Ég er Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, MCC vottaður markþjálfi og sá þriðji á Íslandi. Markþjálfun er mikil ástríða hjá mér sem ég lærði árið 2014, síðan þá hefur líf mitt snúist um þessa frábæru aðferðarfræði. Frá árunum 2016 - 2021 kenndi ég bæði í grunnnámi og framhaldsnámi í markþjálfun og hef verið mentor markþjálfi síðan árið 2015. Svo sat í stjórn FMÍ áður en við sameinuðumst ICF og svo í stjórn ICF Iceland, var forseti í 1 ár og er núna formaður í faghóp markþjálfa hjá Stjórnvísi. Ég hreinlega ELSKA að sjá fólk vaxa og ég er virkilega dugleg sjálf að fara út fyrir þægindarammann og ögra sjálfri mér eins rétt eins og ég er að gera núna, ég hreinlega bý þar.
Hvað með þig kæri markþjálfi? Hvar ert þú staddur núna?
Viðvera með markþjálfum.
Hugmyndin að “viðveru” með markþjálfum hefur blundað í mér í mörg ár og langar mig að láta verða af því að framkalla hugmyndina. Mér finnst svakalega gaman að hitta og ræða við markþjálfakollega mína. Það skapast alltaf svo fallegt rými fyrir innblástur, stuðning, endurgjöf og þar af leiðandi vöxt fyrir okkur öll. Ég tók þátt í svokölluðu "coaching coffee" fyrir nokkrum árum og tek ég hugmyndinni frá þeirri reynslu. Langar þig að fá innblástur, stuðning, endurgjöf og vöxt?
Hér ætla ég að bjóða upp á slíkt tækifæri þar sem við hittumst og ræðum málin. Ég hef boðið upp á Markþjálfa Mars áður en ekki í þessu formi og finnst því tilvalið að koma þessu út núna í Mars. Þetta er verkefni/þjónusta í þróun og ef vel tekst til þá gæti þetta orðið fastur viðburður í hverjum mánuði.
Við hittumst á Zoom, þú skráir þig hér og ég sendi þér frekari upplýsingar.
Verð: 2.000, - fyrir 1 skipti.
Hvar: Zoom
Hvenær: Föstudagana 10. mars og 31. mars
Hvaða tími: kl.11:30 - 12:30
Hlakka til að "skjá" þig!
Skráning
Skráning í gegnum tölvupóst: asta@hverereg.is