Hæ hó alveg rétt bráðum Febrúar!! Janúar alveg að líða að lokum og hér eru nokkrir hlutir sem standa uppúr hjá mér. Ætlar þú að renna yfir mánuðinn og skoðað hvað stendur uppúr hjá þér? Það fyrsta sem kemur uppí hugan minn eru námskeiðin mín ÉG 2021 sem fóru fram í virkilega fallegu rými í Dans og Jóga Hjartastöð þar sem ég hef einmitt líka markþjálfa aðstöðuna Telos. Á þessum tíma var leyfilegt að vera 10 manns í sama rými með öllum sóttvarnarreglum í fyrirrúmi, þannig öll námskeiðin voru fullsótt. Mikið sem ég fann hvað þetta gerði þáttakendunum gott. Að fá innblástur og rými til að kveðja árið sem var að líða sem var nú ótrúlega skrítið ár og byrja skoða hvað á að vera í nýju ári. Svona sjálfsvinna/sjálfsrækt er ómetanleg og mér finnst að allir ættu að gefa sér að minnsta kosti einu sinni ári undanteknu þar sem maður gerir sjálfur á eigin vegum. Unnið var með allskonar spurningar í formi vinnubókar og síðan var farið í gagnræður til að velta fyrir sér og rannsaka hvað það þýðir að rækta sjálfan sig, hvað mögulega það gerir fyrir mann og til hvers að rækta sjálfan sig. Öflug leið til að kafa inná við og finna hvað hjartað er að segja. Í boði voru allskonar virkjanir á skynfærunum með klippimyndahorni, ilmkjarnaolíur, bókahorni og allskonar fleira skemmtilegt. Síðan var endað á góðri yoga nidra slökun sem var síðan slaufað í blálokin með gong heillun frá Önnu Claessen. Dásamleg blanda og allir svifu af stað inní nýtt ár! Fékk að heyra það frá nokkrum þáttakendum að þeir hefðu viljað "hanga" þarna allan daginn og sumir vildu einmitt hafa þetta lengra námskeið en ég hélt að 4 klst. væru passlegt.
Ég verið að velta fyrir mér þessum andstæðu orðum í janúar "NEI" og "JÁ", svart og hvítt, upp og niður, stór og lítill, breiður og mjór og þar fram eftir götunum. Er alltaf gott að vera já manneskja og alltaf á hinu jákvæða rófi? Er það gott að segja alltaf já? Hvað gerist ef þú segir NEI? Fyrir hvern ertu að svara já?
Það eru allskonar tilfinningar sem vakna við þessar hugsanir mínar. Allavega fór ég eftir hjartanu mínu og tók RISA stórt skref og sagði NEI við ástríðufullu hlutverki sem ég hef verið í, í nokkur ár og ELSKA það. En þegar allt er ekki einsog þú vilt að það sé þá er það spurning hvaða hlutverki það þjónar að segja JÁ? Hefur þú gert það, sagt NEI og meint það? Eða ertu meira að segja JÁ en vildir í raun hafa sagt NEI? Prufaðu að fylgja innsæinu þínu og vittu hvað gerist. Trúðu á sjálfan þig, það er ótrúleg sjálfsefling. Ég finn hvernig þetta hefur gert mig að en sterkari og stærri manneskju.
Þegar maður ræktar sjálfan sig og pælir í svona hlutum þá geta kraftaverk gerst. Með sjálfsrækt þá hlustar maður inná við og heyrir hvað hjartað er að segja, það fær rými. Og þegar maður heyrir vel þá verður það skýrara fyrir manni hvað er gott fyrir MIG. Og stundum þá getur það verið að maður þurfi að taka erfiða ákvörðun og segja NEI þó maður vilji í raun segja JÁ.
En þá að lokum er spurning sú, hvert stefnir þú á þessu nýja ári 2021? Vegurinn þinn er óruddur og þú getur í raun farið hvert sem er (nema flókið að komast til útlanda).
Hvað vilt þú?
Hvað er það sem hjartað þitt þráir að upplifa þetta ár?
Velkomið 2021!
Comments