top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Loksins.... Mars pistillinn komin!

Vertu velkomin að lesa hugaheim minn.


Þessir mánaðarlegu pistlar er ein leið mín til að hreinsa hugann frá síðasta mánuði, renna yfir hann, hvað gekk vel og hvað ég hefði viljað gera en betur. Hér set ég inn hugleiðingar mínar sem vonandi geta orðið einnig innblástur fyrir þig.


Ji….þessi LANGI mánuður búin?


Þessi mánuður byrjaði dásamlega eftir alla góðu d-vítamín næringuna á Spáni. Kvennakraftur hefur svolítið verið einkennandi þema hjá mér í mars mánuði. Hann byrjaði hressilega á Öskudagsævintýri með leynipartý þar sem svo dásamlegur kvennahópur hittist án þess að vita eitt né neitt hverjar eða hvað kvöldið myndi bjóða upp á. Svona er að vera opin og leyfa öllu að koma sem vill koma. Hefur þú mætt í partý án þess að vita hverjir eru að mæta og fengið óskýr skilaboð boð um að t.d mæta sem “raunverulega” ÞÚ og mátt túlka það á þína eigin vegu en er á öskudegi? Hefur þú farið í boð sem hefur enga sérstaka ástæðu? Ég mætti sem Ástargyðjan sem mér finnst ég vera, þetta er ÉG.

Svo hefur markþjálfunin átt stóran sess eins og flest alla aðra mánuði. Mikið að markþjálfa elsku leiðtogana mína út um allan heim í gegnum CoachHub. Vá hvað ég hef vaxið sem markþjálfi við að fá að stiðja við vöxt þeirra, það er ólýsanlegt. Svo hef ég auðvitað líka markþjálfað yngri leiðtogana mína í NÚ sem er alveg einstaklega nærandi fyrir mig. Alla mánudaga er ég þar með mitt hlutverk sem innanhús markþjálfi, þetta er sjöunda árið mitt þar. Einn nemandi fór um daginn úr tímanum með þá vitneskju eftir að ég spurði hann “hvað tekur þú með í dag úr þessum tíma” þá segir hann “sko, alltaf þegar ég labba héðan út um dyrnar finnst mér eins og ég þekki mig betur” og hjartað í Ástu springur við svona endurgjafir og í raun “mission complete” eiginlega fyrir mig. Markaþjálfun er sjálfsþekking. Hvað ert þú að gera núna þessa dagana í sjálfsþekkingunni? Gefur þú þér tíma til að líta inn á við? Hvar og hvenær? Er það markvisst eða bara tilviljunarakennt? Það getur gefið þér svo mikinn innblástur að gefa þér tíma eða það finn ég á sjálfri mér allavega þó stundum sé þetta líka bara "hey" núna ætla ég að setjast niður eða fara í göngutúr. Það er stundum ekkert þægilegt eða gott en ótrúlega hollt. Maður er ekki “perfect” svo það má alveg gera stundum mistök, mikilvægast er að læra af þeim þannig kemst maður áfram. Svo já það má eiginlega segja að þessir pistlar mínir ganga svolítið út á þetta. Ef ég vill gera meira af einhverju þá þarf ég að setja það í prógrammið hjá mér, heyrði geggjað kvót í gær "að mæta er að bæta". Í göngutúr gærdagsins fór ég að velta fyrir mér orðinu "sjálfshverf/ur" og þvílíkt sem hausinn fór í gang við það því ég upplifi svo marga vera það, svakalega eru margir uppteknir af sjálfum sér....þetta er smá fyndið finnst mér því það þarf að vera jafnvægi, það snýst ekki um að vera í egóinu sínu heldur jú gott að elska sjálfan sig en...Svo var það einnig í byrjun mars að ég útskrifaðist úr bandvefslosunarkennaranáminu hjá henni Heklu. Hér kemur smá um hvað það er af hennar heimasíðu: Í Body Reroll er notast við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef. Ég sé fyrir mér að nota þetta sjálfsnudd á sjálfsræktar-námskeiðunum og einnig þegar ég hef búið mér til rými og fengið stað til að kenna Yoga Nidra, geggjuð viðbót. Nú vil ég opna á þann möguleika að getað verið með nidra tíma.


Já há!! ekki má gleyma einum stórum atburði þessa mánaðar, jú þetta var COVID mánuðurinn mikli en það hlaut að koma að því. Mamma kom í heimsókn vissi ekki að hún væri smituð og náði líklega að smita mig, ekkert er samt víst í þeim efnum. Ég fer síðan í sveitina og með í innsæinu mínu að ég sé smituð og eftir góða fjallgöngu á laugardegi finn að það hellist eitthvað yfir mig. Bang! sunnudagsmorgunn kylliflöt og staðfest smit, 13. Mars og eiginmaðurinn svo staðfestur á miðvikudegi. Hann er en í dag að díla við hósta og slappleika og má segja að ég finni að ég er ekki 100% heldur svo þetta tók hressilega á þó ég hafi verið mest veik í svona 2-3 daga.

Félagslífið er aldeilis að vakna til lífsins ásamt öllu í náttúrunni, já vorið er komið krakkar! Hvað ætlar þú að gera til að fagna komu vorsins? Ert þú farin að hitta fólk? Hvað gefur það þér? Ert þú að kalla saman vini og ættingja? Fyrir mig er þetta eins og lífsvökvi, án hittinga koðna ég niður og emja úr verkjum. Félagslíf er lífsnauðsyn fyrir mig.Námskeið farin af stað svo Ásta er himinlifandi að allt sé að opnast. Hér er vinnustofa í gangi hjá flottum konum hjá MS félaginu.
Svo er líka annar RISA atburður í lífi Ástu markþjálfa

að fæðast í þessum Apríl mánuði en það er ný aðstaða og segi líklega betur frá því í næsta pistli. En nú ætla ég að láta reyna á að vera í RISA batterí með fullt af sérfræðingum í húsi því mér finnst ég eiga heima með sérfræðingu. Heilsuklasinn vildi fá markþjálfa í hús með mikla reynslu og er það klárt mál að ég geti klikkað í það box auðveldlega. Vottunarferli er ennþá í gangi og miklar taugahræningar eru að fylgja því, það tekur á. Hér er 1. Apríl og fyrsti kúnninn og fyrsti vinnudagurinn í mínu nýja rými!


Annarss er lífið dásamlegt því ég hef tekið þá ákvörðun um að það sé svo, þegar dalirnir verða of djúpir þá veit ég að ég þarf að finna leið uppúr þeim. Það er nú bara þannig að við ráðum ekki oftast við það að lenda í þessum dölum, lífið gerist og allskonar áskoranir kom en ef við gerum ekkert í þeim þá verðum við þar og það getur verið virkilega einmannalegt þar. Hvað gerir þú þegar þú lendir í dal, alein/n og yfirgefin/n? Allavega gerist lítið ef maður skoðar ekki hvað er að gerast og hvort hægt sé að gera eitthvað í því sjálf/ur eða þarf maður hjálp. Auðvitað má vera þar í einhverntíma án þess að gera neitt en mér finnst alltaf vera spuring hvort það sé að hjálpa manni ef það eru komnir mánuðir?


Bless bless elsku vetur og vertu velkomin vor og vöxtur!
34 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page