top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Haustið!

Elsku sporðdrekinn minn, þinn mánuður mættur og september bloggið ekki komið út! Já svona er þetta bara stundum og er bara allt í lagi er það ekki? Gleymir þú ekki stundum að gera hluti? Allavega á maður ekki að berja sig niður fyrir það heldur fagna því að það er allavega í bígerð, og á leiðinni. Kerfið okkar þolir það illa að við séum að tala okkur niður, það er ekki gott. Við eigum að tala okkur upp og vera stolt af því hver við erum. Svo er það líka mikilvægt að hrósa öðrum og leyfa þeim að finna hversu yndisleg þau eru. Þannig stækkum við okkur og aðra ekki satt? Hvað gerir það fyrir þig að stækka þig og aðra? Gerir þú það oft? Daglega eða? Prufaðu að taka eftir því hversu mikið þú gefur þér og öðrum jákvætt tal. Úff það er búið að vera svo mikið að gera og þvílíkur lúxus er það og vil ég sko ekki kvarta yfir því, ég er svo sátt kona.

September mánuður byrjað á föstudegi og var ég með nokkur leiðtogaþjálfasamtöl og eftir hádegið var svo geggjað lítið stutt ferðalag austur fyrir fjall á Eirð Retreat. Þar mun ég vonandi fá að vera eitthvað í framtíðinni og planið er að ÉG 2024 verði þar, bíðið aðeins en auglýsingin fer að fara í loftið og aðeins örfá sæti í boði. Svo var fyrsta helgin kærkomin róleg og dásamleg, góð hvíld fyrir "busy" komandi mánuð sem framundan var.


Alveg heill hellingur af leiðtogaþjálfun þessa í raun fyrstu vinnuviku og stjórnarfundur ICF Iceland Chapter þar sem ég sit nú í formannssætinu. Á föstudeginum brunuðum við svo í sveitina þar sem fyrstu leitir voru framundan, alltaf mikill spenningur fyrir því. Og í ár eins og í fyrra tókum við eiginmaðurinn þetta á tveimur fótum en ekki fjórum. Já við gengum upp á fjöll og fyrnindi sem var alveg dásamlegt. Ágætis veður alveg þrátt fyrir heilmikið rok og fallegt umhverfi. Hefur þú farið í leitir? Hvað gefur það þér? Mögulega frið í hjartað þitt?

Við tók svo ansi stór vika líklega yfir 15 leiðtogasamtöl, fundir og fyrirlestrar jú og ekki má gleyma okkar fyrsta viðburði hjá félaginu sem var alveg stórkostleg hitting. Beint að lokinni viðburði á fimmtudegi fór ég út á flugvöll með eiginmanninum og foreldrum mínum. Nætur flug var það til Þýskalands í 60 ára afmæli Möggu frænku minnar. Vá hvað það tók á í raun að fara í svona næturflug en þar sem við gistum hjá syni hennar Danna frænda mínum fengum við að skríða beint upp í og leggja okkur sem var gríðarlegt gott. Þessi helgi var stórkostleg og ekki gerði veðrið það verra með yfir 25 stigum og sól. Það var yndislegt að komast í hitann, liggja á sundlaugarbakkanum og sóla sig, já hann frændi minn býr í hálfgeðri höll svo það fór vel um okkur þessa helgi. Afmælið sjálft var geggjað, mikið dansað og djammað. Svo heim á Sunnudagskvöldi þreytt og sæl. Þegar þú færð boð í veislu erlandis þarftu að hugsa þig tvisvar um? Ekki ég, þetta er alltaf stórt JÁ fyrir mig og gerir svo mikið fyrir sálina að fagna með þeim sem biðja mann um það ekki satt? Finnst þér mikilvægt að fagna? Gleði er mitt mikilvægasta lífsgildi og hjálpar mér í öllum ákvörðunatökum. Veist þú þín lífsgildi?

Við tók svo önnur ferlega bókuð vika og var maður ansi þreyttur eftir hana. Fundir og tvennt frekar nýtt fyrir mig. Ég var fundarstjóri í fyrsta sinn sem var geggjuð reynsla og svo hélt ég fyrirlestur á ensku um markþjálfun fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum sem voru frá allskonar löndum út um allan heim. Sá fyrirlestur var svakalegur hjá mér (stolt skín hér í gegn) og fólk var í skýjunum, það tók alveg á en vá hvað ég stækkaði við þetta. Hvað gerir þú til að stækka þig? Ferðu mikið út úr þægindarammanum þínum? Ég er alltaf að segja JÁ við svona tækifærum, það er geggjað!

Haldiði ekki svo bara að við hjónin brunuðum aftur í sveitina nema nú fór ég í svokallaðar "fyrirstöður" sem ég var að gera í fyrsta sinn. Aðeins önnur reynsla og í raun meiri bið en í leitunum en þetta var alveg ágætt og kannski sérstaklega þar sem það var virkilega fallegt haustveður á okkur þennan dag.


Úlala þvílík vika sem kom og í raun lokavika þessa mánaðar, var alveg "Krasý" og ég meira að segja gleymdi 26 "thinginu" mínu. En hellingur af leiðtogaþjálfun og einnig markþjálfun og svo það stóra þessa vikuna var síðan fyrsta vinnustofan mín í geggjaðri samvinnu við Stragetic Leadership fyrirtækið. Þetta var alveg frábær reynsla þrátt fyrir smá stress í upphafi en það sem er svo gaman er að færa fólki verkfæri og að skapa rými fyrir vöxt þeirra. Það er það sem ég ELSKA við að halda svona vinnustofur, og ég hreinlega finn fyrir vexti. Hefur þú fundið þetta bæði hjá þér og svo í öðrum? Hvernig er þessi tilfinning? Hvað gerir það þér? Myndir þú vilja gera meira af þessu?

Þessi vika var einnig góð vinalega séð því við æskuvinkonurnar fjórar hittumst eins og við gerum reglulega en það sem var stórt við þá hittingu var að við náðum að negla og BÓKA fimmtugsferðina okkar sem við höfum safnað fyrir í 3 ár og aldrei búnar að geta tekið ákvörðun hvert og hvenær. En hugsunin var alltaf að fara eitthvað erlendis þetta fimmtugs ár okkar sem næst ekki, EN við förum til RÓMAR í mars á næsta ári. Þvílík gleði var þetta móment þegar við ýttum á takann BÓKA!


Vikan endaði svo á miklu fjörkvöldi í vinnu eiginmannsins á Októberfesti! Mikið sem ég er glöð að fá að fara í svona starfsmannapartý með honum, sjálfur partýpinnin ÉG.

Svo verður þessi október mánuður alveg hreint geggjaður þar sem það er jú afmælis-mánuðurinn minn og miklu verður tjaldað til á afmælishelginni 28. Október en minn dagur er samt 26. Október. Meira um það í næsta pistli mínum.


Njóttu lífsins, það er svo dýrmætt. Gerðu það sem hjartað þitt segir og hlustaðu vel á innsæið þitt. Lífið er leikur!39 views0 comments

Comments


bottom of page