top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Mars pistillinn!



1. Apríl! ætlar þú nokkuð að láta gabba þig í dag? Eitt er víst að ég mun eiga MJÖG erfitt með að gabba minn eiginmann, afhverju: jú hann á nefnilega afmæli í dag og er ANSI varkár!


Já, mikið vakalega hefur þetta verið skrítin mánuður eða hvað finnst þér?


Fyrsta vikan í mars leið mjög snögglega, kannski afþví hún var svo fullbókuð hjá mér eiginlega eins og allar vikurnar í þessum mánuði hafa verið hjá mér. Kannski hefur hann líka verið svona skrítin, því stundum hef ég hugsað oh!! Mars mánuður, hann er svo lengi að líða og ekkert merkilegt heldur verið að gerast, svona áður fyrr allavega. En nei, það má nú aldeilis segja annað um Mars 2021. Lokahelgin hjá með um síðustu helgi var fyrsta helgin í þessum mánuði sem ekkert var skipulagt og virkilega kósý helgi, var að fíla það í tætlur.

Annað er að það er eitthvað svo mikið þakklæti og auðmýkt í mér eftir þennan mánuð og svo margt sem veldur því. Ég hef fengið svo margt þennan mánuð eins og góða þjónustu á barnaspítalanum með sonin, ég hef fengið að stjana við eiginmanninn heila helgi í hans "adreanlíns jólagjafa upplifun minni til hans", hitt tengdafjölskylduna sem við höfum ekki séð í marga mánuði og fögnuðum saman 70 árum tengdamömmu sem átti að gerast í Mars á síðasta ári, við fengum að komast á árshátíð hversu klikkað var það og sama kvöld fór að gjósa, ég var með fyrirlestur um ástríðuna mína á Markþjálfadögunum og fékk gríðarlega sterk og jákvæð viðbrögð við honum, er í gríðarlegri uppfærslu faglega sem er ómetanlegt, ég fékk þann heiður að vera með námskeið fyrir 10 erlendar konur sem hafa aldrei gert sjálfsvinnu áður og vita ekki í raun hvað það er þar fæ ég að heyra og finna endalaust þakklæti, svo núna fyrir nokkrum dögum labbaði ég að nýja Íslandi og sá eldfjallið gjósa og maður minn það eru ekki allir svo heppnir að geta það. Svo fæ ég aukabónus á laugardaginn að sjá það aftur í þyrluferð sem mér hlotnaðist um daginn Já svo ég spring í hjartanu af þakklæti.



Nú fer ég að velta framhaldinu fyrir mér þegar maður upplifir svona mikla gleði, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem eru komnar upp. Hertari sóttvarnarreglur eru fram til 16. Apríl, hvað svo???? Verður þetta annað svona sumar þar sem í raun mátti lítið en samt smá? Hvað verður? Og næsta haust, verður þetta líka svona þá? Því í raun veit maður bara ekki neitt og í raun það besta að stunda núvitund til að hjálpa manni að lifa einn dag í einu og njóta. Hætta að hugsa svo mikið frammí tímann heldur að njóta hverrar stundar. Ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Farið vel með ykkur í allri þessari óvissu!



Njóttu dagsins, Skírdagsins, páskana, súkkulaðsins og ekki láta plata þig mikið í dag!



25 views0 comments
bottom of page