top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Fljúgandi Ágúst!


Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið alveg upp á 10 í þessum einum af mínum uppáhalds mánuðum Ágúst þá var hann geggjaður í alla staði, VÁ hvað var mikið á dagskrá og hvað ég upplifði mikið fallegt, hvernig var hann hjá þér?


Fyrsti dagurinn var hreint "klikk" eiginlega því í smá stundabrjálæði þá breyttum við eiginmaðurinn Þjóðhátíðarplaninu okkar og ákváðum að taka síðustu ferjuna á fimmtudagskvöldinu semsagt 1. Ágúst í staðinn fyrir að fara á föstudagskvöld. Ég náði að eiga góðan vinnudag þennan fyrsta dag mánaðarins, eiga gott grill kvöld með stór fjölskylduni minni og svo bruna í Landeyjahöfn. Svo tók við dúndrandi skemmtileg Þjóðhátíð með allskonar innihaldi, ár á meðal gull og glimmer:


Svo tók við hlaðinn vinnuvika þar sem ég var tvo daga í Akademias og svo var ég í Heilsuklasanum og svo var einn dagur þar sem ég var með viðburð fyrir Abhyudaya Global Coach Circle þar sem minn MCC mentor Coach á og hún bað mig um að halda erindi fyrir þau sem ég að sjálfögðu þáði. Erindið mitt hér: Presence and the power of silence þar sem ég ELSKA þetta viðfangsefni. Er eitthvað sem þú myndir vilja tala meira um, hærra svo fleiri heyrðu, hvað væri það? Ég fór langt út fyrir þægindarramman minn með því að segja já og flestir sem mættu voru staddir á Indlandi, allt önnur mennig ofl. og ég fékk smá "minnimáttarkennd" þar sem ég hóf mitt erindi á núvitundaræfingu, var viss um að það væri nú asnalegt með líklega meistarana í slíku....maður er ekki í lagi. Þetta tókst þvílíkt vel og mikil umræða fór af stað sem var mitt markmið með þessu erindi. Svo ég var sátt. En eitt sem má ekki gleyma að tala um að ég er að upplifa tíunda árið mitt sem sjálfsstætt starfandi markþjálfi og 11. September hófst ævintýrið. Mig langar mikið til að halda uppá daginn helst með einhverskonar góðgerðarstarfssemi sem ég hef ekki "landað" hvernig því væri háttað.



Gaypride tók svo við, jimin eini hvað ég ELSKA þetta tímabil, þá er ALLT leyfilegt, litir, glimmer og bara hvað sem er....ég allavega nýt mín í botn og fer í bæinn, tek þátt í litagleðinni því það er pláss fyrir alla liti, litir regnbogans býð ég velkomna, læt myndir tala sínu máli.


Svo hófst nýtt ævintýri á sunnudeginum þegar við keyrðum austur í floti með minni fjölskyldu sem ætluðu að fara alla leið inn í Lón, en ekki með okkur alveg inn í Lónsöræfi, það verður vonandi dag einn. En við gistum eina nótt á Höfn og ætluðum við eins og síðustu ár að vera hjá okkar góðu vinum Þórdísi og Gísla en það breytist pínu þar sem Þórdís er hótelstjórinn á Icelandair hótelinu þá tilkynnti hún það að við ættum herbergi þar, skyldum fara þangað með dótið okkar og koma svo aftur til þeirra í mat. Veisla eins og venjulega og setið og hlegið saman fram á nótt. En svo tók alvaran við eldsnemma, byrjuðum á geggjuðum morgunmat og svo með risa trylli jeppabílum að fara með okkur í öræfin fallegu. Þar fengum við að vera nánast ein í heila viku því hópurinn sem átti að koma með okkur afbókaði út af veðri. Þetta var alveg hreint dásamlegur tími og mikil inni vinna fór af stað, þá meina ég sko "innri vinna" já með mig sjálfa. Það er svo hollt og gott, einnig góður tími fyrir okkur hjónin að fara í sambandsskoðun ofl. Þarna áttum við svo í allt tíu geggjaða daga en alveg svakalega gott þó að koma heim eins og alltaf. Eða hvað segir ÞÚ kæri lesandi? Hvar finnst þér best að vera? Og hvar er best að fara í innri vinnu? Hversu oft gerir þú það? Gerir þú það ein/n eða með öðrum? Afhverju gerir þú slíka vinnu, sjálfsrækt?

En hérna koma myndir sem segja svo margt:







Við tók hálf vinnuvika sem var heldur skrítin eða já þar sem ég fór á fund með einum af mínum vinnuveitendum (af mörgum) og fékk þau skilaboð um að líklega myndi ekki henta þeim að hafa mig í 50% vinnu sem ég reiknaði með að hefja 3. Sept en skoða átti það og fékk ég svar í vikunni á eftir að það hentaði ekki, já viku fyrir! En þegar einar dyr lokast þá bara opnast aðrar ég hef ekki miklar áhyggjur. Og strax í þeirri sömu viku fékk ég þrjá markþjálfasamninga og einn erlendan aðila í mentor markþjálfun 10 tíma sem er ótrúlega spennandi verkefni og ég þarf að undirbúa mig vel. Plús að ég sjálf er í þjálfun hjá SL Group sem tekur mikið á og ég þarf að læra helling. Svo eiginlega voru þetta bara jákvæðar fréttir fyrir mig persónulega en kannski ekki endilega fjárhagslega.


En ein gleðihelgin rann svo í garð með öllu tilheyrandi glimmeri og gúmmulaði, Menningarnótt. Ég gjörsamlega dýrka svona helgar, já ég er félagsvera og finnst gaman að vera í mannamergð. Í ár fékk ég svo heiðurinn á að hitta æskuvinkonurnar, eiga með þeim góðan dag, borða góðan kvöldverð og eiga svo ævintýralegt kvöld, ógleymanlegt og fer beint í minningarbankann.




Lokavinnuvika hjá Akademias rann í garð eftir dásamlega helgi og fullt af markþjálfun. Virkilega skemmtileg vika sem endaði í svakalegu fimmtugsafmæli hjá henni Hörpu vinkonu minni hjá Hoobla.


Mér finnst ég vera algjör forréttingapía, fæ að lifa lífinu til fulls. Að ég fékk að fæðast hér á Íslandi er líka þvílík forréttindi, takk takk takk alheimur fyrir að gefa mér þessa fallegu gjöf sem alls ekki allir eru svo heppnir að fá. Ég á bestu fjölskyldu í heimi og tengdafjölskyldu, ég á gjörsamlega sturlaða vini og er að vinna vinnu sem ég elska svo mest í heimi. Hvernig er hægt að eiga betra líf en þetta. Fyrir hvað er þú þakklát/ur? Æfir þú þig í að þakka fyrir þig? Hvernig og hvenær gerir þú það? Afhverju ætti maður að æfa það að vera þakklátur?



Verið góð við hvort annað og sendið ÁST! Við þurfum á mikilli ást að halda þessa dagana því það er alltof mikið hatur. Hvernig gerir maður það? Jú ég geri það í hugleiðslu og reyni eftir bestu getu að brosa og vera jákvæð þegar ég er út í samfélaginu, læt gott af mér leiða.

En ÞÚ?

25 views0 comments

Recent Posts

See All

תגובות


bottom of page