Þetta er nú meiri rússíbaninn og hægt að líkja við alla regnbogansliti!
Já einsog svo oft þá er september búin að fjúka í burtu finnst mér með hávaða roki og rigningu þó með nokkrum fallegum sólar haustdögum, það má alls ekki gleyma þeim. Ég upplifi september alltaf sem mánuð uppskerunnar en ÞÚ? Þetta er skrítin uppskerumánuður í mínu lífi og ætla ég að taka til allt sem ég get kallað uppskeru og rýna í, því það er miklu skemmtilegra en að hugsa að það hafi verið léleg uppskera í ár eða hvað finnst ÞÉR?
Ég er að læra og læra og læra og finnst það pínu skrítið að vera nánast án verkefna (sem gefa tekjur), maður upplifir smá samviskubit eða að manni finnst að maður á að vera gera eitthvað svo mikið alltaf. Kannast þú við svona ástand? Hvað er þetta ástand að segja manni? Jú að allavega kann ég lítið að vera gera ekki neitt. EN svo þegar ég fer að skoða vikurnar mínar þá eru þær alltaf þétt skipulagðar af allskonar skemmtulegu þannig þetta “meikar engan sense” það sem ég er að segja, hm....!
Þessi mánuður hefur einkennt mikla gleði og fögnuð sem mætti kalla uppskera því við höfum ekki mátt hittast og lítið félagslíf. Mikið af allskonar hittingum og það hefur gefið mér hreinlega harðsperrur í kjálkann, já því ég hef brosað og hlegið SVO mikið. Ég er svakalega mikil félagsvera og hef því verið að upplifa mig í hálfgerðum helli. En nú er þetta að breytast.
Eitt sem stendur upp úr svona persónulega eru reiðtúrarnir tveir sem ég fékk að fara í. Það hefur gefið mér SVO mikið. Hefur þú pælt í því nýlega hvað það er sem gefur þér mikla gleði, orku og kraft? Fyrir mig er þetta ein mesta núvitundaræfing sem ég hef upplifað. Það er ekkert annað sem skiptir máli en þú og hesturinn, og þið þurfið að vera í svakalega miklum takti SAMAN því ef ekki þá getur það endað illa. Leyfðu þér að taka smá stund núna og hugsaðu “hvenær átti ég stund með sjálfri/sjálfum mér þar sem ég var að hlaða”? Og spáðu virkilega í því hvað hleður MIG?
Einnig var það stórt fyrir alþjóðasamvinnuna mína sem er með tveimur dásamlegum konum sem við kjósum að kalla “Gift for Lifetime”. Að við náðum loksins að halda “sneak-peak” fjarfunda-námskeið sem gekk svona svakalega vel og hellingur af lærdómi. Þá er næsta skref að taka tvö svona námskeið til viðbótar áður en við hefjum okkar 6 vikna námskeið sem við erum að undirbúa. Ég er mjög spennt fyrir þessu og þetta gæti náð langt ef við setjum orkuna okkar í það.
Svona vinnulega séð var nú aldeilis uppskera í ár því eftir að hafa "þraukað" í sex ár hjá einum framsæknasta grunnskóla landsins fékk ég 20% stöðu sem innanhúsmarkþjálfi. Það er nú ekkert smá góður árangur verð ég að segja.
Útihlaup með FKA (Félag Kvenna í Atvinnurekstri) er líka afrek þessa mánaðar, tvö útihlaup með þeim í geggjuðum félagsskap ásamt einkahlaupum tveim. Það skiptir ÖLLU máli að hafa ánægju af því sem gerir manni gott, annarss virkar þetta ekki, eða hvað segir ÞÚ?
Svo þegar ég lít yfir þennan mánuð þá er ég nokkuð sátt. Ef ég tel alla "mannfögnuðina" sem ég hef farið í þá eru þeir átta! Ekki má gleyma því að hellingur af lærdóms markþjálfa samtölum, mentor markþjálfun og vinna með góðum félaga þar sem við hlustum saman á samtöl og lærum saman hefur gefið þvílíka uppskeru. Svo var það jú sjósundferðirnar sem voru ófár og ein ný upplifun var að vera í gufu inn á milli hjá Gúsfrúnni hjá Rjúkandi fargufu, mæli 100% með. Og ég get haldið áfram að telja upp hvað þessi mánuður hefur gefið það bætist endalaust við. Hvað segir þú, hvernig var ÞINN september ?
Höldum áfram í þakklætinu og kærleikanum okkar, þá verður allt miklu auðveldara og fallegra. Ég er alltaf hér fyog þú veist af þjónustu minni: https://www.hverereg.is/
Njóttu ÞÍN í botn alltaf!
Comentários