top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Leikágúst!


Elskulegi sólríki Ágúst, mikið hefur þetta verið gefandi mánuður. Hvernig upplifðir þú hann? Fyrir mér stóðst hann svo sannarlega undir væntingum, Ágúst og September eru uppáhalds mánuðirnir mínir nefnilega!


Á fyrsta degi mánaðarins kvöddum við “norska” gengið okkar sem var þú búið að vera á Íslandi í 3 vikur, svo dásamlegt að hafa þau og fá að njóta samvista með þeim. Hvernig verð þú tímanum með þínum nánustu? Hvað er dýrmætt fyrir þig? Sjálf elska ég að skapa minningar með samverustundum, það þarf ekki að vera flókið.


Svo tók við MJÖG “busy” miðvikudagur sem eru markþjálfa dagar í Heilsuklasanum sem er svo dásamlegt og þennan 2. Ágúst fékk ég líka að leiða yoga nidra tíma, var að leysa kennarann af þar. Svo átti ég rólegan fimmtudag og hann fór mest í það að undirbúa komandi helgi, þjóðhátíðarhelgi í Vestmannaeyjum. Við lögðum af stað um þrjú leytið og fórum í ár með Herjólfi, langt síðan við gerðum það síðustu ár tekið flug. En það var notalegt veður svo það var nú lítið mál. Gerir þú eitthvað um verslunarmannahelinga, þá árlega? Þetta er orðin í raun hefð hjá okkur þar sem við erum hjá vinum okkar sem búa þar og tökum við þá þátt í öllu eins og hver annar vestmannaeyingur. Undirbúa hvíta tjaldið og gera allt klárt þar, þó ég sé ekki “all in” þar þá fær maður nasaþefin af því. Einnig var gaman að taka á móti syninum og kærustu og hafa þau með okkur í þessu ævintýri, það finnst mér ómetanlegt að leyfa þeim að vera partur af þessu. Það er ekki hægt að lýsa þessari helgi því hún er SVO einstök. Líka það að vera hjá heimafólki fólki gerir gæfumunin, allavega fyrir okkur. Við vorum heppinn nánast alla helgina með veðrið nema á laugardagskvöldinu, þá kom úrhellisrigning sem er partur af svona held ég! Það væri hægt að skrifa heila bók um svona helgi!Þessi í raun fyrsta vinnuvika fyrir mig í ágúst byrjaði rólega sem var fínt, svona helgi tekur á og maður kemur heim bæði þreyttur en sæll. Markþjálfa miðvikudagurinn svo alveg fullbókaður með einnig fundum í báðum stjórnunum sem ég sit í svo það var fjörugur dagur. Restin af vikunni var svo dásamlegur með alveg passlega miklu prógrammi. Leiddi aftur jóga nidra á föstudeginum sem ég hreinlega ELSKA! Ef þú veist um e-h sem langar að bjóða upp á nidra en vantar kennara þá er ég alltaf til! Hvernig var þín fyrsta vika sem var í raun önnur ágúst vikan en þá fara flestir aftur til vinnu? Hvernig nærðu að hvíla þig í fríi? Komstu úthvíld/ur úr sumarfríinu í ár? Hvernig finnur þú að þú er hvíld/ur? Ég hreinlega ELSKA sjósund og átti dásamlegan dag þessa vikuna í sjósundi niður við Skarfaklett.Við tók svo en ein geggjuð helgin við “gaypride” sem ég ELSKA en næ ekkert alltaf að upplifa en í ár náði ég og veðrið var sturlað. Við byrjuðum á brunch hjá foreldrum mínum út á svölum í sól og sælu. Brunuðum svo niðri í bæ til að ná skrúðgöngunni sem var yndislegt. Þegar hún var nánast komin öll brunuðum við upp á ÍR völl til að sjá kappan okkar keppa í boðhlaupi sem endaði ekki vel en þeir duttu þegar þeir voru að taka við keflinu, ferlega fúlt en svona gerist bara. Hvernig tekur þú á því þegar eitthvað “klikkar”? Ferðu strax í að finna hverjum það var að kenna eða ferðu í auðmýktina og finnur að allir voru að gera sitt besta og hægt sé að gera misstök? Þetta eru stundum flóknar innri raddir sem koma í svona aðstæðum en gott er að hafa vald á þeim og leyfa þeim ekki að taka öll völd af manni.


