top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Maísól?



Maí hefur ætíð verið einn af uppáhalds mánuðunum mínum ásamt September en ég veit ekki alveg hvort ég geti haldið áfram að segja það með Maí allavega? Það rigndi og blés eins og ég veit ekki hvað, ég man bara ekki eftir svona slæmum Maí áður? Hvað finnst þér? Og lætur þú veðrið hafa áhrif á þig? Hversu mikið ef svo er? Við á Íslandi erum ansi dugleg að tala um veðrið svo það hefur líklega áhrif á marga.


Á fyrsta degi þessa Maí mánaðar var ég að fljúga heim frá Kaupmannahöfn eftir dásamlega árshátíðarhelgi þar með eiginmanninum og hans vinnufélögum hjá Innnes. Þar var vottur af vori og dásamlegt að finna pínu gott veður þar. Annars tók við skemmtileg vika með allskonar gotteríi, þjálfun fyrir mig sjálfa og aðra, markþjálfun, rafræn námskeið og kannski það stóra þá vikuna var að það vara aðalfundur félagsins. Já ICF Iceland vantaði formann og fleira fólk í stjórnina og Ásta bauð sig fram í formaninn því hún hefur aldrei neitt að gera…en mér fannst ég einhvernvegin skulda félaginu viðveru mína og langar mig til að gefa af mér núna, það var núna eða aldrei held ég?


Svo var önnur geggjuð helgi með vinkonu sumarbústað og svo fimmtugsafmæli hjá einni góðri vinkonu, sem bauð í “white tea” boð, alveg geggjað. Kvöldið endaði svo í miðbæ Reykjavíkur með heimsókn á nokkra viðburði hjá Hönnunnarmars, geggjað alveg. Hvernig var fyrsta vika Maí mánaðar hjá þér? Gerðir þú eitthvað eftirminnilegt, eins og að gera eitthvað menningarlegt? Hvað er menningarlegt fyrir þér?



Önnur vika Maí mánaðar var stutt þar sem ég skaust til Þýskaland í leiðtogaþjálfun svo fyrstu tveir daganir voru drekkhlaðnir af verkefnum eða já ég fór kl.12 á þriðjudegi og var þá búin að markþjálfa eitt samtal og fara á viðburð hjá okkur í faghóp markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fór svo þaðan beint út á völl.


Þessi þjálfun var svo í þrjá daga og fór ég heim seint á föstudagskvöldinu. Þetta var heavy vika þar sem ég var í raun í þremur hlutverkum þar sem mér bauðst þetta tækifæri á vegum Stragetic Leadership. Ég var að stúdera þjálfarana sem voru að þjálfa okkur, svo var ég að skoða hvernig leiðtogarnir í þessari þjálfun voru að bregaðst við hinum ýmsu æfingum og svo auðvitað í þriðja lagi var ég að njóta þess að leyfa öðrum að leiða mig og þjálfa sem leiðtoga. Þvílíkur lærdómur og kom ég sæl og þreytt heim á miðnætti.



Náði svo að sofa aðeins út en skaust á Úlfarsfellið þegar ég vaknaði til að koma mér líka í smá gír fyrir Eurovision kvöldið. Reyndar var alveg kolvitlaust veður svo þessi ganga var mjög strembinn og komust við ekki alveg upp á topp eða upp að útsýnispallinum útaf vindinum! Svo kom fallegur sunnudagur þó með miklu roki, kaffiboð hjá frændfólki sem var að fagna að bróðir afa míns hefði orðið 100 ára. Mér þykir alltaf gaman að fara í svona boð, en þér? Það er svo dýrmætt að tengjast fjölskyldunni að mínu mati allavega.


Svo er hreinlega komið að miðjum Maí mánuði sem var allskonar. Ég hélt að ég myndi ekki hafa neitt að gera í Maí, Júní, Júlí og Ágúst. Þessir mánuðir eru alltaf mjög stressandi upp á tekjutapið sem myndast. En ég verð að segja það að maður þarf hreinlega að treysta og njóta þá gerist eitthvað fallegt. Það var frídagur í þessari viku svo hann var stuttur, með brunch afmælisboði á þessum frídegi og svo mikilvægum fundi á föstudegi sem tryggði mér mjög spennandi verkefni sem ég get ekki beðið eftir að fara í, ég er svo hamingjusöm.


Hamingjuhelgi með árshátíð hjá minni vinnu í Heilsuklasanum, alltaf gaman að klæða sig upp og gera sig fínan, eða hvað finnst þér? Já á föstudeginum fór ég í ansi skemmtilegt verkefni hjá Salt Eldhús. En þar var ég að aðstoða bandaríska nemendur frá Háskóla þar að baka íslenskar pönnukökur, alveg mega næs að fara í eitthvað allt annað, kemur huganum í allt aðra átt. Gerir þú eitthvað til að snúa huganum í gagnstæða átt? Það er svo gott finnst mér, reyndar geri ég mikið af því…heheh



Jæja, þá fer að snúa að seinni helmingi Maí mánaðar og þessi í raun næst síðasta vika er STÓR fyrir okkur í fjölskyldunni.


Vikan byrjaði að sjálfsögðu á Nemendamarkþjálfun í NÚ eins og alla aðra mánudaga. Svo var þetta þétt vika með fullt af markþjálfun og fyrsta stjórnarfundi ICF sem var spennandi þar sem ég var kosinn á síðasta aðalfundi formaður þessa félags! Spennandi tímar framundan í því hlutverki. Ég kláraði einnig spuna og söngnámskeiðið sem ég var á með einkatíma í söng, það var sko áhugavert! Svo kom að einum stærsta degi lífs okkar, þið vitið þessi einn af þeim stóru þar sem einkasonurinn útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það var sérstaklega stórt þar sem hann ætlaði 11 ára að hætta alveg í skóla, fannst þetta nú mesta vitleysa í heimi að vera í skóla. En hann stefni á sálfærði í Háskólann í Reykjavík og krossum við fingur að hann komist inn! Við vorum með litla útkskriftarveislu því báðar fjölskyldur okkar eiginmannsins voru vant við látinn og fengum við því aðra fjölskyldu lánaða, eða foreldra og systur kærustu sonarins, ástam því um kvöldið mættu svo partur af félugum hans. Það kvöld endaði svo með bæjarferð á þá félaga og kom hann heim rétt í tæka tíð fyrir flugtak til Danmerkur með okkur kl.03:00 um nóttina. Við vorum á leið í næsta partý eða tvöfalda fermingarveislu í Svíþjóð. Svo það var brunað frá Kastrup til lítils bæ þar sem var búið að leigja risa hús og 50 manns samankomin til að fagna. Þetta var skemmtilegt en tók líka á eftir langan dag og ferðalag. Þar voru við í 3 daga og aftu brunað svo tilbaka. Jahá krakkar mínir maður er nú lúin þennan síðasta dag þessa mánaðar þegar ég skrifa þetta. En við komum heim í gær og nú tekur við ný vinnuvika með allskonar skemmtileg heitum þar sem sænsk vinkona mína var komin til Íslands og í okkar íbúð þegar við komum, að bíða eftir okkur! Vikan bíður upp á samveru og vinnu.



Hvernig ganga upp svona tímar hjá þér? Hvað gerir þú til að koma þér aftur í rétt form eða á réttan stað í orku. Er eitthvað trix sem þú lumar á? Ef þú vilt deila þá ætla ég að safna í smá banka og deila á samfélagsmiðlinum Instagram þeim lista sem verður til.



Gleðilegan komandi Júní og sendum sólinni beiðni um að fara mæta á svæðið!







42 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page