top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Furðuvera!Jæja, þá kveðjum við þennan skrítna, furðulega og já hreinlega alskrítnasta nóvember mánuð sem ég hef líklega upplifað. Og tökum vel á móti fallega jólamánuðinum Desember og jafnframt "hinn" uppáhaldsmánuðurinn minn.


Jáhá, afhverju var hann svona skrítin fyrir mér, hér kemur hann í allri sinni dýrð.


Á fyrsta degi þessa skrítna mánaðar þá hóf ég nám hjá Akademias “Sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsmanna” sem var gefandi 3 vikna námskeið og ekkert svosem furðulegt við það. Og þessi vika einkenndist einnig af undirbúningi fyrir prógrammið CLEAN sem ég var að hefja hjá Greenfit og heldur ekkert furðulegt við það svonsem en jú smá skrítið auðvitað að vera fara í stíft prógram. Það furðulega var kannski að mér var boðið að vera með þar sem ég er ekki alveg nógu sátt við hvar ég er með mína heilsu og fékk aftur viðtal hjá þeim eftir að hafa farið til þeirra í mars 2021. Svo nú bauðst mér þetta og sjáum hvert það mun leiða mig. Ég hlakkaði virkilega til og vissi ekki alveg hvað biði mín. Þetta hófst allt saman 3. Nóvember og allt komið á fullt strax daginn eftir. Já þetta var stór áskorun.Svo var einmitt þessi frábæri og skemmtilegi viðburður á vegum ICF Iceland og Markþjálfahjartans, sjá viedo hér sem var virkilega gaman að taka þátt í. Einnig voru nokkrir mjög áhugaverðir fundir þessa vikuna, sjáum hvert þeir leiða mig. Þessi fyrsta vika nóvember mánaðar endaði svo með hreint geggjuðum Mugison tónleikum í gamla andyrinu á Laugardalslaug, þvílíkur meistari. Laugardagurinn var rólegur og pínu andlegur undirbúningur hjá mér við að fara í matarboð til góðra vina með “nesti” og á bíl, frekar ólíkt þessum hittingum okkar en svona er þetta þegar maður hefur tekið einhverja ákvörðun um að gera eitthvað öðruvísi, þá þarf maður stundum að bíta í það súra. Hefur þú verið í svona aðstæðum? Hvernig líður þér? Er ekki samt einhver sigur tilfinning sem fylgir þessu að svo labba sáttur frá kvöldinu eða viðburðinum? Þetta var skrítið og líka eitthvað furðulegt við þetta EN ég gat og ekkert mál í raun.


Önnur vikan var “stappfull” af prógrammi og hreint ómögulegt að fara skrifa það allt niður en það var varla andað þá vikuna og auðvitað mjög skemmtileg og gott þegar maður er í stífu matarprógrammi að vera vel skipulagður sem hentar mér afar vel. Á fimmtudagskvöldið 10. Nóvember var svokölluð FKA mentor kick off veisla en auðvitað var Ásta á bíl og fékk kristal í sitt fallega búbbluglas.


Svo í lok þá vikunnar brunuðum við eiginmaðurinn vestur í sveitasæluna í sólahring sem er líka frekar skrítið eða að vera ekki alla helgina. Aðeins að fá smá sveitaloft í lungun fyrir mig en eiginmaðurinn átti auðvitað erndi þangað. Við fórum tilbaka til Reykjavíkur seinnipartinn þar sem það var jólapartý hjá Heilsuklasanum sem ég var búin að skrá okkur á og auðvitað mætir maður. Og ekki tók maður þátt í veisluhöldunum þar frekar en helgina áður, bara horfa ekki snerta. Svo legg ég ekki meira á ykkur en það var síðan afmælisveisla daginn eftir. Bara á rúmri viku eftir að hafa byrjað stíft matarprógramm þá hafa verið fimm viðburðir þar sem ég hef þurft að horfa og ekki snerta og í raun sex því matarboð hjá foreldrum mínum var líka svolítið að mega ekki borða allt sem var í boði aðeins hluta….svo já MIKIL áskorun þessa rúmu viku á CLEAN myndi ég vægast sagt segja. Svo þetta fellur undir skrítið og furðulegt að minni hálfu. Tengir þú við þetta?


