top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Halló Janúar!

Halló halló, hvert fór Janúar eiginlega?

Finnst þér Janúar hafa flogið burt eða er það bara ég? Ég ætlaði að heilsa nýja árinu með ísköldu sjóbaði en í staðinn kvaddi ég það gamla með sjóbaði þann 31. Desember og var fargufan á kantinu, alveg geggjað og mæli með! Svo í staðinn á fyrsta degi ársins fórum við hjónin á Esjuna því markmið ársins sem snýr að heilsunni eru 50 km fjallganga á mánuði sem reyndar breytist svo viku seinna, segi betur frá því síðar í þessu bloggi. En gengið var á Esjuna í blíðskapar sólarveðri sem snérist svo í snjóstorm upp á toppi en góð byrjun á einu stærsta ári ársins. Já árið sem ég ætla að fagna því að verða 50 ára!!! Hvernig var þínum síðasta degi háttað og hvað gerðir þú á fyrsta degi ársins? Eða var þetta eins og hver önnur helgi hjá þér?


Ég sagði JÁ við að koma í hlaðvarpið "Helgaspjallið" í fyrstu viku ársins, það var virkilega gefandi og gott að fá að deila hjartanu sínu með öðru hjarta sem hugsar svipað. Hér finnur þú þáttinn minn sem er á öllum helstu veitum.


Áður en ég fer yfir leiðarljósið mitt og sjálfsvinnuna sem ég gerði í byrjun des ætla ég að renna yfir þennan mánuð sem flaug í burtu. Fyrsta vikan var heldur róleg en var þó að undirbúa helgina með “ÉG 2023” árlega sjálfsræktarnámskeiðið mitt. Þannig það var gott að vikan væri ekki yfirbókuð. Reyndar þegar ég lít yfir mánuðinn þá var hann heldur rólegur og því skrítið hversu fljótur hann leið eiginlega. Er ekki oft þannig þegar lítið er að gera þá leiðist manni og tíminn hreyfist ekki? Það var allavega ekki þannig þessi mánuður hjá mér. Hvernig var þín fyrsta vika? Var dagbókin troðinn eða passaðir þú að byrja ekki í hörkunni, það var mín hugmynd allavega. Svo voru þrjár fjallgöngur fyrstu vikuna, vel gert Ásta!


Námskeiðið var svo haldið í Heilsuklasanum laugardaginn 7. Janúar þar sem 12 fallegar sálir mættu og áttu dásamlegan dag, allavega að þeirra sögn. Ég naut mín líka í botn eins og alltaf, fékk svo yndislega manneskju eins og áður hana Önnu Claessen til að spila á gongið í lok dags eða áður en rúsínan í pylsuendanum var, yoga nidra. Svo gott að pakka saman deginum með nidra leiðslu, elska það. Gerir þú eitthvað svona í byrjun árs? Skoðar þú hvað var gott við árið sem leið og mögulega hvað þú vilt taka frá því inn í það nýja? Eða sérð kannski hluti sem þú þarft ekki á að halda og skilur eftir? Mér finnst gott að nýta þennan tíma í þetta þó svo ég geri það oft á árinu, tek púlsinn og tékka, hvar er ég núna, er ég á réttri leið….elska það!


Önnur vika nýja ársins var einnig lítið af vinnu og mest viðburðir hjá Stjórnvísir og FKA sem ég var að sækja og er meðlimur í og reyndar formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi, það er næring fyrir mig. Nokkur markþjálfa samtöl, Markþjálfahjartað hittist og nýtt verkefni að hefjast sem ég er svakalega spennt fyrir, samstarfsverkefni sem ég óska að verði farsælt. Á laugardeginum undirbjó ég svo næsta námskeið sem ég hef gert áður fyrir MS félagið sem er mjög svo gefandi. Verð með bæði í Reykjavík og á suðurnesjunum, ég kalla það “Sterkari ÉG” og snýst um að finna stuðning í sjálfum sér. Finna lífskraftinn og gera það besta úr því sem maður hefur, iðka þakklæti etc. Þetta er 4 vikna námskeið á báðum stöðum svo ég fæ aðeins að kynnast þessu fólki sem er svo dýrmætt. Svo um kvöldið komu göngugarparnir sem ætla með okkur Gulla til Perú á Machu Pichu árið 2024, til að byrja skipuleggja, ekki seinna vænna! Átt þú draum sem er ekki alveg að fara gerast strax?


