top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Desember pistillinn!

Gleðilegt nýtt árið!


Ég ætla byrja á því einsog venjulega að fara yfir desember sem varð allt öðruvísi mánuður en ég reiknaði með! Seinna mun svo koma áramótapistill eða fljótlega á nýju ári.


Úff og núna kl. 08:25 Mánudaginn 27. Desember þegar ég er að byrja undirbúa þennan desember pistil þá hristist allt og skelfur með jarðskjálfta, já þetta er skrítið líf og mér finnst þetta næstum því eins og "dejavu" eða "groundhogday"eða líður einsog ég hafi upplifað þetta áður, en þér? Finnur þú fyrir jarðskálfta? Hvað gerir þú eða hver eru þín viðbrög? Hræðir þetta þig? Hver er skrítnasti staðurinn sem þú hefur verið á þegar þú fannst skjálfta?

Jæja, byrjum þetta! Þessi mánuður byrjar á fullveldisdeginum 1. Desember og byrjaði allavega vel með markþjálfun á nokkrum einstaklingum, erlendum og íslenskum. Svo þegar líða fór á daginn þá einhvernvegin snérist allt dæmið við hjá mér. Tannlæknatíminn sem ég átti varð einhver ruglingur á svo ég þurfti að fá nýjan tíma, fundurinn sem átti að vera í framhaldi af því var líka misskilningur svo hann var endurbókaður, þvílíkt plan sem ekki stóðst. Dagurinn lauk svo í “nýju” jólavinnunni minni sem búðarkonu í Kringlunni, allavega stóðst eitthvað! En hvernig bregst þú við þegar plön breytast? Verður þú stúrinn eða getur þú snúið dæminu við og nýtt þér svona breytingar, séð það jákvæða í því neikvæða?


Síðan var fyrstu helginni í desember eytt í sveitinni við að endurhlaða batteríin fyrir komandi crazy mánuð sem framundan var sem ég var búin að reikna með. Hvað gerir þú fyrir ÞIG þegar þú ert drekk hlaðinn í verkefnum? Eða passar þú upp á ÞIG alltaf og kemur þér aldrei í þannig aðstæður að þú sért drekkhlaðinn? Ég vissi að þetta yrði erfiður mánuður svo ég undirbjó mig vel en ég vissi svo sem ekki alveg hvernig andlegt og líkamlegt form myndi verða. Núna veit ég að þetta geri ég mér ekki aftur allavega.

Já þessi desembermánuður varð mér dýr heilsulega séð þar sem ég sökkti mér í aukavinnu og eins og ég leit á það var þetta jólabónusinn í ár fyrir mig þar sem mín þjónusta er minna óskað eftir á þessum tíma. Ég vona þó að þetta fari að breytast hjá mér á næstu árum þar sem þetta virkar þannig að þegar mest er að gera hjá okkur, þurfum við að hugsa sem best um okkur. Þannig að desember verður vonandi í framtíðinni ekki svona rólegur í mínum bransa……Hvernig er desember yfirleitt hjá ÞÉR? Ertu stressuð/aður eða ert allt rólegt og róandi? Það er yfirleitt allt rólegt og róandi hjá mér og voru það í raun líka þessi jól þar sem ég var búin að undirbúa allt svo vel. Þó tók þessi auka jólavinna mikinn toll en á annan máta en ég er vön. Áreitið og að standa allan daginn var það sem gerði útslagið held ég jú og auðvitað var afgreiðslustarfið líka mikið áreiti fyrir taugakerfið.

Svo kom að dásamlega undirbúnings kvöldinu fyrir ÉG 2022 sem var þann 8. Desember, en það byrjaði brösulega þar sem ég ákvað að prufa nýja tækni og notast við fundarherbergið á Facebook. Ég hefði nú betur sleppt því : -O En allt gekk þó vel og þáttakendur glaðir að vera byrjaðir eða komnir af stað í orkuna sína fyrir 2022. Hvað segir þú, ert þú farin að skipuleggja nýtt ár? Langar þig til að mæta á ÉG 2022? Það er ennþá laus pláss og þú getur skráð þig hér.

Það var geggjað inn á milli tarna í jóla vinnunni við að markþjálf og stundum hljóp ég á milli staða eða að heiman úr stofunni eftir að hafa markþjálfað í tölvunni og svo út í bíl til að fara í hina vinnuna í Kringlunni. Það var svo gott að stoppa og anda, til að geta verið á staðnum fyrir marksækjendurna, það er það sem gefur mér orku. Hvað gefur þér orku? Finnur þú hana líkamlega þegar hún kemur? Skrifaðu niður allt sem gefur þér orku og það sem tekur frá þér orku og skoðaðu hvort þarna sé jafnvægi á milli?