Jæja, þá var mánuðurinn að hálfna og byrjaði sú vika bara mjög vel og prógrammið um miðja þá viku hálfnað og ég í skýjunum yfir öllu. EN nei nei nei ég fer í lok vikunnar í Shamanic Breathwork vinnustofu sem var upphafið af einhverju mega skrítnu og furðulegu. Því ég kom heim um tíu leytið og sofnaði strax út af þreytu sem er líka kannski eðlilegt. Vaknaði líðandi eins og ég væri þunn. Fór í Laugar í sauna og hélt ég myndi "vakna" betur því ég var svo að fara í nærandi "japanskt" andlitsnudd. Ég ætlaði aldeilis að hressa mig við og labbaði frá Laugum og í vesturbæinn um klukkutíma göngutúr. Fékk dásamlegt nudd og labbaði aftur heim. Fann þá hversu þung og í raun vansæl ég var. Leið illa og tilfinninganar streymdu útum allt, vá hvað þetta var furðulegt allt saman. Sofnaði um níu leytið gjörsamlega búin á því. Vaknaði á sunnudagsmorgunn eins og það hefði verið valtað yfir mig. En nei Ásta gefst aldrei upp og hélt sínu plani með að fara upp á Úlfarsfell (ÞÚ með ÞÉR prógrammið var þann daginn hjá mér) og var svo búin á því eftir það að ég lá í mógi frá hádegi fram á mánudagsmorgunn. Svakalega lasinn og máttfarin. Fór þó í skólann NÚ að markþjálfa nemendur mína, harka af sér kona er svolítið ég alltaf "ÞÓ" það sé sjálfsmildis tími hjá mér. Ég var búin að biðja Greenfit um að senda mig í blóðprufu því ég hélt kannski að ég væri komin í næringarskort því ég var lystalaus og kúgaðist við að borða. Svo langaði mig líka að bera saman tölur frá mars 2021 og núna nóvember 2022. En bíðið bara.....


Næst síðasta vikan var þá líklegast sú alskrítnasta við þennan mánuð þar sem niðurstöður úr blóðprufunni voru ansi furðulegar. Ég fékk niðurstöðusamtal föstudaginn 25. Nóvember hjá Greenfit sem mér var sagt að hafa strax samband við heimilislæknin sem ég og gerði. Þegar ég skrifa þennan pistil er ennþá mörgu ósvarað varðandi þetta allt saman en ég er ekki veik og það virðist ekki vera hafa nein slæm áhrif þessar niðurstöður nema kannski áyhyggjurnar mínar yfir þessu. Hefur þú lent í svona? Hvað er best fyrir þig að gera? Ég átti þó ágætis viku, fór í fargufununa í boði litlu systur og geggjaður endir á þriggja vikna CLEAN prógrammi, að komast í gufu og sjóinn, þvílíkt combo! En spurning hvort þetta CLEAN hafi komið einhverju af stað eða er þetta algjörlega tilviljunarkennt allt saman? Þetta snýr að lifrinni svo ég segi frá því og nei ég hef enginn vandamál með alkahól.


Lokahelgin og fyrsti í aðventu var róleg helgi, smá að jólast því það ELSKA ég. Ég prufaði að fara aftur upp á Úlfarsfell, því viku áður fór ég sárlasinn og hélt ég myndi andast á leiðinni upp. En þessi ferð var allt öðruvísi og gekk miklu betur. Bakaði piparkökur með yndislegu frænkum mínum, skreytti, pakkaði inn jólagjöfum, út að borða með litlu fjölskyldunni minni (og prufa taka inn hveiti) og fór á jólamarkað, LOVE IT!Lokavikan hófst með nýrri blóðrannsókn sem er ekki ennþá með neinar breytingar frá þeirri fyrir fimm dögum svo ég er svolítið spurningarmerki en læt lífið halda áfram ekkert annað í boði heldur. Heimilislæknirinn hefur ekki áhyggjur svo þá er lítið annað hægt að gera en að vera rólegur og sjá hvort þetta lagist ekki. Framundan er lokadagur Nóvembers mánaðar og er hann virkilega spennandi með ansi áhugaverðu samtali sem mun kannski breyta ansi miklu fyrir mig, sjáum til hvert það leiðir. Já ansi mörg slík samtöl þennan mánuðinn, finn að ég er að leitast eftir breytingum og nýjum hlutum. Þegar lífið er komið í of þægilega stöðu þá vil ég hrissta það upp og finna nýjar áskoranir. En þú? Hvert ert þú komin í lífinu? Ertu sátt/ur við þar sem þú ert?

Svo kannski sérð þú að þessi mánuður sem átti að vera virkilega heilsusamlegur einkenndist hreinlega af frekar veikburða ástandi, ekki alveg eins og hann átti að verða.


Hvernig var Nóvember annarss hjá þér?


Í lokinn langar mig að minna á að skráning er hafin á fyrsta námskeið ársins ÉG 2023!

Skráning hér.

Verð Kr. 24.000,- til 24. Desember eftir það 29.900,-

Frábært jólagjöf.


22 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page