top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Svo skrítið....

Já þetta er svo skrítið en mig langar bara ekkert til að skrifa nóvember blogg í þetta sinn. Síðasta vika var skrítin og svolítið erfið fyrir mig á svo margan hátt, ég ætla ekki að skrifa um það því það er bara niðurdrepandi og ég að vinna mig upp. Margt skemmtilegt hefur alveg átt sér stað og unnið svona passlega mikið. Alveg nóg af leiðtogaþjálfun og allskonar fleiri skemmtileg verkefni. Já og ekki má gleyma Parísarferðinni, sumarbústaðsferðinni í Húsafell, ferðinni í sveitina, óvissu menningarferðinni og nú þegar ég fer að rifja upp mánuðinn þá kemur svo fljótt í ljós að þetta var alls ekki svo slæmur mánuður. Það er svo mannlegt að muna bara eftir öllu því slæma og leiðinlega, það tekur því miður alltaf miklu meira pláss, virkilega sorglegt. Svo byrjuðu jólamarkaðarnir og ég búin að þræða þá alla, jólaljósin og Hellisgerði. Ég er tilbúin í jólin!


Mig langar til að nota tækifærið og segja ykkur frá ÉG 2024 sem er klárt til skráningar. Ef þig langar á "date" með ÞÉR! og kveðja liðið ár og taka á móti því nýja þá hef ég síðustu átta ár skapað slíka stemningu fyrir yfir 350 manns hafa tekið þátt í. Laugardaginn 13. Janúar ætlum við að hafa það kósý saman sem langar til að gefa sér þessa fallegu gjöf. Við hittumst kl.10 og erum saman til kl.14. Yoga Nidra, Gongslökun, bandvefslosun og allskonar innri vinna með flæðiskrifum og vinnubók. Á staðnum er svo allskonar "hlutir" sem hjálpa manni að örvar sköpunnargleðina eins og klippimyndagerð, ilmdropar, sjálfshjálparbækur ofl.


Skráning hér.

Facebook hér.

29 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page