top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Apríl pistill

Vertu velkomin að lesa inn í hugarheim minn.


Þessir mánaðarlegu pistlar er ein leið mín til að hreinsa hugann frá síðasta mánuði, renna yfir hann, hvað gekk vel og hvað ég hefði viljað gera en betur. Hér set ég inn hugleiðingar mínar sem geta vonandi orðið einnig að innblæstri fyrir þig.

Ja hérna hér....þessi mánuður hefur verið eins og flestir aðrir, hreint stórkostlegur. Og vöxtur hefur það svo sannatlega verið. Hefur þú vaxið eitthvað á þessu ári eða í apríl? Hvað hefur þú gert til að vaxa? Veistu hvar þú vilt helst vaxa? Er það á einhverju sviði í lífinu sem þú vilt vaxa í? Hvað getur þú mögulega gert í dag til að vaxa í þessa átt?


Mánuðurinn byrjað með að ég flutti í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 9, Heilsuklasinn. Fyrsti kúnnin var frábær markþjálfi í mentor markþjálfun. Ef þú vilt vita meira um mentor markþjálfun þá finnur þú allt hér um það. Ég fæ mikið af markþjálfum til mín með allskonar pælingar. Sumir vilja verða sterkari markþjálfar, aðrir vilja fara dýpra í grunnhæfnisþættina, svo vantar sumum smá "refresh" og koma sér aftur í gang, stundum hlusta ég á samtöl og jafnvel fæ markþjálfun og veiti svo markþjálfanum endurgjöf. Það eru forrétindi að vinna með markþjálfum og öllum þeim sem vilja meira út úr lífinu.

Svo er líka þessi fyrsti dagur apríl mánaðar svolítið sérstakur ekki bara útaf aprílgabbinu heldur þar sem eiginmaðurinn verður alltaf árinu eldri á þessum flotta degi. Ég dekra við hann alltaf eins og ég get, stundum plata ég hann með veisluhöldum en held að hann sé farin að kunna inn á mig með það, bíð þangað til 60 ára næst með "suprise" afmælisveislu.


Svo er það jú fermingartíminn byrjaður og þriðja veislan af níu þessa helgina, held að þetta sé met ár í fermingum. Þannig að fyrsta helgin rann ljúflega og allskonar skemmtilegt gert með litlum frænkum og bókhald sem ég ELSKA að gera! Eru margar fermingar hjá þér? Er ekki dásamlegt að hitta aftur fólk og ættingja sýna, styrkja böndin. Ég er svo þakklát fyrir þessar veislur og ætla að vanda mig að halda vel utan um ættingjana mína með vinarlegu samtali.


Fyrsta vikan einkendist af mikill leiðtogaþjálfun fyrir erlendu kúnnana mína út um allan heim hjá CoachHub og var önnur apríl helgin tekin í eins og "for"páskafrí. Sumarbústaður og kósýheit var nefnilega alveg fram á mánudag því ég átti frí frá því að vera skólamarkþjálfi í NÚ. Sonurinn var líka komin í skólafrí og fór í langþráða æfingaferð til Tenerife með frjálsum, tvær vikur í sól og sælu ásamt stífu æfingaprógrammi. Mikið var nú gott að komast smá í ferðamannagír og skoða Gullfoss og Geysir, eiga gæðatíma með fjölskyldunni. Hvenær gerðir þú eitthvað slíkt með þínum? Gerir þú það regluega? Hvað gefur það þér að vera með þínum nánustu?




Ég byrjaði á að gera "Gullkorn" vona að ykkur líki þau? Hvað er það besta sem þú gefur sjálfri/um þér? Ertu að næra þig fallega og vel, líkama og sál? Hvað gerir þú fyrir þig? Ef maður nærir sig ekki þá ertu ekki að ná að gefa af þér eins vel og þú getur vel nærð/ur. Veistu hvernig þér líður þegar þú ert vel nærð/ur? Kannaðu vel hvað það er sem nærir þig og skoðaðu hveru oft þú gerir það.


Gullkornin eru hugsuð eins og innblástur í daginn.


Hugmyndin var að gera eitt á dag en ég hef ekki alveg náð því, byrjaði vel en svo hefur þetta aðeins dottið niður.


Ég er að hugsa um að búa til nokkur fram í tímann og skipuleggja þetta betur.


Það væri dásamlegt að fá endurgjöf frá ykkur og vita hvort þetta gefur ykkur eitthvað og ef svo hvað?


Hér koma nokkrir molar handa ykkur, njótið!






Því næst rann upp dásamleg dymbilvika með allnokkra leiðtogaþjálfun ásamt smá læknaveseni. Páskarnir voru síðan ansi rólegir með kósýheitum og litlu stússi. Eiginmaðurinn í klippidóti og ég að lesa og hafa það náðugt, akkúrat eins og það á að vera ekki satt?


Um hvað snúast páskarnir fyrir þér? Þetta er oft svo mikið stúss og læti þar sem skólar fá gott frí og þá er fjölskyldan að nýta það sem er skiljanlegt. En hvað gerir þú um páskana eru hefðir eða aldrei eins um hverja páska? Eina hefðin í minni fjölskyldu er að páskaeggin eru alltaf falin. Í ár faldi ég þó ekki páskaegg fyrir sonin en fékk að leika mér við dætur systur minnar í staðinn sem ég elska út af lífinu. Næstu páskar verða örugglega öðruvísi er alveg handviss um það.

Annan í páskum bauð ég minni fjölskyldu í súpu og tók svo eina sjálfu til að senda syninum og fjölskyldunni sem býr í Noregi sem verður kannski með okkur á næsta ári?


Vikan á eftir páskunum var stutt í ár líklega eins og öll síðustu með aðeins þremur vinnudögum. Og við hjónin tókum aftur ferðamannin á þeirri helgi með gistingu á Selfossi og svo fórum við til Vestmannaeyja þar sem ég átti gigg. Þetta var dásamleg helgi í alla staði með síðan fermingu á

sunnudegi, mikil en þó róleg keyrsla alla helgina. Hvað gerir þú um helgar sem nærir þig? Ertu alltaf að hugsa um aðra en þig? Það er svo mikilvægt að hugsa um sig sjálfan því þá ertu svo miklu betra í stakk búin að hugsa um og gefa öðrum ást.


Ég ætla að ljúka þessum pistli á myndum sem voru teknar við Seljalandsfoss laugardaginn 23. Apríl, áður en við tókum Herjólf yfir. Þennan dag skein sólin og virkilega stórir hlutir að gerast í mínu lífi. Vöxtur og gleði er góð leið að útskýra það þótt þarna séu líka alskonar áskorarnir sem fara víst sjaldan langt í burtu í þessu lífi. Okkur er ávallt haldið við áskorarnir og er það ekki bara sjálft lífið, ein stór áskorun? En hvernig við vinnum úr þeim er síðan okkar mál. Ert gott að vera fastur og komast ekkert áfram? Hvað gerir það fyrir þig?



Verið góð við ykkur sjálf, það er bara eitt eintak til af ÞÉR!


Þú ert frábær nákvæmlega eins og þú ert. Elskaðu ÞIG!


Takk fyrir að lesa pistlana mína og gefa þér rými til að anda að þér innblæstri.























































































Bless bless elsku vetur og vertu velkomin vor og vöxtur!












42 views0 comments
bottom of page