top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Marsið!


Vá vá vá þvílíkur mánuður! Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja því hann var svo magnaður með allskonar uppákomum og tilfinningum sem fylgdu í kjölfarið.En byrjum á byrjuninni, fyrsti dagur mánaðarins kom upp í miðri viku og það þýðir markþjálfun. Góður dagur en ég var búin að vera þó slöpp þá vikuna samt. Svo þessi fyrsta vika var stutt en þó alveg viðburðarrík með góðum samtölum við góðar konur og námskeið á suðurnesjum, þetta var síðasti dagurinn sem var pínu erfitt þar sem þetta var svo kröftugur hópur og ég á eftir að sakna þeirra en allt tekur enda var það ekki svoleiðis? Hvernig upplifir þú þegar þú klárar eitthvað, endar eitthvað? Er það mismunandi eftir því hversu tengt það er eða hvernig virkar þetta?


Í kjölfarið kom róleg helgi, fyrsta helgin í Mars mánuði eða já róleg, bíddu nú við nú þarf ég aðeins að hugsa tilbaka, því laugardagurinn breytist hjá mér úr því að vera rólegur í smá annasaman dag þar sem ég þurfti að bregða mér í bílstjóra hlutverkið fyrir fjóra fimmtuga karlmenn sem voru í óvissuferð allan daginn, hefði alveg getað verið að gera eitthvað annað skemmtilegra en stundum þarf bara að redda hlutnum. Elska svo sunnudagana sem eru rólegir í bókhaldsvinnu og að skipuleggja mig, love it! Hvernig eru helgarnar hjá þér svona oftast eða sunnudagarnir? Hvað finnst þér skemmtilegast ef þú mættir ráða helgunum þínum? Er eitthvað meira mikilvægara en annað?Önnur vika Mars mánaðar var heldur skrítin og þegar ég hugsa til baka þá fékk ég líklega svæsna flensu því ég var svo lasinn. Hélt að það væru ný lyf sem ég er að taka en það meikar ekki alveg sens svo það hefur pottþétt verið eitthvað í loftinu sem olli minni vanlíðan. Ég reyndi þó að halda plani eins og ég gat. Já, þið sem eruð einyrkjar vitið líklega hvað ég á við með þessu, það er ekki veikindardagur í boði fyrir okkur er það? Svo maður fer stundum yfir mörkin sín en ég er þó orðin miklu betri en ég var, enda komin á níunda árið mitt!! Þarna fóru allskonar tilfinningar í gang hjá mér, held að veikindi gefi manni rými á allskonar hugsunum, ekki alltaf skemmtilegar hugsanir. Hvað segir þú, heldur þú að það sé rétt?


Helgin sem kom var yndisleg með litlu frænku sem á heima í Noregi sem kom í heimsókn, við fórum í smá stelpuleik, fórum í Kringluna að máta fermingardress og skoða í búðir, svona "window shopping". Svo á sunnudeginum fórum við í Hvammsvíkur sjóböðin sem eru geggjuð, mæli 100% með. Svo það var ekki mikil vinna þessa helgina heldur að njóta og leika. Að leika er jú "leiðarljósið" mitt svo ég verð alltaf að muna það og geri, tek það með mér alla daga. Hvernig gengur hjá þér annarss? Hvað ert þú að gera til að njóta eða gera eitthvað gott fyrir þig?


