Gleðilegan verkalíðsdag! Mig langar þó að byrja á að segja við ÞIG sem lest þetta "Friður sé með yður" já afhverju? Þessi Apríl mánuður hefur verið svo sterkur hjá fólki að leyfa sér að segja hvað sem er um náungann og þá er ég kannski mest að tala um þá sem standa í forsetaframboði og þeir sem fóru fyrir Íslands hönd í söngvakeppnina í Svíþjóð. Ég skil ekki hvernig fólk getur leyft sér svona hluti og ég reyni að forðast svona lesningu eins og heitan eldinn en maður kemst ekki hjá því að sjá "headlines" og slíkt á samfélagsmiðlunum. Í raun væri gott bara að taka sér smá frí frá þeim á meðan þessum keppnum stendur yfir? Hvað segir þú, hvernig líður þér með þetta, ertu að taka þátt í að deila hvað þér finnst eða forðast þú þetta eins og ég? Allavega gerir það mér ekki gott að vera taka þátt í þessu heldur bara pirrast ég og verð sorgmædd. Svo má ekki gleyma allri eymdinni í heiminum stríði og hungri, ég verð alltaf leið í hjartanu á að heyra fréttir um slíkt. Finnst ég svo heppinn að eiga þetta líf, lifa á Íslandi ég verð svo þakklát.
En að einhverju meira upplífgandi og skemmtilegu þá renni ég eins og alltaf í þessum pistlum mínum yfir mánuðinn, sé hvað hefur gerst, mitt uppgjör! Gerir þú upp mánuðinn á einhvern máta?
Eins og ég endaði síðasta pistil þá á eiginmaðurinn afmæli 1. Apríl og þennan dag var mikið húllum hæ og ég þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag þar sem ég endaði síðasta pistil á því. Mánuðurinn hófst síðan með eins og prógrammið mitt hefur verið þenna vetur á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum þá er ég fræðsluráðgjafi hjá Akademias og svo var þessi 4. Apríl fimmtudagur þétt bókaður frá kl.9-17 af kúnnum hjá mér í Heilsuklasanum já ansi hressandi vika eftir gott frí. Svo kom önnur afmælishelgi þar sem pabbi á afmæli þann 7. Apríl svo við héldum auðvitað upp á það með fjölskyldu hittingu.
Klassísk vika kom í kjölfarið þar sem ég hóf vikuna mína í mínum elskulega skóla NÚ þar sem ég markþjálfa nemendur. Eins og ég sagði síðast þá hef ég gefið mitt sæti þar laust sem markþjálfi með miklum herkjum, fæ bara tár í augun við að skrifa þetta. Já því þetta er eins og barnið mitt sem ég hef verið að ala upp í 9 ár og er loksins komið á þann stað sem mig dreymdi um. En sem markþjálfi þá þýðir lítið að lifa inn í þægindarammanum plús að mig langar að leyfa öðrum markþjálfum að upplifa það að þjálfa þessa yndislegu nemendur sem eru að hefja líf sitt, þvílík forréttindi.
Svo fóru strákarnir mínir til Liverpool þar sem það var afmælisgjöfin hans eiginmannsins frá allri fjölskyldunni. Þeir fóru á leik og áttu yndislegan tíma saman bara þeir tveir á meðan kleif ég Úlfarsfell, var með vinkonu, fór í allskonar dekur, jóga nidra og yin jóga, algjör dekur stelpu helgi.