Svo var ég svo heppinn að komast í “jólastarfsmannaboð” í annarri vinnu minni hjá NÚ Framsýnmenntun. Það eru sjö ár síðan ég komst í eitthvað slíkt, eða svona starfsmanna"thing". Að eiga samstarfsfélaga er svo dýrmætt og gaman. Finnur þú hvað samstarfsfélagar þínir gefa þér? Ertu heppinn eða finnst þér þú óheppinn? Hvað ætlar þú að gera í því, þá í báðum aðstæðum því það að finnast maður vera heppinn er dýrmætt og má alveg sýna þakklæti í vinnunni.Jólavikan sjálf var líklega sú erfiðasta en í hvert skipti þegar ég kom heim eftir vinnudag var líkami og sál alveg búin á því, taugakerfið mitt fór í rúst. Það er erfitt að standa í 8 -11 klst. á dag og kannski það sem kom mér mest á óvart í þessari vinnu er hversu fólk getur verið dónalegt eða sýnt virðingarleysi. Ég hefði aldrei trúað þessu en jú fólk/viðskiptavinir sýna oft ekki mikla virðingu fyrir okkur sem erum að gera okkar besta til að láta allt ganga hratt og vel fyrir sig og að allir fái góða þjónustu, svona dregur mikinn kraft úr manni. Hefur þú verið í þessum aðstæðum þar sem þú finnur hreinlega að það er dregið úr kraftinum þínum? Hvað gerir þú í slíkum aðstæðum? Eru viðbrögðin meðvituð eða ómeðvituð? Getur þú hjálpað eða stutt við aðra sem lenda í slíkum aðstæðum? Hvernig er hægt að gera þetta á fallegan máta svo allir verði sáttir? Og annað kannski hvernig sýnir þú þeim sem eru að afgreiða þig að þú sért þakklátur fyrir þeirra starf? Ertu kurteis eða? Og ef þú upplifir slæma þjónustu, þarf maður að vera dónalegur eða er hægt að koma öðruvísi fram svo hinn aðilinn fatti það sjálfur hvernig framkoman er? Hlutir sem verðugt er að skoða í sínu fari.


Jólin gengu svo í garð í öllu sínu veldi, möndlugrauturinn á sínum stað, og loksins fengu þeir möndluna sem aldrei höfðu áður unnið (alltaf tvær möndlur), hefðbundan jólabaðið á Rauðalæknum með prompi og prakti. Svo voru virkilega ný jól og ný upplifun í alla staði þar sem foreldrar mínir eru fluttir og því jól á nýjum stað ásamt því að einkaprinsinn ákvað að vera hjá kærustunni svo í fyrsta sinn jól án hans, en hann kom svo seinna um kvöldið (sem betur fer) þar sem jólapakka opnun og eftirréttahlaðborð fór fram í næstu íbúð hjá systur minni og fjölskyldu, sem var svo skemmtilegt. Svo fórum við öll fjögur heim saman litla fjölskyldan í okkar hreiður þar sem við héldum áfram að halda jól með jólapakka opnun og enduðum kvöldið á jólamynd, sem sagt þrískipt kvöld. Gæti ekki hafa verið meira dásamlegra þrátt fyrir allar breytingarnar, þær eru góðar og hollar. Hvernig voru þín jól? Voru miklar breytingar í ár eða fékk hefðin (ef það er hefð) að njóta sín í botn? Hvernig er best að láta jólin ganga upp svo allir verið sáttir? Þarft þú stundum að fara í sáttamiðlunargírinn? Svo voru líklega margir með jól í einangrun eða sóttkví útaf svolitlu....


Á jóladag var svo brunað í sveitina til að hlaða batteríin, vá hvað það var GOTT! Við systurnar ákváðum að gefa foreldrum okkar í jólagjöf samverustund 25. -27. Desember. Leigðum fallega gistiheimili systur mannsins mín Saudafell Guesthouse og áttum þar dásamlegar stundir með fjallaferð, pottaferð, kirkjugarðurinn og dekur í náttfötum.

Svo mætti manni frekar venjuleg vinnuvika þar sem ég tók vaktir í Kringlunni þó með einum frídegi sem var geggjað. Gat undirbúið meira í kringum áramót, skipt nokkrum hlutum og einnig staldrað aðeins við og spurt mig "hvar er ég stödd núna"? Gerir þú það stundum? Hvað gerir það fyrir þig? Fréttir þessa vikuna voru ekkert sérstaklega upplífgandi en þetta myndband sem góð kona sendi mér gerði þó alveg geggjaða hluti fyrir mig og ég ætla að deila þessu með ÞÉR og þú getur svo spurt þig eftir á hvað gerði þetta fyrir mig:


How to Calm the Voice Inside | Eckhart Tolle Teachings


Þessi skilaboð ætla ég allavega að taka með mér inn í nýtt ár. Orðið mitt ORKA fer líka með mér því 2021 var lítil orka og mikið niðurrif. Nú ætla ég að snúa blaðinu við! Hvað ætlar þú að gera gott árið 2022? Hverju vilt þú breyta frá 2021? Vinkonur mínar í Hugarfrelsi sendu mér póst með skemmtilegum pælingum sem ég breytti aðeins og setti minn blæ á þetta og ætla líka að deila því með ykkur, njótið:


Ég ætla að velja jákvæðni og uppbyggingu!

Þegar við upplifum jákvæðu hliðarnar í lífinu verður allt léttara og auðveldara til að takast á við lífs áskornirnar og standa með okkur. Við höfum ekki stjórn á hvaða áskorarnir lífið felur okkur en við höfum val um hvernig við bregðumst við þeim.


Hvað getur þú gert til að auka vellíðan á nýju ári?

  • “Ég vil læra að róa hugann og sofna betur á kvöldin“

  • “Ég vil bæta einbeitingu og þar með árangur í vinnu, námi eða tómstundum“

  • „Ég vil minnka streitu og kvíða yfir litlu hlutunum - fullkomnunarárátta“

  • „Ég vil hætta að tala niður til mín og ætla í meðvitað upptal“

  • „Ég vil standa betur á mínum skoðunum og ákvörðunum“

  • „Ég vil styrkja sjálfsmynd mína“

  • „Ég vel jákvæðni fremur en neikvæðni

Gerðu raunhæfar kröfur til þín og veldu að hugsa á hvetjandi og uppbyggilegan hátt.


Með þessum fallegu pælingum óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og farsæls komandi nýs árs!52 views0 comments

Comments


bottom of page