top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Áramótapistill fyrir árið 2024


Þetta ár hefur verið ansi tilkomu mikið og margt gerst. Það sem stendur hæst uppúr er heilsan mín, Perú ferðin og skálið okkar Gulla fyrir 30 ára sambandi í tjaldi að fara horfa á sólarupprásina, þvílíkur kærleikur þetta árið vá!


En svona til gamans þá langar mig að skanna yfir árið þrátt fyrir að ég hafi gert það mánuð fyrir mánuð þetta árið, þá ætla ég að skoða “það sem stóð upp úr” hvern mánuð fyrir sig, til að gera árið alveg upp. Hafið þið prufað að gera slíkt? Og skoðað hvað þið viljið taka inn í nýtt ár frá því gamla? Eins og einhverjar hefðir, rútínur eða bara hvað sem er? Þetta er góð leið til að ná árangri í því sem maður vill ná árangri í. Setur þú þér markmið fyrir nýtt ár? Ég set mér leiðarljós og tek orð ársins frekar alvarlega. Orð ársins fyrir 2024 var kærleikur sem var sterkt með mér allt árið. Ég talaði mikið um ást og kærleik, sendi mörgum og skrifaði mörgum. Það er ekki alveg skýrt hvað 2025 orðið er en það kemur þegar það kemur.


Gamlársdagur er dagur sem ég kveð og hef gert með ýmsu móti. Undanfarin ár hef ég farið í fargufuna og stundum á námskeið í World Class (New Years hot yoga workshop) sem er alveg geggjað. Í ár er það bæði, já ég tek tvöfaldann svita út þetta árið svo ég fari alveg fersk inn í það nýja. En nú skulum við skanna árið, þú getur tekið þitt í leiðinni ef það myndi gera eitthvað fyrir þig. Fyrir mig snýst það um uppgjör, vera sátt og sjá hvað ég hef afrekað mikið, gert skemmtilega hluti ofl.


Janúar - fyrir mér byrjar janúar alltaf á tvennu, afmæli mömmu sem er 3. Janúar og svo námskeiðið mitt ÉG, sem var þá ÉG 2024. Þetta er fyrir mér janúar í allri sinni dýrð. Og þetta árið bættist við að ég byrjaði í 50% vinnu hjá Akademias sem voru spennandi tímar. Jarðafarir og fimmtugsafmæli voru svo líka aðeins að gera sig þennan mánuð, fögnuður og sorg, allt í jafnvægi.


Febrúar - Það sem stóð uppúr í þessum mánuði var klárlega “óvissuferðin” til Dublin með skemmtilegu fólki, alltaf gaman að koma öðrum á óvart og í þetta sinn var það ég sem kom Gulla mínum á óvart sem hann fékk í jólagjöf. Annars var það Þorrablót, Perú skipulagningarfundur og önnur óvissuferð fyrir Gulla minn því þetta er hans fimmtugsár og fékk hann óvissu í hverjum mánuði fram að sjálfum deginum.


Mars - Klárlega var það “doppuferðin” til Ítalíu sem er alveg ógleymanleg ferð með æskuvinkonu num sem átti að vera árinu áður, á okkar fimmtugsári en betra er seint en aldrei sagði einhver. En svo var þarna árshátíð, “suprise” Gulli, skírn og afmæli tengdardótturinnar.


Apríl - Þessi mánuður byrjaði klárlega á því sem stóð uppúr í þessum mánuði, apríl gabbinu hans Gulla míns, en þá varð hann fimmtugur og ekki hægt annað en að koma honum virkilega á óvart með óvissu allan daginn þar sem fjölskyldur hittust í brunch, fór með hann í Spa á hótel, svo partý þar sem hver vinurinn á fætur öðrum birtist inn á herbergi hjá okkur sem endaði síðan á dinner á flottum veitingastað. Fleiri afmæli og afmæisferð Gulla þar sem sonurinn fór með pabba sinn til Liverpool á leik, jú svo voru páskar og ferming í Danmörku líka þennan mánuð, heldur viðburðarríkur mánuður.


Maí - Ég sem hélt að ekkert spes hefði verið með þennan mánuð en það voru svo margir viðburðir þennan mánuðinn að erfitt var að velja hvað hefði staðið upp úr en lílkega voru það tónleikarnir sem við gáfum syni og tengdadóttur í jólagjöf og fórum með þeim í höllina, þvílíkt stuð. Svo voru það afmæli, árshátíð, útskrift, gönguferð, matarklúbburinn, detox, heimsókn frá útlöndum, fargufan, Perú skipulagsfundur og margt margt fleira.


Júní - Veit ekki hvort maður á að segja að forsetakosningarnar hafi verið það sem stóð upp úr í þessum mánuði en sama dag átti sonurinn afmæli og ég vil frekar velja það. Annarss voru það afmæli, útskrift, ættarmót, gönguferð um Hafnarfjallið og svo loka hnikkurinn fyrir Perú ferðina en flugið var svo sunnudaginn 30. Júní.