Við tók annasöm vika með hefðbundnu sniði nema föstudagarnir geta stundum breyst í vinnu fyrir Stragetic Leadership þar sem ég þjálfa íslenska leiðtoga og held vinnustofur, þessi föstudagur fór í slíka vinnu sem er SVO gefandi. Vinnustofan fjallaði mest um að skoða styrkleika þessa hóps, sem kallast Clifton Strenghts og er fyrir stjórnendur. Það er svo gefandi þegar fólk vill vaxa og taka þátt í að skoða sjálfan sig og hvernig aðrir virka, þá verður teymið svo miklu sterkara. Það er nefnilega ekki mikill árangur þegar fólk heldur fast í sjálfan sig og sér ekki aðra í kringum sig, þar myndast ekki mikið traust og þegar lítið traust er þá fer teymið ekki langt. Svo kom ansi áhugaverður laugardagur þar sem ég hitti miðil sem talar við englana. Ég átti að fá 45 mín. hjá henni en hún talaði látlaust í yfir klukkutíma. Afi minn og amma kíktu á mig þarna og stóðu yfir mér og einnig fékk ég að vita hvaða englar vaka yfir mér. Ansi áhugavert allt saman og líka heyra hvar ég á best heima sem var svona staðfesting fyrir mig að heyra því ég er akkúrat á þeim stað núna í lífinu. Svo frelsandi eitthvað að heyra svona hluti frá konu sem ég þekki ekki neitt. Já ekki má gleyma svo leikritinu sem við fórum nokkrir vinir saman eftir dinner heima hjá mér "Hvað er sósan klikkar" sem er hreint frábær skemmtun og hláturinn gjörsamlega flæddi út, það er gott að hlæja. Hvað hlærð þú mikið? Eða hversu oft brosir þú? Á vísindavefnum stendur: Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ‘grettur; regnskúrir’. Að skælbrosa er að brosa breitt, oft þannig að sjái í tennurnar, en einnig að viðkomandi glotti með grettu. Orðið getur því stundum haft á sér neikvæðan blæ allt eftir því hverju er verið að lýsa. Hér er ég á leiðinni að halda vinnustofu svona líka skælbrosandi og með tilhlökkun fyrir deginum.
Svo þetta er ferlega skrítið og ég geri allavega mikið af því að brosa og hlægja á hverjum einasta degi og góð pæling er: Brosir þú vegna þess að þú ert glöð/glaður, eða verður þú glöð/glaður þegar þú brosir?
Svo kom önnur "busy" vika og virkilega skemmtileg ekki alveg loka vikan í Apríl en svona næstum því. Það var sumardagurinn fyrst og jimundur eini hvað þetta var mikill sumardagur, held ég hafi nánast aldrei upplifað svona fallegan dag. En það sem var kannski fúlt að þarna var ég búin að vera með flensu í viku og hafði ekki haft neinn tíma til að leggjast í rúmið sem er auðvitað ekki gott því þá er maður bara lengur að jafna sig. Þennan dag fórum við á Úlfarsfellið með pabba sem gekk það í fyrsta sinn, þvílíkt afrek.
En Eftir frídaginn þá fórum við mamma til Danmerkur í fermingarveislu til frænku okkar. Þvílíkt gefandi og skemmtileg ferð, gott að fara aðeins í burtu frá öllu með mömmu sinni, ekki oft sem við tvær gerum eitthvað svona saman. Svo að hitta fjölskylduna sína í Danmörkunni sem maður hittir alltof sjaldan. Við eigum haug af frænkum þarna sem var svo yndislegt að hitta og spjalla við. Og hver hefur farið í fermingarveislu í gróðurhúsi? Vá hvað það var dásamleg upplifun!
Lokavikan í apríl endaði svo með heimkomu og síðasti gigg dagurinn hjá Akademias því nú hefur sá samningur klárast og spurning hvað framhaldið verður þar. Svo alltaf breytingar og vöxtur sem er svo gott vont!
Hvernig ætlar þú að hafa Maí? Og hvernig byrjar þessi skemmtilegi mánuður sem er einn af mínum uppáhalds? Ég er að hlaupa út til að fara að hjóla, við ætlum í LANGAN hjólatúr sem er eitt af "preppi" fyrir Perú ferðina sem nálgast ótt hjá okkur!!! Njóttu hverrar sekúndu því hún kemur ekki aftur.
p.s á leiðinni út á völl, þá logaði í mánanum og eldgosinu, falleg sýn sem erfitt var að fanga á "filmu".
Comments