top of page
Þú með Þér.jpg
Jæja, er ekki komin tími til að líta inn á við?

Hvernig væri að eiga stefnumót með ÞÉR? Og fara í Stefnumótun með ÞÉR?

Það er í raun hugmyndin með þessari sjálfsvinnu minni, að gefa sér stund sem maður gerir alltoft sjaldan og kíkja á drauminn sinn og velta því fyrir sér hvar maður er staddur, ertu upp á veginum eða hefur þú verið að taka u-beygu eða hreinlega ranga beygju? Það er svo gott að staldra aðeins við svo:

  • Langar þig til að eiga notalega stund í sjálfsvinnu?

  • Langar þig til að byrja leggja inn nýja orku fyrir nýtt ár?

  • Langar þig til að eiga fallegan desember?

  • Langar þig til að eiga stund með ÞÉR?

  • Langar þig til að byrja laða að þér ORÐ 2023?

Ef það er já við eitthvað af þessu þá ertu velkomin að vera með í þessari sjálfsrækt með mér næsta sunnudag. Það skiptir engu máli hvar þú ert í heiminum allir geta verið með.

Sunnudaginn 20. Nóvember frá kl.10 -14 ætla ég að vera með sjálfri mér og byrja undirbúa mig fyrir nýtt ár. Þetta geri ég árlega á þessum tíma og finnst það gera mér svakalega gott.  Hefur þú gert þetta?

Síðustu tvö ár hef ég kallað þessa stund "undirbúning" fyrir ÉG 2023 en í ár ætla ég að gera þetta aðeins öðruvísi og kalla þetta "ÞÚ með ÞÉR". Það er RISA stórt ár framundan hjá mér og ætla ég að gera það ár öðruvísi en áður svo ég mun leggja mikið í þessa stund og námskeiðið í janúar.

Fyrirkomulagið á Sunnudagin er þannig:

kl. 10 - 11 Ferð ÞÚ í göngutúr með þÉR eða ÞÚ ert einnig velkomin að koma með mér á Úlfarsfell ef þú vilt. Þú færð stutta innlögn áður en þú ferð af stað (munnlega og skriflega) og mun ég labba mest í hljóði til að hugleiða það sem ég gaf í innlögninni. ATH ef veðrið verður að stríða okkur finnum við aðra leið að hjartaopnun.

kl.12  Kveikir þú á Zoom og þá verður ÞÚ búin að koma þér fyrir á notalegum áreitisfríum stað með bókina þína, teppi, heitt te (eða eitthvað gott) og með möguleika að geta þú lagst niður. Þú ætlar að gefa þér góða tíma hér eða eins langan og þú vilt ég verð með á Zoom til kl.14, þú mátt hætta fyrr ef þú ert komin með það sem þú vildir.

kl. 13:30 Yoga Nidra stund til að setja slaufu á innri vinnu dagsins.

 

Þegar við hittumst á Zoom þá mun ég koma með innlegg og stutta hugleiðslu til að kveikja en meira á innsæinu þínu og opna hjartað til að hefja þessa "innivinnu".  Göngutúrinn mun einnig kveikja á þér og því mikilvægt að vera út í einveru. Um kl. 13:30 verður Yoga Nidra stund og ljúkum við þessari viðverðu okkar að henni lokinni.

Þar sem ég er að fara gera þetta hvort eða er, þá langaði mig til að bjóða fleirum til að vera með mér. Það er frjálst framlag/eða þú ert velkomin að greiða fyrir þetta það sem þér finnst vera þess virði að greiða fyrir þessi stund, ég sendi engann reikning en þú getur millifært inn á: kt: 261073-3319 - 0117 - 26 - 10734 (ég set þak 5.000,- á haus).

Þetta er virkilega góð upphitun fyrir námskeiðið mitt í upphaf ársins "ÉG 2023". Þetta er opið öllum konum og körlum, jafnvel takið með ykkur unglingin, mömmu, pabba, frænku, frænda, vin eða vinkonu.

Þeir sem vilja vaxa og hlusta inn á við eruð svo mikið velkomin!

Ég hlakka virkilega til að vera með ÞÉR!

Skráðu þig hér.

bottom of page