Að sjá það fallega í öllu ALLTAF no matter what!
EN MamaMia!
Þvílíkur mánuður, þetta er líklega einn af eftirminnilegustu mánuðum sem ég hef upplifað, fer kláralega í reynslubankan minn og verður geymdur í möppunni um dýrmætan lærdóm!
Og ef þið vissuð það ekki þá "Elska ég sólina" sérstaklega á þessum köldu dögum, en hvað með þig? Á heitum dögunum getur það verið áskorun!
Hvernig upplifðir þú annarss Nóvember? Hvað var gott og hvað hefði mátt ganga en betur? Og ekki minna mikilvægara fyrir hvað ertu þakklát/ur og sýndir þú öðrum þakklæti, hvernig?
Mánuðurinn hófst á hinum yndislega mánudegi þar sem ég upplifi nánast alltaf að ég hlaði á andlegu batteríin mín, en þá fer ég alltaf í NÚ Framsýnmenntun. Þar hef ég um 20% stöðu sem innri markþjálfi og tek nánast alla nemendur skólans í samtöl, þau fá fjögur yfir allt skólaárið, ótrúlega flott. Sumum finnst það of lítið og mjög fáum of mikið en svona eru þau misjöfn, flestum líkar þetta mjög mikið. Ég hef verið að markþjálfa í heil sex ár þarna og gefur mér það mjög mikið, svo já mánuðurinn byrjaði vel ég get sagt.
Við félagi minn Matti Ósvald höfum verið að undirbúa næstu uppfærslu í vottun með kröfum félags okka ICF og nýttum okkur frábæra krafta frá Indverskri konu að nafni Jaya. Hún hefur verið mentor markþjálfinn okkar og þvílíkt ferðalag sem það hefur verið. Við kláruðum það ævintýri 23. Nóvember síðastliðn. Það var svo magnað að gera þetta saman að já það má segja “töfrum líkast”, svo það er allt gott um það að segja. Svo hélt ég áfram Converge ráðstefnunni þar sem maður hefur aðgang til 31. Desember að upptökunum, þá er nú eins gott að nýta sér það því þetta er svo svakalega mikill lærdómur og ekki minna innblástur. Svo einsog þið heyrði þá byrjar þetta allt saman voðalega vel.
Hvaða næringu gafst þú þér þennan mánuðinn? Gerir þú reglulega eitthvað gott fyrir ÞIG? Hvernig mögulega gerir þú eitthvað gott fyrir ÞIG? Finnur þú fyrir því þegar þú hefur nært þig? Hvernig tilfinning er það? Finnur þú það líkamlega eða andlega, eða bæði?
EN þá byrjaði það!
Næsta mánudag hófst áfalla hrynan hjá mér. Það fyrsta sem gerðist á mánudagsmorgni fékk ég þær fréttir að móðir mín sem átti að koma heim daginn eftir úr heimsókn frá vinkonu sinni á Alicante, var komin á spítala. Upplýsingaflæðið var svo slæmt að við hér heima á Íslandi skildum ekkert hvað var í gangi og erfitt að tala við hana því hún var mjög kvalinn. Eftir allskonar hringingar og læti þá kom í ljós að botnlanginn var málið eða já það héldum við og hún þurfti að fara í akútt aðgerð á mánudagskvöld. Taugarnar voru vel þandar hjá mér enda eigum við mamma gott og fallegt samband. Svo með mikilli gleði gat bróðir minn flogið út til hennar strax og var komin nánast þegar hún var að vakna eftir aðgerð, þvílíkur léttir fyrir alla. Á sama tíma (á meðan mamma er að vakna) fer ég í atvinnuviðtal sem ég var svakalega spennt fyrir sem snérist um þjálfun stjórnenda og að mér fannst vera sniðið fyrir mig sérstaklega þar sem ég hef verið að gera það síðustu tvö árin. Þannig ég fór í viðtalið líklega í svolitlu í skrítnu ástandi er hægt að segja.
Hvað gerir þú þegar þú finnur að þú ert ekki alveg í andlega ástandi? Hlustar þú á hjartað og ferð þú eftir því? Heyrir þú vel í innsæinu þínu? Trúir þú því? Þú veist að það hefur alltaf nefnilega rétt fyrir sér!
