top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Febrúar pistillinn!

Ha hva búin?


.......bíddu var ekki Febrúar að byrja?


Ég skil ekki alveg hvað er að gerast, hann var að byrja og strax búin??


Já er það ekki stundum svona sem manni líður þegar það er margt skemmtilegt að gerast í lífinu? Allavega get ég staðfest það að mér líður þannig núna að þessi mánuður hafi hreinlega horfið í burtu svo skemmtilegur var hann greinilega. Jú jú hann er líka styttri en aðrir mánuðir á árinu, febrúar er góður mánuður. Akkúrat núna er haglél og í síðustu viku var 8 stiga hita, það er verið að minna man á að vorið er handan við hornið.



Lífið er samt ekkert alltaf dans á rósum er það? Við erum alltaf annað slagið að fá allskonar lífsverkefni og sumum finnst þeir fá miklu erfiðari en aðrir. Það er samt svo frábært að þegar maður kemst á þann stað að getað talað um allskonar erfiðleika sem verkefni og hvað þá þegar maður er komin þangað að þurfa ekki alltaf að vera kenna öðrum um sinn líðan. Það er virkilega góður staður að vera komin á andlega. Það að kenna öðrum um hvernig manni líður er í raun frekar skrítið ef þú spáir í það. Það ert alltaf þú sem ræður því hvernig þér líður í raun og veru. Ég fékk ansi áhugaverða sögu frá góðum vin um daginn til að útskýra í raun hversu fáránlegt þetta er: Kona kemur heim, tilkynnir eiginmanninum sínum að hún hafi farið út að djamma, drukkið aðeins of mikið og haldið frammhjá, alls ekki það sem átti að gerast. Fyrri viðbrögðin væru þannig að eiginmaðurinn verður brjálaður, öskrar á hana, hleypur út og lifir svo í eymd og volæði það sem eftir er af ævinni einn. Eða hann tekur þessu í róglegheitum þakkar henni fyrir að segja sér frá þessu og vera svona hreinskilin, segist ætla út að labba til að hreinsa hugann. Kemur tilbaka ennþá róglegur og biður hana um að setjast niður og ræða við sig um hvað þau í sameiningu myndu vilja gera við þetta erfiða lífsverkefni sem þau standa frammi fyrir, halda áfram þessu hjónabandi eða skilja í góðu. Allir sáttir og lífið heldur áfram? Eins erfitt og það er að heyra svona þá er þetta satt, við berum alltaf ábyrgð á því hvernig okkur líður andlega. Líkamlega getur það orðið stundum flókið ef eitthvað kemur uppá þó svo líkaminn sé að láta þig vita að ekki sé allt í lagi og hvort þú mögulega gætir hugsað betur um hann. Það að kenna öðrum um að manni líði illa er ekki rétt og ef einhver segir eitthvað við þig og þér fannst það vont, segðu það þá við viðkomandi í ró og næði, spurðu hvaðan þetta kom í staðinn fyrir að hrökkva í vörn og leyfa reiðinni að brenna inní þér. Ekki deila reiðinni með einhverjum gerðu eitthvað skynsamlegt við hana einsog fara út að hreyfa þig eða skrifa, já notaðu drifkraftinn sem kemur.




Núna ætlum við að taka vel á móti mars og finna hvað vilt þú fá út úr þeim mánuði. Setur þú þér markmið eða gerir þú þér forgangslista? Það er svo geggjað að eiga stund með sjálfum sér hvort sem það er í einhverri morgunrútínu eða á sunnudagskvöldum þegar vikan er plönuð. Hvenær er "þinn tími" til að skapa og skoða hvert líf þitt er statt og vilt fara. Öll svona vinna/tími er sjálfsvinna og öll sjálfsvinna gefur þér svo mikla sjálfsþekkingu og sjálfsþekking styður svo vel við þína leið. Ástríða mín liggur á bakvið "hver ert þú" því þannig lít ég á að þú getir skapað það sem þú vilt þegar þú veist hver þú ert. Sjálfsþekking er mikilvægasta þekkingin af öllu. Veist þú þín lífsgildi? Það er grunnurinn að allri sjálfsþekkingu. Þetta er hægt að skoða í markþjálfun og í raun algjört lykilatriði í mínum markþjálfatímum. Fyrir hvað stend ég er síðan lykillinn að þinni velgegni, því með því að vita sín gildi munt þú alltaf vita hvernig þú átt að bregðast við í mismunandi aðstæðum. Það verður spennandi að sjá hvað eyjan okkar Ísland ætlar að gefa okkur þennan mánuðinn þar sem hún hrisstist og hrissist, hvað er hún að undirbúa okkur undir? Við skulum samt muna að njóta hverrar sekúndu og ekki hugsa um "hvað ef". Farðu vel með þig þú sem lest þetta og hafðu gaman af lífinu.


Góðan marsmánuð!






49 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page