top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Fjölskyldumánuður og hátíð í bæ!


Þetta var skrítin mánuður, eða hvað fannst þér?

Allt vex og dafnar með árunum ekki satt, alveg eins og fræin sem maður sáir. Mánuðurinn hófst ansi fallega eða á fæðingardegi einkasonarins sem endaði á nærandi samverustund okkar þriggja, litla fjölskyldan mín. Á þessum degi er mikilvægt að fagna vexti þessarar fræjar sem mikið var haft fyrir að sá. Hvorki meira né minna en 19 ár frá því þessi öðlingur kom í heiminn og ég næstum trúi því ekki. Hvernig líður þér með árin öll sem líða hjá?

Svo fóru næstu dagar í markþjálfun og fyrirlestraröð sem ég hafði skráð mig á, mikill innblástur þar í boði.


Hvítasunnuhelgin flaug svo í gegn og annan í hvítasunnu fórum við hjónin á dásamlega tónleika með uppáhalds-tónlistarkonu okkar beggja frá árunum okkar í Noregi henni Lisu Ekdahl, þvílíkur engill sem hún er! Átt þú uppáhalds tónlistarfólk? Og tengist það viðburðum í lífinu þínu? Hvað gerir annarss tónlist fyrir þig? Er það næring eða óhljóð, líklega skiptir það máli hvaða tengund af hljóði þú ert að hlusta á ekki satt? Ég get sagt að t.d flest allur fréttaflutningur er eins og óhljóð í mínum eyrum, það er alltof oft neikvæðar fréttir. Mikið sem mig dreymir um jákvæðan fréttaflutning.


Næsta vika var einnig pökkuð af fyrirlestraröð sem var ansi áhugavert og eins og áður sagt innblástur sem er svo gott fyrir markþjálfahjartað. Þrjár vikur liðnar frá aðgerð í þessari viku og allt gengur vel að ég held og að mati sjúkraþjálfara. Sonurinn fór svo til Krítar með vinum sínum úr MH að djamma og hafa gaman, en það var svo ekkert svakalega gaman að verða lasinn og koma veikur heim. En maður ræður ekki alltaf hvernig hlutirnir þróast, eða hvað? Hvað ætlar þú að gera í sumar sem nærir þig?


Eiginmaðurinn tók svo þátt í hlaupi á Laugarvatni í dásamlegu veðri svona fyrripartinn en við áttum geggjaða stund í Fontana. Hvernig fagnar þú sigrum? Finnst þér sjálfsagt að gera erfiða hluti eða fagnar þú þegar þú klárar eitthvað? Setur þú þér einhver svona markmið sem taka líkamlega á? Hvernig eru þau? Ég set mér bæði líkamleg og andleg í raun.


Áfram hélt fyrirlestra maraþonið eða þriðja vikan og auðvitað markþjálfun alltaf inn á milli, maður þarf nú að vinna eitthvað er það ekki?


Tók nokkra góða fundi sem ég er spennt fyrir að sjá framhaldið með, hvort eitthvað verði úr þessum fundum.


Á sjálfan þjóðhátíðardaginn sem var ansi skrítin dagur fórum við í bæin eins og ávallt. Fólkið mitt frá Noregi, bróðir, frænka og kærasta brósa voru mætt á “klakann” sem mætti eiginlega kalla stundum og þau fengu allar veðurtegundir. Við heimsóttum bæði Kópavog og Reykjavík, löbbuðum um og létum okkur vera kalt og ekki kalt til skiptis, en við erum líklega vön þessu við íslendingarnir. Hvað gerðir þú á okkar fallega þjóðhátíðardag? Fagnar þú yfirleitt einhverju eða finnst þér hátíðarhöld leiðinlegt? Ég hreinlega ELSKA hátíðarhöld og reyni að halda upp á allt mögulegt. Þessi eiginleiki hefur þó dvínað mikið í kóvít og finn að hann er ekki komin ennþá tilbaka, hef áhyggjur. Þegar við bjuggum í Noregi var svo dásamlegt að fagna þeirra þjóðhátíðardegi það er þvílík veisla.


Fermingarveisla litlu/stóru frænku átti sér svo stað og var grenjandi rigning framan af degi en akkúrat á milli 14-17 á meðan veislu stóð í skóginum við Hvaleyrarvatn í fallegu skátaheimili Skátalundi stoppaði rigningin, alveg hreint ótrúlegt. Ég var búin að tala við veðurguðinn og óska eftir þessu og ég var svo glöð að fá þessa ósk. Veðrið hélt svo bara áfram að kólna og vera skrítið, erfitt að gera eitthvað öll saman fjölskyldan úti þar sem mikill vindur og kalt loft var ávallt til staðar. Við þrjóskuðumst við að fara öll saman upp á landið okkar sem er undir Hafnarfjalli og já ég veit að það er annar hvassasti staðurinn á landinu. Þar kveiktum við eld og grilluðum, það var góður dagur saman en hefði líklega verið en betri ef veðrið hefði aðeins spilað með okkur. En já við búum á Íslandi og getum ekki verið of kröfuhörð.

Aðeins átta samtöl næst síðustu vikuna í júní svo það var rólegt, enda heimsókn frá Noregi í forgrunni, sem þýðir fjölskyldusamvera. Fimm vikur frá aðgerð, allt að koma þrátt fyrir verki.


Þar sem Lónsöræfin styttast þá eru stífar æfingar upp á fjall þessa dagana en þá fer hnéð alveg með mig….þetta er stundum pínu flókið þetta líf eða hvað finnst þér? Ef einn verkur kemur og maður reynir að heila hann þá kemur bara næsti. En líkamlegt form er svo dýrmætt og mikilvægt að huga að. Ég á mér þann draum að vera hlaupandi upp á fjöll til allavega sjötugs. Átt þú þér einhver framtíðardraum?

Svo fór fjölskyldan í smá roadtrip í ísköldu veðri en við látum ekkert á okkur fá. Keyrðum fyrst til Hveragerðis þar sem ungviðið ásamt systkynum mínum stukku í fossinn. Og haldið áfram á Hellu til að komast á mjög fallegt og sérstakt kaffihúsið Auðkúlu. Svo var splittað þar sem sumir vildu komast í sund, aðrir héldu áfram til að gista á Vík og skoða þar í kring, sumir í hellaskoðun og aðir tilbaka heim.

Síðasta vikan kom sterk inn í veðri og sex vikur liðnar frá aðgerð. Miðvikudagurinn 29. Júní var algjört meistaraverk fyrir okkur í Reykjavík og krossum við fingur að svona verði framhaldið. Ein vika í loka endurkomu til læknis og brottför í ævintýrið okkar í Lónsöræfum. Átt þú þér eitthvað spennandi ævintýri, ferð þú út úr þægindarramanum? Hvað er að fara út fyrir þægindarramman þinn? Ég finn svo mikinn vöxt þarna fyrir utan að ég get hreinlega ekki sleppt því að fara eins oft út úr rammanum þó öðrum í kringum mig þyki það kannski áskorun. Fyrir mig snýst þetta allt um jafnvægi og að fylla á tankinn. Sjálfsþekking er svo mikilvæg til að vita hvernig maður fyllir á og heldur sér í jafnvægi. Kannt þú vel á þig? og ertu að fara eftir því og halda þér í jafnvægi? Hvernig var annarss Júní hjá þér? Náðir þú þínum markmiðum? Hvernig lítur Júlí út, ertu klár?


Lifið og njótið! Nokkrar viðburðamyndir frá mánuðinum.


58 views0 comments

Comentarios


bottom of page