Ágæt vikan sem kom með mikilli markþjálfun nánast alla dagana nema þá á föstudeginum þá var þó mín vikulega leiðsa í nidra sem er svo dásamleg og fer alveg að hætta því miður. Þessa helgina var heldur rólegt og gott, með stuttri göngu í Búrfellsgjá og aðeins að leika aftur við litlu frænkur mínar. Sunnudagur til sælu!Önnur heilmikil markþjálfavika kom svo í kjölfarið sem er svo gott í sálina en svo kom þessi furðulega tilfinningaupplifunin mín sem var fannst mér einhvernvegin vera oft í þessum mánuði og hef ekki hugmynd afhverju. En ég var á viðburði að kynna mig og mitt fyrirtæki. Nema hvað ég verð fyrir svona mikilli höfnun eða jafnvel köfnun af konu sem er að stýra þessum viðburði þegar hún í raun gerir svona ljóta “cut” hegðun, þú veist þegar þú tekur hendina og einn fingurinn, setur við hálsinn svona eins og þú sért að skera hann, hefur pottþétt séð svona gert, þetta er svona “hættu nú/stopp”. Og ég vissi ekki hvert ég ætlaði því það var búið að úthluta okkur tíma og næsta kynning fékk fjórum sinnum lengri tíma en við áttum að fá og ég gat ekki einu sinni klárað mína. En það gerðist eitthvað svakalega skrítið inn í mér og hreinlega í hjartanu mínu! Það fór að tifa mjög hratt og ég fann hvernig reiðin og svona eins og niðurlægðing birtist inn í mér. Ég tók saman dótið mitt og átti mjög erfitt með mig, talaði þó við 2-3 konur. Reyndar komu tvær konur sem stóðu að viðburðinum og sögðust vera miður sínar yfir framkomu stjórnanda og að þær gátu ekkert gert til að stoppa hana. Svo þá vissi ég að þetta var ekki bara mín eigin uppákoma inn í mér heldur var þetta rangt af henni. Það gerði mér pínu gott en ég fór heim, hreinlega öskraði og leyfði svo tárum að renna. Sem betur fer voru báðir karlmennirnir í mínu lífi, mín stoð og stytta heima til að halda utan um mig því það var það sem mig vantaði á þeirri stundu. En hefur þú upplifað þetta? Hvað gerðir þú eiginlega því þetta var frekar ef ekki bara alveg ný upplifun fyrir mig, og ég vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við, mér leið eins og barni. Barn sem var rekið í burtu úr sandkassanum, mátti ekki leika við hina. Ferlega óþægilegt og held ég að konur séu oft svona og þetta hefur vakið upp allskonar hugmyndir í hausnum mínum sem ekki allir myndu vilja heyra. En ein pæling sem kom sterklega fram “hvort myndir þú vilja upplifa eitthvað frá öðrum sem gerir þér eitthvað í meðvitund eða ekki í meðvitund”?


P.S. ég hitti Frú Vigdísi Finnbogadóttur á einum af mínum fjölmörgu viðburðum þar sem hún sagði við mig "mikið svakalega ertu í fallegri peysu" svo mín pæling um konur á alls ekki við í næstum öllum atvikum en einstaka sinnum getur það gerst, en hvað segir þú um þetta? Erum við alltaf "að hjálpa hver annarri"? Ef þú ert kona, hvenær hjálpaðir þú konu síðast? Ég gerði það síðast í gær og í raun í morgunn líka, held ég geri það mörgum sinnum á dag og það er mér mjög mikilvægt að gera það.Helgin var svo geggjuð hjá okkur hjónum því við fórum og leyfðum okkur að gerast 25 ára, fórum niðrí bæ með strætó eftir geggjaðan kvöldverð heima. Kíktum á líklega flottasta hótel í miðbæ Reykjavíkur The Parlament hotel í kokteil og enduðum svo á Húrra á balli með FM Belfast sem er ein uppáhalds hljómsveit okkar, svo geggjuð “live” og ég mæli svo með. Hvað gerir þú til að lyfta þér upp?


Svo má ekki gleyma "masterclass" í súkkulaðigerð. Ég ELSKA að búa til mitt eigið súkkulaði og gaman að læra hvernig aðrir meistrar eru að gera það. Nú mun ég búa til lítil páskaegg með fyllingu að hætti Ástu! Já og meira að segja fékk ég í einum viðburðinum súkkulaði sem stóð á "leiðarljósið" mitt "að leika"! Hversu mikið er hægt að ELSKA lífið! Hversu mikið elskar þú það? Hvað gerir þú til að elska það?Lokavikan var pínu í veikindaformi líka þar sem strákarnir mínir nældu sér í kvef flensu og ég hef verið á kantinum í því með þeim en ekki full on lasinn en þó samt illt í hálsinum og slöpp. Góð vika þó og korter í páskafrí hjá mörgum sem maður finnur í loftinu. Drengurinn að fara til Tene í æfingarferð, þvílík heppni og myndi ég alveg elska það að fara í smá sól og sælu, enginn öfund hér á ferð. Svo er fyrsta helgi Apríl mánaðar handan við hornið og er þá eiginmaðurinn árinu eldri og fær hann allskonar dekur í gjöf. Von er á frændsystkynum mínum frá Noregi og einum nýjum fjölskyldu meðlimi en eitt stykki kærasta kemur með en hún er norsk og ég hlakka SVO til að hitta hana. Ég er hætt að nefna alla viðburðina sem ég fer á en svona 1-3 viðburðir á viku er venjulegt fyrir mig, það er innblástur og fræðsla sem fær mig til að skrá mig og mæta. Mæli alltaf með því og svo reyni ég líka að virkja mig til að bæta tengslanetið mitt, þó hefur sá hæfileiki minn fengið að finna aðeins fyrir því eftir Covid svo ég þarf að þjálfa mig aðeins þar…var eitthvað sem þú tapaðir úr Covid eða minnkaði?


Annarss segi ég “gleðilega páska” njótið ykkar með páskaegg við hönd og fullt af góðu páska"chilli"!59 views1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


ingunn
Apr 03, 2023

❤️

Like
bottom of page