markþjálfunar í skólakerfið á Íslandi með hugsjónarfélagi mínu í Markþjálfahjartanu sem er einskonar góðgerðarstarfssemi. Samstarf er ástríða hjá mér og eitt er í uppáhaldi, Gift For Lifetime einnig Telos þar sem við höfum skapað hlaðvarpið "Þekktu sjálfan þig" sem hægt er að finna á öllum helstu veitunum eins og Podcast, Spotify ofl. Ég held styttri og lengri námskeið sem ég hanna sjálf og er einnig í samstarfi við aðra. Held fyrirlestra um mikilvægi þess að hlusta á innri röddina ofl. Ég hef menntað mig sem Krakkajógakennari hjá Little Flower Yoga og einnig sem Jóga Nidra kennari hjá Jennifer Reis og brenn mikið fyrir innri ró. Þessi tól hjálpa mér að komast þangað og þannig hjálpa ég öðrum líka þangað. Svona svo eitthvað sé nefnt um verkefni mín.

Viðskiptahópurinn minn hefur hingað til verið úr ólíkum áttum, það sem er mikilvægast fyrir mig er að kunna aðferðina vel (markþjálfun) þá er hægt að markþjálfa hvern sem er, en nauðsynlegt er að vilja þiggja markþjálfun. Ég segi oft að ég sé umbreytingarþjálfari eða sjálfsþekkingarþjálfi því ég trúi því að allir sem gefa sér þann fallega tíma að líta inn á við stuðli að innri vexti sem styður okkur í því að umbreytast og verða besta útgáfan af okkur sjálfum. Með skýrari styrkleika og lífsgildi verða ákvarðanatökur einfaldari.

Má bjóða þér kynningartíma?

IMG_6397.JPG.jpg

Hver er ÉG

Mörg andlit Ástu náttúrubarns.

18B8CF96-B037-486B-9D3F-22DD079C0E79.heic
0BB60935-3CA2-4DD0-BEBC-D3DA849EF877.heic
6C509EEF-9F22-432F-B824-CCD15F7A5601_1_201_a.heic
C674F298-8B39-4B65-BF76-2D68B7136525.heic
0F03EC86-E71C-4821-923F-F8FA1844E410_1_201_a.heic
5593AD40-DE56-49ED-BACD-99584F8BD766_1_201_a.heic
IMG_2528.jpeg
42D4274B-7777-4079-A7F4-147B9A0D78A4.heic

Ástríðan...

IMG_1544.jpeg
3043B21A-1E50-4DE5-861E-0CE025D2D761_1_201_a.heic
18BA596C-169B-4384-8A03-0C8FCD17E707.jpeg
296F59A3-75F9-4288-87B2-127630B7EA28.heic
ÉG: About
35F1535B-8C3A-4435-8871-5B1B6EB207FF.heic
bottom of page