top of page
Purple and Green Meet the Teacher Introduction Graphic.jpg
Sagan

Árið 2014 hóf ég markþjálfaferðalagið mitt. Eitthvað sagði mér strax að þetta ætti heima í menntakerfinu þar sem aðferðin stuðlar að því að taka ábyrgð.

Ég fékk tækifæri á að fara strax inn í skóla þar sem samnemandi með mér í markþjálfanáminu var kennari og var sammála mér að þetta þyrfti að komast inn í skólana.

Einn af mínum markþjálfakennurum var Dr. Ingibjörg Vala Kaldalóns sem hvatti mig til að gera eitthvað meira í þessu og til varð: Markþjálfahjartað sem hefur verið ástríða mín og í raun litla barnið mitt síðan þá. Hér er vettvangur og fallegt rými fyrir markþjálfa sem brenna fyrir það sama og ég.

Árið 2016 er skóli stofnaður að nafn Nú Framsýnmenntun og tveir af stofnendum voru nemendur mínur í markþjálfa námi (já þá var ég orðin markþjálfakennari) og sá þriðji var orðin markþjálfi. Svo þetta verkfæri var klárlega að fara vera partur af skólanum. Þannig að ég fór í samvinnu með þeim og byrjaði þá að markþjálfa þeirra nemendur.

Ef þú hefur áhuga þá bíð ég upp á ráðgjöf sem felst í að segja frá hvernig ég hef sett þetta upp. Ég hef markþjálfað í meira en 10 skólum svo ég hef þó nokkra reynslu sem mig langar gjarnan að miðla og hvetja aðra áfram sem snýr að markþjálfun í menntakerfinu. Markþjálfun frá 12 ára og allskonar vinnustofur sem allt snýr að sjálfsþekkingu.

Þjónusta: Ég aðstoða þér/ykkur að hefja þetta ferli. Getur verið í formi einkaráðgjafar eða skólaráðgjöf

Verð: 1 skipti í ráðgjöf 15.000,-.

Sendu á mig póst eða bókaðu tíma hér og við tökum boltann þaðan.
bottom of page