Svo kom svakalega skemmtilega vika, þriðja vika ársins þar sem hún var stutt á Íslandi með að sjálfsögðu mánudags markþjálfun í NÚ skólanum mínum, og námskeiðið fyrir MS byrjaði. Svo flaug ég og bauð eiginmanninum mínum með í vinnuferð til Þýskalands þar sem mér var boðið á námskeið. Ég henti mér í djúpalaugina með öðrum leiðtogaþjálfum þar sem það var verið að þjálfa okkur í að verða betri og sterkari leiðtogaþjálfar og einnig þjálfarar í að halda leiðtoga vinnustofur. Alveg geggjað skal ég segja ykkur og get sagt vonandi meira frá þessu síðar, allt á byrjunarstigi þó reyndar er ég byrjuð í verkefni fyrir þetta fyrirtæki að þjálfa leiðtoga svo já þannig er það. Á sunnudeginum áttum við að fara heim en vegna veðurs á Íslandi komust við ekki, ekkert flug til Íslands. Hefur þú lent í þessu að vera á heimleið og svo er stopp? Það getur verið pirrandi en ég hef batnað með árunum, en maður er svo tilbúin að fara heim og svo fær maður ekki að fara heim, smá svekkelsi en ekkert við því að gera. Bara gera gott úr þessu, skoða Munchen og hitta einn leiðtogaþjálfann sem var með mér á námskeiði og býr þarna sem var dásamlegt. Fyrir mér snýst lífið um að finna hamingjuna og halda henni við því allt sem er erfitt eins og áföll og slíkt það kemur alveg í óspurðum fréttum. Maður lærir svo lengi sem maður lifir. Minn sterkasti og efsti styrkleiki í Via Strenght Finder er "Love of Learning" sem ég er svo 100% sammála. Hverjir eru þínir styrkleikar?

Eftir Þýskalandsferðina og fjórðu vikuna fór heldur betur að verða meira að gera sem er ánægjulegt því það er erfitt þegar lítið kemur í kassann. Síðasta helgi Janúar var líka geggjuð og ekki mikið plönuð, elska það svo mikið. En einkasonurinn og kraftaverkið var að keppa á Íslands meistaramótinu og bætti sig svo, það er yndislegt tilfinning að sjá aðra uppskera. Hann hefur verið að æfa sig mikið og gott að sjá að hann en að bæta sig. En ég er klár í þetta nýja ár, en þú? Svo þann 29. Janúar varð ein af æskuvinkonunum 50 ára og því fyrsta af okkur fjórum, það er svo stórt og við ætlum að fagna saman erlendis, búnar að safna í 3 ár fyrir vinkonuferð sem verið er að plana á fullu, elska! Fullt af makrþjálfun og leiðtogaþjálfun í stuttri síðustu viku Janúar plús þvílíkt partý hjá okkur markþjálfum þar sem markþjálfadagurinn er í þeirri viku með vinnustofu 1. Feb og svo ráðstefna 2. Feb, meira um það í Febrúar blogginu. Þú getur ennþá skráð þig á ráðstefnuna á morgunn hér!

Tökum nú aðeins fyrir svona nýársheit eða markmið eða jafnvel leiðarljós eins og ég vil kalla þetta fyrir mig. Í byrjun desember gaf ég mér tíma og rými til að líta á liðið ár og skoða hvað ég vil setja í nýtt ár. Það kom til mín “að leika” eða “leika” sem mér finnst pínu fyndið og hefur í allan janúar fylgt mér heilmikið. Það sem ég ætlaði að nefna varðandi markmið sem ég setti mér í heilsunni með að ganga 50 km á fjöll þurfti ég aðeins að breyta viku síðar. Ég sá að það myndi ekki fara gerast þessa mánauði sem snjór og leiðinda veður er. Svo ég endurgerði það með 50 km göngu sem gekk glimmrandi vel því ég náið 55,68 km. vel gert Ásta! Það sem er mmikilvægt í markmiðasetningu er að endurskoða þau reglulega, sjá hvernig gengur og hvort það þurfi að uppfæra þau. Það sem flestir gera er að gefast upp því markmiðið er of stórt og vítt. Það er miklu skynsamlegra að endurhanna og finna stoltið þegar maður nær því. Allavega finn ég fyrir miklu stolti núna, svo vitum við öll að Febrúar er styttri en Janúar svo ég þarf kannski að vera ennþá duglegri? En allavega í ár verð ég 50 ára og hef ég sett mér það sem leiðarljós að fara út fyrir þægindaramman alla mánuði ársins, og hafa í huga ávallt leiðarljósið mitt eða orð ársins LEIKA. Þann annan janúar hringdi RÚV í mig og spurði hvort þau mættu koma og taka viðtal við mig, ekki gat ég sagt nei enda studdi bæði orð ársins og markmið ársins mig í að taka ákvörðun. Svo kom ég í kvöldfréttum þann daginn, sjá hér. Svo flaug ég til þýskalands með PLAY og fyrsta freyja hét Ásta, þetta fannst mér skemmtilegt. Ég sagði já við þessu námskeið í Þýskalandi sem var mikið út fyrir þægindarrammann. Nú er ég að leita að allskonar til að gera eins og Improv Iceland námskeið, sundballett með Margréti Erla Maack og fleiri sem hún er að gera sem er ansi út fyrir rammann og leikur í því….ef þú veist um eitthvað sem gæti verið skemmtilegt þá endilega sendu mér póst. Og ef þú ert að fara gera eitthvað þá máttu bjóða mér með! Hvernig ganga þín markmið, nýársheit eða hvað þú kallar það?



Hér finnur þú allt um markþjálfadaginn með því að smella á myndina.


Smá myndasypra frá áramótunum sem voru svo yndiselg og róleg þetta árið.




26 views0 comments

Recent Posts

See All

Коментари


bottom of page