Jimin eini svo kom þvílíka ævintýra vikan og það í Austurríki í sól og sælu. Á mánudagsmorgni fór ég í óvissuferð með NÚ Framsýnmenntun skólanum sem ég vinn hjá sem innanhús markþjálfi fyrir nemendur. Ég vissi við værum að fljúga til Þýskalands, Munchen en ekkert meir. Svo tók við rútuferð í 3 klst. og lentum í litlum bæ að nafni Hardt í Austurríki. Við eyddum vikunni eða fórum heim á fimmtudag í þvílíkri dagskrá og hjóluðum mikið sem var svo gott í svona miklum hita og raka. Hvað gera góð frí fyrir þig? Og hvað er það við frí sem er gott? Það er hollt að spá í það áður en maður fer í frí að hugsa “hvað ætla ég að fá útúr þessu fríi”? Því stundum kemur maður hreinlega þreyttur heim úr fríi en ef maður vissi það þá er það í góðu lagi. Gott að fara með ásetning í fríið, mæli með! Þessar myndir tala sínu máli þó það sé alltaf virkilega erfitt að velja en ég er dugleg að taka myndir alltaf.Jæja, ég legg ekki meira á ykkur. Sólin hélt áfram að skína á Íslandi og við tók alveg meiriháttar helgi Menningarnótt eftir rólegan en þó nokkur leiðtogasamtöl á föstudeginum, gott líka eftir þessa viku í Austuríki. Eiginmaðurinn tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vorum við búin að undirbúa okkur á þann veg að hafa aðstöðu niðrá Lindargötu hjá vinkonu minni útaf því það er erfitt og flókið að vera í umferðinni á þessum degi. En á meðan hann hljóp fór ég í hjólatúr upp í Grafarvogskirkjugarð til hennar elsku Rögnu ömmu heitinnar sem hefði orðið 100 ára þennan fallega sólríka dag 19. Ágúst. Ég kom við og keypti Daim ís því það var hennar uppáhald, ástamt daim eitt af uppáhaldinu hennar líka. Svo sat ég og hugleiddi svona “ömmu” hluti því ég missti svona ská ömmu mína í þessum mánuði eða 11. Ágúst, hana Kollu ömmu eins og allir kölluðu hana. Það kom ekkert á óvart því hún var orðin mjög veik og með Alzheimer, svo gott fyrir hana að fá að fara áður en þjáning er orðin of mikil. Svo þennan sólríka dag fékk ég að upplifa bæði sorg og gleði, tár og hlátur áttu stóran part í þessum degi.
Það er varla hægt að halda áfram því ævintýrið stoppar ekkert hér. Við tók stutt vinnuvika en þó heilmikil vinna. Fyrir hádegið á mánudeginum var ein önnur vinnustofan og eftir hádegið fór ég minn fyrsta dag í . Svo var fundur og eitt leiðtogasamtal í lok dags, flottur mánudagur. Þriðjudagurinn var stuttur vinnudagur því ég var svo að fara leika mér í USA, fór út á völl um hádegið og átti flug til Washington, endaði svo seint um kvöld á hóteli í Orlando. Ég var komin á stærstu alþjóðlegu markþjálfaráðstefnu í heimi Converge 2023! Þetta er svona ráðstefnu sem ást og kærleikur er ríkjandi, innblásturinn ómetanlegur og tengslamyndun á þínum forsendum og eins mikill og þú vilt. Fyrsti dagurinn var sem betur fer rólegur með einni vinnustofu en þó myngl um kvöldið. Svo hitti ég líka mínar ráðstefnu vinkonur Rakel og Lilju. Rakel bauð mér að vera hjá sér í húsi sem hún var að leigja ásamt fjölskyldu sinni sem var dásamlegt. Lilja var á hótelinu sem var líka frábært því þá vorum við með svona "base" hjá henni. Það væri hægt að hafa marga blaðsíðna ritgerð um þessa ráðstefnu en ég ætla ekki að þreyta ykkur á því. Er þó með pælingar handa þér, ertu að sækja ráðstefnur? Afhverju eða hver er tilgangurinn? hér er líka spurning um að fara með ásetning á svona ráðstefnu því mikið er um að vera og margt að sjá og sækja. Eitt sem var erfitt við þessa ráðstefnu, það var svo heitt úti næstum 40 stig og svo var nánast frost inn á hótelinu svo ég ásamt svo mörgum öðrum náðum okkur í kvef og hef verið að díla við það alveg síðan þá. En ég set nokkrar myndir.


Lokavikan í ágúst tók því á vegna þreytu og kvefs. Gott að eiga skipulagsdag í NÚ á mánudeginum og undirbúið komandi vikur þar, þakklát því. Þriðjudagurinn var þó ekki eins rólegur með vinnustofu og allskonar fundum. Miðvikudagsmarkþjálfadagurinn var aðeins öðruvísi en venjulega, byrjaði þó með samtölum fram að hádegi en þá tók við jarðaför Kollu ömmu minnar. Fallegur og rólegur dagur með miklu kvefi, tók covid próf en var neikvæð svo þá vissi maður það þrátt fyrir að það hefði líklega ekki skipt miklu. Ert þú með hræðslu gagnvart covid eða er þér alveg sama? Er mikið um haustkvef í kringum þig? Hvað gerir þú fyrir þig í svona ástandi, kvefástandi? Ég finn að með árunum þarf ég að vera góð við mig það þýðir ekki að berja sig áfram, það er samt mjög flókið þar sem maður er sjálfstætt starfandi og ekki komin á þann stað að hafa möguleika á veikindadaga! En einn daginn. fimmtudagurinn var alveg það sem ég þrufti, nokkur leiðtogasamtöl og fundur, frí eftir hádegið. Yessss


Fyrsti dagur nýs mánaðar var skemmtilegur og það kemur næst. En mögulega er ég búin að finna nýjan stað fyrir ÉG 2024 og það verður "exclusive" þar sem ég verð með miklar nýjungar á boðstónum í tilefni þess að ég verð búin að vera sjálfstæð í 10 ár! Maður á alltaf að fagna sigrum og ég mun óspart gera það á nýju ári.


Meira síðar....en mundu að "leika þér" eins mikið og þú getur, það er GEGGJAÐ!
27 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page