Daginn eftir mömmu áfallið eða 10. Nóvember lenti ég svo í því svakalegasta sem ég hef upplifað held ég bara. Ég var á minni morgungöngu eftir Sæbrautinni árla morgunn og geng að vitanum einsog venjulega og geri mínar æfingar þar áður en ég sný tilbaka heim. Það er kolsvartamyrkur og ég sé ekki mikið, sem betur fer segi ég nú bara. En ég tek eftir því að eitthvað er að gerast fyrir framan mig og örstuttu síðar kemur lögreglan keyrandi alveg niður að göngustígnum. Það er geggjuð traffík á þessum tíma um rúmlega átta svo það er ekki auðvelt að komast neitt. Ég sá lögregluna stökkva út úr bílnum og hlaupa að einhverjum og fyrst sá ég ekki hvað hann var að gera og hélt í nokkrar sekúndur að þarna væri “ræningjar” á ferð en nei svo aldeilis ekki. Þarna hafði átt sér stað alveg hræðilegt slys og var lögreglan að hnoða manneskju. Ég reyndi að taka stóran sveig framhjá þessu en slapp ekki við þessa hræðilegu sýn sem hefur setið svo fast í huga mínum. Seinna um daginn frétti ég að manneskja hefði látið lífið og hinn aðlinn væri alvarlega slasaður eftir árekstur þeirra tveggja. Ég er mjög ánægð að ég lét ekki lífið mitt stoppa og hélt áfram allri dagskrá. Þessi vika hélt því áfram sínu striki og fannst mér hlutirnir kannski ekki ganga alveg eins upp eins og ég vildi. Einsog ég nefndi hér ofar þá komst ég í viðtal hjá Advania sem fékk um 200 umsóknir og tóku þau 20 manns í viðtal, eftir það fóru svo fjórir í en frekari síun og komst ég ekki í þann hluta. Ég er þakklát þessari reynslu og að fá að vera í hópi þeirra sem komust í viðtal. Öll samskipti fannst mér erfið á þessum tíma og fann ég hversu mikið myndin af slysinu var að angra mig. Þannig um tæpri viku eftir þessa upplifun fékk ég hjá Rauða Krossinum áfallahjálp, það var gott að ræða þetta við fagaðila og hefur myndin verið að dofna mikið plús að það líður lengra á milli þess að ég hugsi um það.
Hvernær lentir þú síðast í áfalli eða hefur þú lent í áfalli? Hvað varst þú lengi að jafna þig? Hvað virkaði best fyrir þig? Og þegar þú átt ástvin sem líður illa, hvað gerir þú? Þegar þú ert niðri hvernig togar þú þig upp? Er eitthvað eitt sem virkar betri en hitt? Ég held að allir lendi í áfalli við erum bara mismunandi með það hvernig við lítum á áföll. Það er ekkert til slæmt eða gott áfall, áfall er áfall og ekki hægt að meta hversu alvarlegt það er því við erum öll mismunandi og tökum hlutunum mis vel frekar.
Lífið hélt auðvitað áfram og ég fékk örvunnarskammtin, upptaka hlaðvarpsins með Telos “Þekktu sjálfan þig”, markþjálfaði nokkra fasta kúnna og já viti men byrjaði að vinna í Hrím. Sú aukajólavinna hefur líklega bjargað andlegu heilsunni minni þar sem þarna vinnur frábært fólk, maður er umvafinn þvílíkt fallegum hlutum og svo finnst mér bara svo hrikalega skemmtilegt að vera “búðarkona”. Hvað er skemmtilegasta starfið sem þú hefur komist í?
Nú ætla ég að halda ég vegferðinni minni áfram, þakka fyrir viðburðaríkan og lærdómsríkan nóvember mánuð. Ég ætla að spyrja mig reglulega góðrar spurningar einsog “Ásta, hvað vantar mig núna”? því þessi spurning hefur hjálpað mér mikið í uppbyggingarferlinu sem þessi áföll hafa haft í för með sér. Ég sé það líka að halda dagskránni minni gangandi hefur líka gert mér gott, það er ekki fyrir mig að vera ein með mér og hugsunum mínum. Ég nýtti mér líka hugleiðslur á kvöldin til að geta sofnað, það gerði mér gott og gerir. Hreyfingin mín er lykilatriði og næringin mín líka þó hún fái alltaf minnstu athyglina því miður.
Ég ætla að nóta!
Myndir hér að neðan sýna dýrmæta næringu, þetta gefur lífinu mínu lit að eyða tíma með frænkunum, við hlógum svo mikið, bökuðum og skreyttum piparkökur, spiluðum skemmtilegt spil og grétum úr hlátri enduðum svo kvöldið á góðri jólamynd. Hjartað mitt er stútfullt af hamingju og gleði, það hjálpar viðkvæmu hjarta að halda áfram. Nú er lífið aftur gott.
Að lokum vil ég óska ykkur gleðilegrar aðventu og jólahátíðar. Farið vel með ykkur á þessum yndislega tíma ekki ofgera ykkur í jólagleðinni, ég ætla að passa mig þó ég hafi tekið að mér heilmikla aukavinnu á þessum tíma en þess á milli mun ég hlusta á hvað mig vantar.
Commenti