top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

SÆTUR SIGURJÁ JÁ JÁ uppskeru náð! Þvílíkur mánuður, ég myndi segja mánuður tilfinningana.


RISA stórum áfanga náð þegar tölvupóstur barst miðvikudaginn þann 25. Maí með þeirri tilkynningu að ég hefði staðist kröfur ICF (Coachfederation) um Master Certified Coach! ÉG er orðin MCC markþjálfi. En ekki margir fara í gegnum þetta ferli í heiminu, í dag eru það 1663 og af þeim fjölda eru 23% í vestur Evrópu. Við erum þrjú á Íslandi og ég er fyrsta íslenska konan sem fæ að bera titilinn. Ég setti mér þau markmið haustið 2014 að vera búin að ná þessum áfanga innan 10 ára eða haust 2024. Mér tókst það og gott betur því ég sendi inn umsóknina þann 1. Nóvember 2021, beið svo í 6 mánuði eftir svari sem tók virkilega á. Nú er ég tilbúin að takast á við hvað sem er og bjóða mína þjónustu án nokkurs vafa um mína getu. Hvenær náðir þú síðast áfanga? Og hvernig fagnaðir þú þessum áfanga? Setur þú þér svona langtímamarkmið? Þau eru frekar sæt og mæli ég 100% með að gera slíkt.En byrjum á byrjuninni.


Maí mánuður byrjaði á yndislegri göngu með Fjalladrottingunum í FKA inn í Reykjadal þar sem við dífðum okkur í heitan lækinn. Þaðan af áttum við svo dásamlega stund í Gróðurhúsinu í Hveragerði. Einnig var þetta líka mánuður fermingana og útskrifta þar sem all nokkrar veislur voru sóttar, allavega fimm stykki takk fyrir næs. Er þetta líka svona hjá þér? Hvernig finnst þér þessar veislur vera? Ertu "all in" eða finnst þér þetta tilgangslaust? Ég nefnilega elska að hitta fjölskylduna og vini svo ég myndi segja að ég væri svolítið “all in” í svona veislum en ég veit að þær eru alls ekki fyirr alla.


Fyrsta vikan gekk svo sem hægt og rólega af stað mest megnis að markþjálfa leiðtogana mína fyrir CoachHub sem ég er svo glöð með og gefur mér svakalega mikið. Jú og ekki má gleyma “aðalfundar” mánuðinum, það voru þvílíkt margir slíkir fundir sem ég “þurfti” að sækja eða öllu heldur kaus að mæta þar sem ég ætla að halda áfram að deila þekkingu markþjálfunar til samfélagsins. Hvað ert þú að gera til að ná því fram sem þú vilt sjá gerast? Því það gerist í raun ekki neitt nema þú takir sjálf/ur í taumana, ekkert gerist nefnilega að sjálfu sér, en þetta vissir þú svo sem alveg.


Ég varð grasekkja í viku þar sem eiginmaðurinn fer alltaf á vorin í sína heimasveit og klippir þar tré og runna, þó það sé erfitt líkamlega þá er þetta gott frí frá skrifstofu vinnunni segir hann. Tekur þú þér einhvern tímann frí til að vinna við annað? Á sumrin er nýjast nýtt hjá okkur hjónum að fara sem skálaverðir í Lónsöræfin, það er SVO geggjað og ég mæli SVO með að gera það. Það er eitt af svona "uppfærslu" fyrir hug og líkama sem mér finnst svo dýrmætt að gefa sjálum sér. Ert þú ekki örugglega að uppfæra þig árlega? Grasekkju vikan var fín og gekk vel, ég hjólaði til vinnu og lét ekkert hamla mér þótt ég væri bíllaus, reyndar er unglingurinn á heimilinu með bíl svo það reddaðist allt saman.


Náði að fara vel út fyrir þægindaramman eftir langa pásu frá fyrirlestrum. Ég talaði í klukkutíma á ráðstefnu hjá stjórnendum leikskólastjóra “Upp úr kafinu” sem var með virkilega flotta dagskrá, af sex erindum voru þrír markþjálfar! Þvílíkur kraftur sem þetta gaf manni að standa frammi fyrir líklega um 200 manns og deila ástríðu sinni, ég bara ELSKEDDA! Hvað tekur þig út fyrir þægindramman? Og gerir þú það oft?


