top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Október - jei!


ÉG ELSKA Október!


Þvílíkur mánuður, enda uppáhalds mánuðurinn minn!


Fyrsti dagur þessa mánaðar var hvorki meira né minna í sjálfri Napolí, borg á suður Ítalíu. Þar vorum við eiginmaðurinn með syni og kærustu í dekurferð. Þvílíkt þakklæti að komast í sól og hita þessa fyrstu daga í október. Við eyddum langri helgi með unga fólkinu svo fór það til Íslands og þá fór “gamla” fólkið á flakk. Byrjuðum á að fara til Sorento sem var algjört ævintýri, gistum þar á eldgömlu og virðulegu hóteli. Tókum þaðan svo daginn eftir dagsferð út í eyjuna fögru Capri og sáum “blue grotte” sem er sko ekkert auðvelt dæmi. Gerðumst svo ítalar og tókum strætó til Positano og Amalfi, þvílík upplifun. Síðasta daginn okkur tókum við svo “local” lestina frá Sorrento til Pompei, gistum þar. Pompei er eitthvað annað, hef aldrei upplifað svona stóra borg sem eru í raun rústir, við heyrðum það að þegar það var upp á sitt besta bjuggu 65 þús manns og á sama tíma bjó 60 þús í Róm!Hvað ert þú að gera þessa dagana til að finna þakklæti? Hversu oft finnur þú fyrir þakklæti? Með þakklæti upplifi ég ÁST en þú? Hvað gerir þakklæti fyrir þig? Sýnir þú þakklæti? Hvernig?Eftir heimkomuna þurfti maður aðeins að lenda og umvefja þakklætið sem maður hafði fundið því frelsið við að fá að ferðast var svo mikið gleðiefni. Takk takk takk!Ég ákvað að gera eitthvað öðruvísi og útbjó dagatal í Calendly og bauð upp á prufu markþjálfun og kallaði þetta “maraþon markþjálfa mánuð". Þar sem ég er að uppfæra vottun mína þá þarf ég að standast ýmsar kröfur og skila inn til félagsins míns (ICF), þetta er partur af því að safna fleiri markþjálfa tímum. Það gekk líka svona glimrandi vel, held ef bókhaldið mitt er rétt að um 30 manns hafi komið í prufutíma og nokkrir það ánægðir og ætla að halda áfram.Gerir þú stundum eitthvað “út fyrir boxið”? Að vera fyrir utan þægindaramman sinn stækkar, já stækkar þig. Ef maður er alltaf í þægindahringnum sínum þá vex maður ekki mikið eða hvað finnst þér? Hvenær fórst þú út úr hringnum þínum? Og tókstu eftir því hvað gerðist? Var það gott eða hvað gerði það fyrir þig?


Jimin eini ekki má gleyma svo tveimur geggjuðum tónleikum, B-in tvö, eða Bríet og Björk. Vá þvílík tónlistarveisla sem ég upplifði ég einni helgi, takk fyrir tónlist hún nærir sko svakalega vel. Hefur þú farið á tónleika nýlega? Hvað fannst þér?Sjósundið hefur ekki fengið eins mikla athygli eins og ég hefði viljað því smá kvef hefur verið að angra mig en það er alltaf á þessum tíma árs sem það kemur svo ekkert nýtt við það en á meðan fer ég ekki í sjóinn. Já og svo komu leiðindafréttir um að vara mann við að fara í sjóinn svo það liggur aðeins í smá dvala.Það er varla hægt að halda áfram að deila með ykkur því þvílíka veislan sem þessi mánuður er búin að gefa þangað. Svo á sjálfan afmælisdaginn minn 26. Október hófst markþjálfa veisla, já veisla. Félagið mitt býður upp á annað hvert ár ráðstefnuna Converge sem er í heila þrjá daga og um rúmlega 80 fyrirlestrar og vinnustofur í boði. Ég leigði mér íbúð til að vera með fókus allan tíman og náði um 20 og hef ég þá fram til 31. Des að hlusta á hina 60 ef ég vill! Afmælisdagurinn var því algjört ÆÐI og komu drengirnir mínir í heimsókn í íbúðina og skruppum svo rétt yfir götuna út að borða, alveg yndislegt.Síðasta helgin í þessum stórfenglega mánuði endaði svo með trompi. Sjálf hrekkjavakan sem er í miklu uppáhaldi hjá mér fékk pláss. Við hjónin klæddum okkur upp í búningar, fórum út að borða sem vakti mikla lukku hjá mörgun sem báðu um að fá að taka myndir af okkur. Þaðan var svo stefnan tekið á fámennt en metnaðarfullt hrekkjavökupartý.Það er varla hægt að toppa þennan mánuð held ég enda í mínu uppáhaldi!Hvernig var ÞINN Október? Ég ætla að halda áfram að njóta og vera þakklát!


P.s Mig langar til enda með að segja ykkur frá árlega námskeiðinu mínu ÉG 2022 sem er í janúar, þrjár dagsetningar í boði. Og ég verð með undirbúningsnámskeið þann 9. Desember á Zoom. Skráningar hafnar og verðið hækkar 1. Janúar svo gott að vera búin að tryggja sér pláss fyrir þann tíma. Þetta hafa verið vinsælar jólagjafir, ég útbý falleg gjafabréf.37 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page