top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Júní pistillinn!

Þessi mánuður hófst þannig að einkasonurinn varð “sjálfstæður” eða já 18 ára þann 1. júní, mömmuhjartað fékk að titra svolítið, það er svo skrítið eitthvað að nú sé hann sjálfsstæður. En þetta vonandi venst með tímanum?

Og þar sem ég ELSKA “suprises” þá lét ég verða af því að koma prinsinum mínum á óvart því mig langaði til að sýna honum hversu mikið ég ELSKA hann. Fyrst með að öll fjölskyldan um 30 manns földu sig í stofunni og hrópuðu “suprise” þegar hann kom heim. Svo þegar allir fjölskyldumeðlimirnir voru að detta úr húsi birtust vinir hans á dyrakantinum og öskruðu líka “surprise". Svo tvöföld ánægja í hans garð og þar sem þetta gladdi mitt hjarta að geta gert svona með góðri samvinnu annarra. Þetta var sannkallaður gleðidagur “veislunnar” þar sem hann endaði svo með leikhúsferð að sjá leikritið “Veisla”. Ég kann að fagna lífinu myndi ég segja.


Annarss hefur þessi mánuður snúist mikið um að kafa inn á við og hlusta á hjartað sem maður má ekki gleyma. Sem hefur leitt mig á skemmtilega staði og ég fengið niðurstöður í alls kyns málum sem hafa setið þungt á mér. Gerir þú slíka vinnu einhvern tímann? En hvort veit maður hvort hjartað eða hugurinn sé að tala eða gefa okkur skilaboð, hvernig veit maður hvað er rétt og hvað er rangt? Ég hef komist að því að ef þú hlustar á hjartað og ferð eftir þeim ráðum þá heyrir þú svo vel í þér en ef þú ert að hlusta á hugann sem er með svo mikið bull í gangi þá heyrir maður svo lítið í hjartanu. Það er einsog hjartað sé mjúkt og hugurinn harður. En eitt er víst að hjartað leiðir hugann/heilann, eða hvað finnst þér?


Sjálf fékk ég “óvissuferð” frá eiginmanningum sem ég ákvað að sleppa alveg tökunum og leyfa hjartanu að ráða hér ferðinni. Þessi ferð var alveg ómentanleg þar sem mikil sjálfsrækt var gerð. Fallegir staðir heimsóttir, hjartað fékk að pumpa því fjöll klifin og baðað í náttúrulaug, sannkölluð dekurferð.



Ótrúlegt þetta líf og það er í þínum höndum að sníða það eftir þínum þörfum, haltu áfram að skapa það sem þú vilt því það gerir það enginn annar. Ekki stóla á að aðrir veiti þér hamingju því hún kemur innan frá. Njótum og lifum þessu fallega lífi sem okkur var gefið. Kettirnir kunna það svo afar vel, tökum þá til fyrirmyndar!










41 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page