Játs, svo komst ég á MÍNA árshátíð eftir hvað 8 ára fjarveru frá slíku, þá mín megin en hef fengið að fara með eiginmanninum. En þetta var geggjað að vera saman með fólki sem er að stiðja við unglingana í NÚ. Flottur og vel skipulagður dagur með kúreka þema íhaaa. Já og svo Eurovision, ekki má gleyma því maður. Jimin eini hvað voru mörg góð lög í ár, hef bara ekki lengi verið með valkvíða yfir því hvaða lag ætti að vinna að mínu mati. Ert þú búin að fara á árshátíð í ár? Hef heyrt um ansi margar árshátíðir þessa dagana svo líklega margir að upplifa slíkar veislur. En með hvaða landi hélst þú? Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um að Úkraína vann, er enn að melta það. Mér finnst lagið gott en mörg önnur voru góð svo já hef ekki tekið afstöðu, en þú?Ótrúlega margt búið að gerast og mánuðurinn bara hálfnaður þegar komið er hingað.

16. Maí og mánudagur í NÚ alltaf jafn geggjaður og vikan vel bókuð því 19. Maí er dagur axlaraðgerðarinnar og eftir það svolítið óskrifað blað. Vikan leið og aðgerðin tókst vel þennan sama dag átti ég einnig erfitt persónlegt samtal sem tók á og hefur mánuðurinn einkennst svolítið af þessum breytingum í lífi okkar hér á Rauðalækum. Pínu vonbrigði urðu eftir aðgerðina en samt ef ég hugsa um það eru það gleðitíðindi frekar því gera þurfti meira við öxlina en læknir hélt. Svo að 6 vikur í bata urðu að 12 þar sem sauma þurfti sinur sem gerir það að verkum að hreyfa má lítið hendina og ekki lyfta í minnst 6 vikur og fatla 24/7. En glöð að ég skyldi drífa í þessu þar sem þetta stóð til fyrst fyrir 6 árum en ég ætlaði sjálf að laga þetta. Kannast þú við þennan hugsunarhátt að ætla að gera eitthvað sjálf/ur og svo gekk það ekki upp? Já maður getur verið stundum pínu þrjósk/ur. Helgin á eftir aðgerð var tekin afar rólega og virkilega slappað af, það var gott og því passað vel upp á verkjastillingu í kringum það. Fannst ég svo vera tilbúin að klára markþjálfunina í NÚ á mánudeginum þar sem ég markþjálfaði 9 nemendur í gegnum “Meet”. Alveg geggjað að sú tækni sé orðin hin venjulegasta leið til að hitta fólk. Það gekk stórvel en ég var þó mjög þreytt eftir þennan dag enda á miklum verkjalyfjum. Svo fór vikan hægt af stað með nokkrum markþjálfatímum. Á miðvikudag komu svo þessi RISA gleðitíðindin sem ég deildi með ykkur efst og gerði það daginn alveg svakalega gleðilegan, ég grét úr gleði. Það hjálpar mikið að fá svona tíðindi þegar aðrir stórir hlutir eru í gangi í kringum þig, það léttir á. Við litla fjöllan skáluðum út á svölum í dásamlegri sól.Svo kom frídagur og gott að hafa alla heima og njóta saman. Föstudagurinn var svo frekar crazy með fyrsta sjúkraþjálfaratímanum þar sem ég labbaði þangað og þegar ég var nánast komin fattaði ég að ég hafði gleymt öllum pappírum frá lækninum sem ég átti að taka með svo ég þurfti að snúa við og ná í þá og hálfpartin hlaupa til baka en ég hringi og lét vita að mér myndi seinka um svona 10 mínútur. Svo ég kom rennsveitt enda glampandi sól úti og var öxlin hreyfð í fyrsta sinn, allt gekk vel. Svo tók við annasamur markþjálfadagur með rússíbana tilfinningum “on the side” og ég var ekki viss hvort ég átti að afbóka öll samtölin en alheimurinn er svo stórkostlegur. Öll samtölin sem voru þennan dag fóru á þann veginn að viðskiptavinurinn mætti í mjög tilfinningarússíbana líka svo ég gat stutt hann þar og á bakvið tjöldin var ég sjálf að heilast við það. Þessi aðferð er svo mögnuð og viðskiptavinur svo þakklátur fyrir viðbrögð mín við þessum tíma. Já krakkar, svona er lífið alltaf að stiðja mann þegar maður þarf á því að halda. Hvernig finnur þú fyrir þakklæti í þinn garð? Og ertu að iðka þakklæti? Hvernig gerir þú það?


Nú klárum við þenna stórfenglega og mikilfenglega Maí mánuð með endurkomu til aðgerðar læknisins þann 31 og leyfum Júní mánuði að koma inn með tign. Fyrsti dagurinn er líka RISA stór dagur fyrir mig persónulega, meira um það í næsta bloggi.....


Annarss njóttu sólarinnar og kíktu neðst í skjalið, það er smá gjöf til þín þar. Í haust mun ég uppfæra verðtöfluna mína í ljósi uppfærðar vottunnar svo mig langar til að bjóða þeim sem vilja uppfæra sig og skína en meira koma og hitta mig í sumar. Þetta verður svona þrír fyrir einn tilboð ;-)28 views0 comments

Comments


bottom of page