top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Júlí pistillinn!

Jæja, hvað gera bændur nú?


Er það ekki alltaf sagt þegar hlutirnir eru ekki alveg eins og þú vilt að þeir séu eða hvað?

Já þá er ég nú að tala um að heimsfaraldurinn er farinn að birtast okkur aftur í þeirri mynd sem við vonuðumst til að kæmi ekki aftur, vissir þú eða grunaðir þú að þetta myndi koma aftur í þessari mynd, ekki ég og hélt við værum laus við allt vesen og leiðindi? En allavega nenni ég ekki að spá mikið í þessu og ætla nú að lifa og æfa mig ennþá meira í viðveru hvers dags fyrir sig (sem ég lærði svo vel á síðustu bylgjum) og njóta þess upp á hvað hann hefur á að bjóða, en þú? Hefur þú tekið ákvörðun fyrir þig? Vilt þú vera í erfiðu sambandi við sjálfan þig + aðra og vera svekkt/ur yfir þessu “ástandi”? Eða hreinlega koma og vera með mér í þessari tilfinningu að þú gerir það sem er gott fyrir þig og að annað sé ekki hægt? Þú ræður allavega og þú ert SVO velkomin! Hvernig líður þér annarss í dag?Þessi júlí mánuður VÁ! Hvernig var hann hjá þér?


Sá byrjaði sko með þvílíku ævintýri hjá mér þar sem við keyrðum austur á Höfn í Hornafirði til vinafólks og gistum þar í eina nótt. Daginn eftir kl.7 áttum við svo að vera mætt á tjaldstæðið á Höfn til að fara með RISA vöxnum jeppum uppí Lónsöræfi þar sem við ætluðum að vera “skálaverðir” í viku, þetta var farið okkar þangað. Já maður! Þvílíkt og annað eins ævintýri sem þessi vika var þar og bauð okkur uppá. Veðrið var jú líka gjörsamlega á öðru “leveli” þar sem maður bjóst við að það yrði nú frekar kannski kalt á öræfum (þó þekktum við nú pínu svæðið frá árinu áður) en í heila viku að fá hvern daginn á fætur öðrum í sól og blíðu og stundum yfir 20 stiga hita var bara of gott til að vera satt. Þetta var algjör draumur í dós og þvílík tenging við sjálfið!


Svo komum við til byggða 8. Júlí til að gista í eina nótt á Höfn og áttum við alveg yndislegt kvöld með vinum og góðum mat. Svo vöknuðum við sæl og alveg ótrúlega mikið hamingjusöm þann 9. Júlí þar sem það er stór dagur í okkar lífi. Því þá hittumst við fyrst, ég og eiginmaðurinn á sveitaballi í Búðardal árið 1994! Nokkrum árum síðar eða 2011 (já ég beið í 17 ár) gengum við svo í hjónaband og áttum við því 9. Júlí hvorki meira né minna en 10 ára brúðkaups-afmæli og hvað 27 ára sambandsafmæli! Því var fagnað í nokkra daga, ekki annað hægt. Ég kom honum á óvart með RISA pakka sem ég fékk aðstoð við að koma á gististað með góðra vina hjálp. Svo við fengum nudd og brunch á Höfn áður en við brunuðum af stað á Fosshótel Glacier Lagoon sem er geggjaður staður að vera á og passaði vel við þennan fögnuð okkar. Við tókum yndislega göngu á laugardeginum í Skaftafelli inn í Bæjarstaðarskóg. Þvílíkur dagur og enduðum svo í pottunum á hótelinu ásamt því að heimsækja "leynipott" í Bæjarstaðaskógi!Mánuðurinn hélt svo áfram með smá taugatittringi þar sem einkasonurinn fór erlendis til bróðir míns sem á heima í Noregi. Það fylgir því svolítið mikið “vesen” að ferðast í dag finnst mér allavega. Og kannski sérstaklega þar sem heimkoman var þannig að hann tók með sér frændsystkin sín, þetta tók smá hjartakipp það ferðalag fyrir mömmuhjartað.


Áfam héldu tilfinningarnar að streyma þar sem foreldrarnir voru að flytja eftir nær 30 ára búsetu í yndislegasta húsi í heimi á Laugarásveginum. Það tók mikið á og miklu meira en ég sjálf hélt að myndi gera, ég kyssti húsið bless og um leið byrjuðu tárin að streya, þvílíkar tilfinningar. Ég fann hversu mikið þetta hús átti pláss í mínu hjarta. Þarna hóf ég minn fyrsta búskap, þarna fæddust tvær af dætrum systur minnar, þarna upplifðum við fjölskyldan bæði sorg og gleði etc. Á sama tíma og flutningar áttu sér stað kom Siggi bróðir og hans kærasta til Íslands, það var skrítið að geta ekki faðmað þau þar sem 5 daga sóttkví tók strax við hjá þeim. Já það er svo margt skrítið í lífinu, hvað finnst þér?


Fjölskyldan sameinaðist svo í allri sinn dýrð á sjálfan 50 ára afmælisdag Sigga bróðirs, þvílíkur dagur og kvöld sem við áttum saman ásamt einum fallegum aukagesti frá Spáni. Það var dansað og sungið, sagðir brandarar og farið í leiki. Það er svo mikið ríkidæmi að eiga fjölskyldu og það skemmtilega við það að þarf ekki endilega að vera blóðtengt manni heldur að upplifa að maður sé partur af einhverju. Þessi spánverji sem var með okkur upplifði sig sem eina af okkur sem dæmi. Ef þú hugsar um þig, hvar er þitt ríkidæmi? Það getur verið svo margt og sumir upplifa það jafnvel út í náttúrunni því þetta er tilfinning sem þú finnur djúpt inn að hjartarótum. Það er sagt að faðma tré sé gott fyrir andlegu hliðina þína svo þetta er dagsatt að tenging er málið til að líða vel og vera hamingjusöm/amur.Að þessu sögðu vil ég segja að þessi mánuður hefur gefið mér tengingu við MIG og má klárlega segja að viðveran í Lónsöræfum sem skálavörður hafi gefið mér það að miklu leiti ásamt viðveran með fjölskyldunni. Hvernig ert þú tilfinningalega tengd/ur?


Takk Júlí fyrir TENGINUNA við MIG.
46 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page