Júlí - Klárlega það sem stóð upp úr þennan mánuðinn og ég búin að taka það fram að var fyrir árið líka var Perú ferðinn okkar fræga. Þvílíka ævintýrið og alls ekki fyrir alla svona ferð. Inkastígurinn var líklega mesta áskorunin en jafnframt skemmtilegasti parturinn en svo voru margar aðrar þolinmæðis áskoranir sem voru með sem fylgir held ég í svona löndum þar sem þróunin hefur ekki náð langt. Vegakerfið ekki komið langt og bara mikil sveit þetta land sem manni finnst heldur ótrúlegt árið 2024. Svo má nú ekki gleyma að í ferðinni var líklega annar stærsti áfanginn í mínu lífi náð en það var að eiga 13 ára brúðkaupsafmæli og 30 ára samvistar afmæli en ég og Gulli höfum nú eytt 30 árum saman og ekkert á leiðinni annað en að bæta öðrum 30 árum við okkur ef ekki fleiri….síðan var það annað risa fimmtugsafmæli sem við náðum í þessum mánuði ásamt annar undirbúningur fyrir komandi mánuði.


Ágúst - Þessi mánuður er farin að vera árlegur með Þjóðhátíð en klárlega það sem stendur upp úr en nú auðvitað árlega Lónsöræfar skálavarsla ferðin okkar. En það er orðin stór partur af okkar lífi að fara þangað, þetta er algjör núll stilling fyrir okkur. Ekkert símasamband eða netsamband, þarna ferðu í djúpt samband við sjálfan þig sem er svo geggjað en getur auðvitað verið áskorun líka. Það var áskorun í ár því við vorum í 10 daga, frekar vont veður allan tíma og örfáar hræður komu því hópar afbókuðu vegna veðurs. En góður lærdómur. Svo má ekki gleyma Gleðigöngunn og menningardótt sem er stór partur af þessum mánuði í mínu hjarta. Og hér eru ansi stórir vinklar frá því að vera í mikilli mannmergð yfir í akkúrat ENGA og bara náttúruvíðátta.


September -  Hvað bauð nú september upp á? Jú líklega það sem stóð allra stærst upp úr var að 11. September átti ég 10 ára afmæli sem sjálfstætt starfandi markþjálfi og fagnaði ég því með að opna ekta kampavín með mínum heittelskaða eiginmanni. Mig var búið að dreyma um að gera eitthvað stórt en það var búið að vera nóg um stóra viðburði svo mig langaði ekki til þess en kannski geri ég eitthvað seinna. Annað skemmtilegt var Árbæjar reuninið, leitirnar og matarklúbburinn.


Október - Elska þennan mánuð, jú minn afmælismánuður. En hann byrjaði með jarðaför sem er alltaf erfitt en munum að er partur af lífinu. En það sem stóð upp úr var aljgörlega afmælisferðin mín til Cardiff. Þvílíka ferðin sem við Gulli plönuðum því góðir vinir okkur voru í óvissuafmælisferð en hún er gjörsamlega ógleymanleg í alla staði. Annað var að ég fékk að vera aðstoðarþjálfari hjá Dale.


Nóvember - Það sem stóð upp úr þessum mánuði var líklega afmælisveislan sem ég hélt svo þegar ég kom heim úr ferðinni, jú passa hrekkjavökupartý. Og við frænkurnar erum allar sporðdrekar og förum sko ALLA leið í búningum og skreytingum. Mikill afmælismánuður hjá okkur í fjölskyldunni. Svo var jú líka viðburðinn “Coaching Festival” þar sem ég hélt erindi sem var mér mjög kært. Svo var það fyrsti í aðventu sem mætti þessa helgi og skruppum við Gulli í smá miðbæjarlaugardskvöldsrölt!


Desember - úff þessi mánuður er í SVO miklu uppáhaldi hjá mér, jóla barninu að það er MJÖG erfitt að finna hvað stóð uppúr. Við gerðum piparkökukeppni, fórum í sveitina, jólatónleikar og kvöldverður með fjölskyldunni, dekurdagur, jólavinnuferð til Þýskalands, æskuvinkonujólahittingur, fjölskyldubrunch, yoga “New Year” námskeiðið og jú þarna kom það, RISA stóra áfangum með heilsuna kom í ljós föstudaginn 20. Desember en þá var komið eitt ár frá fyrstu mælingunni eftir að hafa fengið það í gegn að breyta lyfjunum mínum og fara í smá prufukeyrslu á þeim þetta árið. Aðeins 20 kg hafi fengið að fjúka án þess að breyta neinu nema lyfjaskammtinum. Nú fæ ég mitt estrogen sem mig hefur vantað frá fæðingu. En ég fæddist með sjúkdóm sem kallast “gonodal desys” sem er hormónasjúkdómur sem leiðir mann til ofþyngdar. En ég hef verið á hormónalyfjum frá 14 ára aldri og í megrun síðan þá.


Ég gerðist svo flott á því og fór í myndartöku til hennar Sillu ljósmyndara þar sem ég átti 10 ára "sjálfstæðis" afmæli. Hér er afraksturinn og ég er nokkuð sátt:



Svo minni ég á námskeiðið mitt ÉG 2025!

Skráning hér.

Við systur fyrir ári síðan í fargufunni með kakó bolla og tarot spil, endurtökum þetta í dag gamlársdag.


Megi árið 2025 gefa þér gull í mund eða hreinlega góða heilsu og fullt af kærleik!





17 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page