Þetta fer nú að verða pínu vandræðalegt, hver mánuðurinn er að toppa sig í ást, gleði og almennri hamingju.
Eins og flestir vita þá byrjaði þessi fallegi Ágúst mánuður á frídegi verslunnarmanna sem kom upp á mánudegi þetta árið. Þá vorum við eiginmaðurinn að vakna upp eftir heila þjóðhátíðarhelgi og koma okkur í flug heim til Reykjavíkur. Alveg í alsælu eftir geggjaða helgi eins og allar þjóðhátíðar eru. Í fyrsta sinn kom prinsinn okkar og var Sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð, með okkur og vestmannaeyjafjölskyldunni okkar. Vá hvað það var gaman að sýna honum hvað það er sem við erum að sækja þessa helgi. Það er svo mikil ást og gleði að maður svífur um á bleiku skýji. Nú ætlar minn maður að vera alla helgina á næsta ári. En hvernig lýsir maður svona helgi sem hefur svona mikil áhrif á mann? Er einhver helgi sem endurtekur sig árlega sem hefur svona mikil áhrif á þig?
Eins og sumur geta verið þá stoppaði “normal” vinnuvika mjög stutt hjá mér þar sem langþráða sólarlandafrívikan var að renna upp. Ég þjálfaði nokkra á öðrum degi mánaðarins og aðeins fyrir hádegi þann þriðja en upp úr hádegi lögðum við leið okkar út á flugvöll með góðum vinahjónum. Leiðin lá í mikinn hita til Frakklands, Nice. Þetta var mjög nærandi vika með allskonar innihaldi en þó allra mest afslöppun niður við sjó þar sem hitinn var 40 og erfitt fyrir íslending að athafna sig mikið í slíkum aðstæðum. Hvað gerir þú í fríum? Til hvers ferð þú í frí? Hvað ertu að ná í í fríum? Og nærðu því alltaf? Getur maður komið þreyttur úr fríi? Ég hef heyrt að sumir koma þreyttari en þegar þeir fóru en þá er það skilgreint sem samt meiri sæla og hamingja en ekki svona streitu þreyta sem var áður. Það er nú gott að það komi ekki meiri streita úr fríi þá væri maður nú að gera eitthvað vitlaust og tilgangur frísins ekki alveg að skila sér?
Þegar heim var komið tók ég fyrsta daginn rólega þó með nokkrum samtölum til að koma sér strax í gírinn. Það var þó dásamlegt að þessi vika hófst á fimmtudegi svo þá var það föstudagur með fullt af skipulögðum hlutum, samtölum ofl. en svo í framhaldi helgarfrí. Fengum góða vini í franskt kvöldverðarboð og brunuðum svo í sveitina á laugardagsmorgni, mikið var það nú dásamlegt. Eiginmaðurinn er garðyrkjufræðingur og kann svo vel að ELSKA tréin sín, hér er ein slík sönnun með mynd.
Svo kom að því að “venjuleg” vinnuvika mætti og fyrsti dagur í skólanum NÚ sem ég er að hefja mitt sjöunda árið í röð sem nemendamarkþjálfi. Það var verið að undirbúa með allskonar uppfærslu á húsnæði og var nýtt samtalsherbergi skapað, þvílík fegurð og hlakka ég svo til að byrja markþjálfa í því það er svo fallegt.
Þessi yndislega fyrsta vinnuvika var svo dásamleg þar sem ég var einnig að undirbúa tvo MCC viðburði. Sá fyrri með félaginu okkar markþjálfa ICF Iceland Félag Markþjálfa þar sem ég og kollegi minn Arnór vorum að fara deila okkar MCC ferðalagi og sá seinni var fögnuður heima með öllum sem vildu fagna með mér og það á Menningarnótt. Ég get varla lýst því hvað þessir tveir viðburðir munu standa lengi í mínu hjarta. Ég mun svífa lengi á “bleiku” skýji eða ekki bleiku endilega en ég virðist svífa mikið á skýji alltaf. Hefur þú svifið svona á skýji? Hvað olli því og langar þig til að gera meira af því? Afhverju gerir þú þá ekki meira af því? Maður þarf oftast að skapa það rými sjálfur eða vinna að þvi sem ég hef svo sannarlega gert. Mér finnst ég eiga allt þetta skilið sem ég er að gera og vil líka vera fyrirmynd að maður eigi að fagna árangri. Ég hef svo oft spurt: Hvernig fagnar þú sigri?
Svo mætti önnur “venjuleg” vinnuvika sem var líka ofslalega góð og nærandi, með viðkomu í undirbúningi fyrir næsta stóra fögnuð hjá vinkonu minni sem fagna hálfrar aldrar afmæli. Ég fékk þann heiður að vera skipulagsstjóri og því að stiðja við að allt endi ég besta veg. Hefur þú staðið í slíkri skipulagningu? Hvernig líður þér í "miðjum" klíðum? Mér líður alltaf vel en ég get á engan máta t.d smakkað veitingarnar....hehehe finnst það pínu fyndið. Ég er ekki beint stressuð en virkilega vakandi að allt gangi smooth.
Ný vinnuvika, finna ný tækifæri, skapa mér verðmæti og vera ÉG sjálf. Vertu ÞÚ því það er ekkert annað eintak til af þér, þú ert dýmæt fyrir okkur hin.
Kommentare