top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Haustlægðin

Þá erum við komin í haustlægðina með öllu tilheyrandi, rok og rigningu. En September hefur verið þvílíkt dásemdar mánuður með sól og gleði. Ég ELSKA september akkúrat útaf þessari fallegu haust sólar og ekki tala um litina. Það hafa ófá norðuljósakvöld verið og vakið mikla kátínu meðal ferðamanna.

Mynd tekin í garði við Selfoss, þvílíkur vöxtur!

Ég hef ákveðið að hafa smá þema í þessum pistli sem snýr að VEXTI. Nú er ég svo svakalega upptekin að persónulegum vexti og hvað maður gerir til að vera í þeim fasa. Hvað gerir þú til að vaxa er stærsta spurningin sem ég kasta yfir á ykkur kæru lesendur sem ég veit að eru all nokkrir því ég fæ reglulega þakkir frá ykkur þið vitið hver þið eruð, takk fyrir það.

Svo hef ég verið að opna mig aðeins á samfélagsmiðlinum Insta Story þar sem ég deili mínu hugarefni þessa dagana sem er heilsan mín. Ég hef barist við allskonar kvilla frá unga aldri rétt eins og við öll reikna ég með, “hver hefur sinn djöful að draga” er svolítið mikið rétt ekki satt? En það er alltaf spurning hvernig maður tæklar það, ég hef ekki verið mikið að "væla" eða þá er ég að tala um sjálfa mig, ég held það hjálpi mér ekki. En ég finn að það hjálpar að tala um þetta og deila, það kemur svo mikill meðbyr sem er eins og næring. Með næringu vex maður ekki satt? Hvað með sjálfan þig, ert þú að deila með öðrum þinni heilsu?


Ég kveð September með ljós í hjarta og rifja hann nú upp með því að fara í gegnum hann í þessum skrifum hér. Hann byrjaði róglega á fimmtudegi og hélt þannig áfram með því að ég kenndi minn fyrsta yoga nidra tíma á föstudeginum í Heilsuklasanum sem var dásamlegt fyrir mig. Þarna öðlast ég aftur tengingu við mig og þessa iðkun á núverunni og að læra hlusta á sjálfan sig, líkamann sinn og allt þar á milli. Mér var meira að segja boðið í svakalega veislu á laugardagskvöldið og ákvað ég að taka því með róglegum hætti og vera á bíl þó ég ELSKI búbblur og þetta var heljarinnar búbblupartý. En svona þurfti mánuðirinn bara að byrja því ég hafði það á tilfinningunni að hann myndi svo fara í ansi mikinn hraða.


Á mánudeginum átti ég góðan dag með NÚ nemendum mínum eins og alltaf og endaði sá dagur með geggjaði viðveru góðra systra á Selfossi í sól og blíðu. Sú vika var þó heldur rógleg og ekkert stress til að tala um. Þegar leið á vikuna var ég orðin ansi spennt yfir óvissudegi sem mínar LANGBESTU æskuvinkonur voru búnar að skipuleggja án mín og fyrir mig sem gjöf til að fagna MCC áfanganum mínum. Þvílíkur dagur sem ég get bara ekki einu sinni sagt með orðum. Þær eru hreint ótrúlega þessar vinkonur mínar og sem þær þekkja mig er hreint magnað. Átt þú svona vini? Það eru nefnilega alls ekki allir sem hafa öðlast það að eiga svona magnaða vini, kannski misst eða týnt á leiðinni frá æsku. Það er alltaf hægt að tengjast aftur og betra er seint en aldrei sagði einhver. Það skiptir máli að rækta vinskapin því hann er svo dýrmætur. Hvernig ert þú að rækta þína vini? Og hvernig eru vinir þínir að gefa þér næringu?

Svo fóru hlutirnir aðeins að glæðast og ný vika kom með allskonar verkefni og auðvitað því sama og venjulega sem er í öllum vikum ársins nánast. Það eru NÚ nemendur og leiðtogaþjálfunin við aðila út um allan heim, þvílík heppni finnst mér. Hvernig upplifir þú þitt líf? Hvar eru möguleikar til vaxtar og hvar ganga hlutirnir vel? Hvað ætlar þú að gera til að vaxa og láta það vaxa sem þú vilt láta vaxa? Allavega þarftu að líta inn á við og rækta sambandið við sjálfan þig til að komast nær því. Helgin sem mætti svo um miðjan mánuð var ævintýraleg með leitum á fjöllum vestur í dölum. Í ár fórum við eiginmaðurinn fótgangandi þar sem enginn hross voru fyrir okkur að fá. Það var bara fínt og við fíluðum í botn þar sem við erum nú hálfgerðar fjallageitur hvort sem er.

Vikan sem kom svo í kjölfarið var svona upp og niður, fyrri hluti dagana voru nánast tómir og því gott að taka aðeins til í sjálfum sér, rækta sambandið við mig sjálfa og síðan voru eftirmiðdagarnir fullir af áhugaverðum viðburðum. Eitt kvöldið svo í þessari viku hitti ég mínar BESTU og þakkaði þeim með því að hittast og afhenda þeim stækkaða mynd frá deginum okkar góða. Mikið var gott að geta sýnt þeim hversu vænt mér þykir um þær og ég fann að ég gat vökað vinskapnum okkar, gefið þeim næringu. Ég hélt að þessi mánuður yrði mikið stress og rót en svo virtist ekki vera. Vikan sem kom í kjölfarið var þó aðeins meiri fjör en þá aðallega fyrripart vikunnar sem var þó allt mjög skemmtilegt og líka stressandi. Með Stjórnvísi viðburð, námskeið fyrir MS félagið, tvisvar sinnum yoga nidra tímar og hóp mentor markþjálfun sem var hreint geggjað alveg, vá vá vá. Nú veit ég svo vel hvað ég á að vera gera og það er svo geggjað gott. Svo má ekki gleyma árshátíð hjá eiginmanninum sem var með "glimmer" þema og nei hann var ekki í nefndinni og ákvað að hafa þetta fyrir mig þó mætti halda það þar sem ég ELSKA glimmer. Ert þú að næra þig vel svo þú vaxir? Með hverju ertu að næra þig? Og ertu mögulega að næra aðra í kringum þig? Hvernig og afhverju? Ég ELSKA að næra aðra og geri það með mikilli gleði, finnst það svo gott að sjá aðra vaxa. Ég gæti þó alveg verið flinkari heima fyrir ég verð að viðurkenna það, er það ekki oft þannig að heimilið mætir oft afgangi? Ég ætla að einbeita mér að því núna að gefa því en meiri næringu. Svo er nú saga að segja frá því að við eiginmaðurinn fórum með litla Lónsöræfagræðlingin okkar upp á landið okkar undir Hafnarfjalli og gróðursettum. Þetta verður fallegur vöxtur að fylgjast með, ég ætla að næra þennan græðling vel.

Þessum fagra mánuði líkur svo á fallegum viðburði í faðmi stórfjölskyldunnar á fyrsta degi uppáhaldsmánaðar míns, Október. Say no more!


Takk fyrir mig kæri September, sjáumst að ári.


Skil eftir hér auglýsingu sem er til þín eða þinna, takk fyrir að láta vita af mér.


30 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page