top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Allskonar og ekkert!



Afsakið, en það fór óvart mynd af gjafabréfi sem ég skil EKKERT afhverju kom inn í myndasafnið og kom sem mynd í póstinum. Elsku Hildur ef þú lest þetta þá byðst ég innilegrar afsökunar á þessu en það var gott að fá þig á ÉG 2024!


Elsku ÞÚ!


Svo þú vitir þá er hreinlega þetta blogg til míns sjálfs eins og öll önnur sem ég hef gert, þetta er einskonar uppgjör fyrir sjálfa mig en leyfi ÞÉR að njóta með mér.


Já ég bloggaði ekkert 1. Febrúar, 1. Mars né 1. Apríl og enginn útskýring er á því eða afhverju, ég er kannski bara búin að vera svo upptekin af þessu yndislega lífi.


Janúar mánuður fór mikið í að koma sér fyrir í nýju starfi sem ráðgjafi hjá Akademias sem var mikil áskorun. Ég samþykkti gigg hjá Hoobla sem snérist um 60% stöðu sem aðstoðar sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki að innleiða rafrænan fræðsluskóla sem Akademias bíður upp á. Virkilega spennandi og allskonar að læra, ég hef ekki verið á vinnumarkaði eiginlega í 10 ár og því mikil breyting fyrir mig, tek ekki með 20% stöðu sem markþjálfi hjá NÚ sem er eiginlega meira partur af mér sem manneskju en vinna, en hef nú sagt upp stöðunni minni þar sem er mjög sorglegt. Mig lagnar að fleiri markþjálfar fái þann heiður að hitta þessa nemendur og efla þau sem manneskjur. Ég hélt árlega námskeiðið mitt ÉG 2024 sem var dásamlegt eins og ávallt. Svo endaði eiginlega mánuðurinn með geggjuðu spa í Laugar sem var nauðsynlegt þar sem ég var orðin svo slæm í baki og öxlum vegna nýrra aðstæðna held ég, nú sit ég miklu meira í nýju umhverfi svo líkaminn þarf að aðlagast þessu. Fór í tvær jarðafarir sem er alltaf erfitt en fallegt á sinn hátt að fá að kveðja góða manneskjur. Hvernig var þinn Janúar?


Febrúar byrjaði með aldeylis trukki þar sem fyrsta óvissuferðin hans Gulla í tilefni af 50 ára afmæli hans var að hefjast. Það var hvorki meira né minna en ferð til Dublin með tveimur eðal vinapörum. Þvílíkt ævintýri og vor í lofti, svo gott að finna ylinn og sjá grænar grundir. Mikið fjör alltaf í vinnunni hjá mér svo ekki hægt að segja að ég hafi ekkert að gera. Ég held áfram að vinna með Thor hjá Stragetic Leadership sem er svo geggjað gaman, þar fæ að þjálfa íslenska leiðtoga sem eru að vaxa og vaxa, það gefur mér virkilega mikið. Svo held ég einnig vinnustofur með honum sem eru alveg frábærar. Á fimmtudögum er ég svo alltaf í Heilsuklasanum með mína kúnna svo það má segja að ég sé í vel yfir 100% vinnu þessa fyrstu mánuði ársins. Svo var það Þorrablót, frjálsíþróttamót, Perú undirbúningur, annað suprise með Gulla í leikhús ofl. Alveg yndislegur mánuður sem voru 29 dagar í þetta árið!


Mars hófst líka skemmtilega með árshátíð eiginmannsins og ég ELSKA að punta mig og hafa mig til fyrir slík tilefni, ekki að nefna það þegar það er þema. Og þemað að þessu sinni var "Gleði og Glamúr"! Svo átti ég dásamlega stund með sjálfri mér niður við Skrafaklett þar sem ég fór í sjóinn, drakk kakó og tók mér góðan sjálfsræktardag. Önnur suprise ferð fyrir ástina mína sem á allt það besta skilið í heimi, ég fór með hann út að borða og svo á tónleika í Hörpunni með henni Laufey, þvílík stjarna sem hún er. Fyrsta vinnupartýið hjá Akademias sem var geggjað, gott að kynnast fólkinu aðeins betur svona fyrir utan vinnustaðinn. Skírn, afmæli og auðvitað það RISA stærsta sem gerðist í þessum mánuði var að við æskuvinkonurnar fjórar fórum í okkar fimmtugsferð LOKSINS! Við byrjuðum að safna og tala um þessa ferð þegar við vorum 47 ár og í fyrra urðum við svo 50 ára fyrir utan eina sem á afmæli bara 4 mánuðum á eftir mér en er fædd 1974 en ekki 1973 eins og við hinar! Ferðinni var heitið til Rómar þar sem við tókum bílaleigubíl, keyrðum út í sveit ca. 1,5 klst. frá flugvelli. Vorum þar í stóru húsi sem við leigðum í 3 nætur og áttum dásamlegan tíma þar sem við elduðum góðan mat, fórum í náttúrulaug, skoðuðum skrýmslagarð og vorum SAMAN! Þaðan keyrðum svo svo í lítil krúttlega bæ að nafni Bracciano sem við leigðum geggjaða íbúð í 2 nætur. Þar skoðuðum við kastala, keyrðum í kringum vatnið og áttum svo slakan tíma saman. Ferðin var svo endað í sjálfri Rómarborg í 2 nætur. Það var aðeins meiri hraði en síðustu dagar því okkur langaði að sjá margt. Tókum líka ferð með Rómartölt sem ég mæli 100% með. Þegar við svo komum heim viku síðar duttu við inn í páskana sem var svo yndislegt. Að þurfa ekki að fara beint til vinnu heldur eiga stund með fjölskyldu og vinum. Gulli fékk svo sitt þriðja óvissudæmi á sjálfan afmælisdaginn sinn sem var annan í páskum eða 1. Apríl. Þá fórum við í brunch þar sem nánast öll fjölskyldan okkar var þar að hans óvissu, þaðan vorum við keyrð á hótel, geggjað hótel í miðbænu, Reykjavík Hótel Saga. Spa og kósýheit var nr. 1 eða til að byrja með. Svo fóru vinir okkar að birtast eitt af öðru án þess að hann vissi nokkuð. Alllir komu upp á herbergi því við vorum með Junior Suite og fullt af fólki komst inn til okkar. Skálað og haft það mega kósý. Við röltuðum svo yfir á Telebar á Parlament Hóteli á happy hour sem er svo fallegur staður. Svo áttum við pantað borð á "Hjá Jóni" og allir vinirnir vildu koma með og sem betur fer var laust fyrir alla. Þvílíkur dagur og bóndinn alveg í sæluvímu en þetta átti þó að koma í Apríl pistlinum en fannst þyrfti að koma núna....hehehe


Svo má ekki gleyma öllum gönguferðunum og útivisitinni sem við hjónin reynum að hafa reglulega í lífinu okkar. Nú ætla ég á þessum kalda og fallega Sunnudegi að skella mér upp á Úlfarsfell, alltof langt síðan síðast. Svo er afmæli hjá besta pabba í heimi. Hvernig ætlar þú að eyða þessum fallega sunnudegi?


Já og annarss...hvernig hefur þú haft það? Ertu að fylgja orðinu þínu EF þú átt slíkt, ertu að fylgja lífsgildunum þínum? eða veistu þau ekki? Hvernig ertu að hugsa um ÞIG? Þú ert mikilvægasta manneskjan í þínu lífi og þú þarft að hugsa vel um þig, það er bara EITT eintak af elsku ÞÉR!


Njóttu lífisins því lífið er NÚNA!




75 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page