top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Maí pistillinn!

Jæja elsku maí, nú ætlum við að kveðja þig og bjóða sumrinu og júní velkomið.

Þessi mánuður hefur verið ansi skrítin frá a-ö. Alll verulegur lærdómur í allskonar útgáfum. Ótrúlega og óvenju mikil markþjálfun hjá mér eða vel yfir 50 klst. ásamt því að leiðbeina í bæði grunnnámi og framhaldsnámi í markþjálfun, útskrifaði tvo hópa. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að fylgja manneskju í gegnum mikið sjálfsþekkingar ferli sem gerist í svona markþjálfanámi, maður sér svo mikla stækkun, sjálfstraust og sjálfsást eykst jafnvel. Svona öflug samskiptatækni sem markþjálfun er ætti að vera kennd alveg frá grunni og svo fínpússuð í menntaskóla og svo masteruð í háskóla. Minn draumur er að menntakerfið á Íslandi muni samþykkja þessa aðferð. Ég hef unnið í sjö ár að því, sjáum hvert það leiðir mig á endanum.

Nýjar covid reglur hafa breyst mikið í þessum mánuði og mikið opnast sem eru geggjaðar fréttir fyrir okkur á Íslandi. Ég til og með fékk fyrstu sprautuna (pfeizer) og fæ þá seinni 1. Júní, jahú! Hvernig hefur þú verið að höndla allt þetta covid dót, finnst þér þú hafa lært eitthvað, hvað þá helst? Margir tala um “meðvitundina” að hún sé miklu sterkari eða viðveruna, því það er búið að vera setja okkur í allskonar aðstæður eins og að vinna að heiman frá sem ég sjálf er að vísu mjög vön svo ég fann ekki fyrir miklum breytingum þar. Gefðu þér smá tíma til að setjast niður með þér og skrifaðu allt sem þú hefur lært frá þessum tíma og geymdu vel, ef þú átt “bók” sem þú setur niður þínar hugleiðingar þá er þetta frábært að eiga þar.


Sjálf hef ég verið í heilmiklum lærdómi og eitt af því er að ég hef verið að taka svokallaða mentor markþjálfun til að uppfæra vottun mína á næsta level. Þannig ég þarf að vera taka upp markþjálfasamtöl, rýna í þau og svo aftur með mentornum mínum, þvílíkur lærdómur í gangi og mikið hægt að bæta sig endalaust. Svo hóf ég “næringarþjálfun” hjá ITS sem er ansi áhugavert en nú er ég að læra inn á hvað líkaminn minn þarf af næringu. Alls ekki auðvelt en mjög áhugavert ferli þar í gangi og þó ég hafi í raun gert þetta áður þá er það ekki auðveldara. Það hafa verið nokkrir frídagar sem eru alltaf kærkomnir hjá öllum og höfum við fjölskyldan nýtt þá vel, tiltekt í geymslu og verið með í fjölskyldu fögnuði. Ert þú að læra eitthvað? Mér finnst hver dagur í raun vera lærdómur í einhverju formi. Ég hef mikið vera að læra hvað hegðun annarra getur haft mikil áhrif á mig þó svo ég vilji það alls ekki. Og það hefur gengið svo langt að ég hef fundið fyrir miklum líkamlegum einkennum eins og hjartatruflanir, kvíðahnút, gríðarlega þreytu og í raun depurð, svo má ekki gleyma allri reiðinni sem í raun gerir líklega allt þetta fyrrnefnda. Svo já hver er lærdómurinn hér, líklega sá að láta ekki hegðun annarra hafa þessi áhrif, en það er hægara sagt er gert, eða hvað finnst þér?


Svo má nú ekki gleyma einum aðal viðburði maí mánaðar, Euruvison!!! Þar sem keppnin í ár var með öðruvísi sniði og þá sérstaklega fyrir Ísland, já við erum svo sérstök við Íslendingarnir. En þar sem covid smit kom í íslenska hópnum fengu þau ekki að stíga á svið heldur var sýnd upptaka sem hafði verið tekinn á einni af mörgum æfingunum og þau öll inná herbergi, ekkert græna herbergi fyrir þau. Það á ekki af þessum flottu krökkum af að ganga, Daða og Gagnamagninu. Hvað fannst þér um keppnina í ár, ertu annarss að fylgjast eitthvað með þessu yfir höfuð? Ég er alveg inn í þessu en kannski ekki nörd, ég kann t.d ekki hvaða lög unnu þessi og þessi ár heldur fylgist ég grant með á hverju ári og ELSKA stigagjöfina sem mér fannst alls ekki svo skemmtileg á yngri árunum. Heyrðu svo má ekki gleyma eldfjallagöngu nr.3!Well, er þetta ekki gott í bili? Ert þú búin að plana sumarfríið þitt? Á að fara erlendis?? Eða elta íslensku sólina? Allavega þá ætla ég í FRÍ það er á hreinu eftir virkilega átakamikla síðustu mánuði þá finn ég hvernig þreytan sækir á mig. Njóttu!


psssss.....ef þú vilt kíkja á smá leyndó....28 views0 comments

Comments


bottom of page