top of page
Search

Endurnæring Febrúar pistill!

2. Febrúar pistill


Jæja, þá er þessi skemmtilegi ástarmánuður á enda. Hann var tileinkaður “sjálfsást” hjá mér, en þér? Þessa peysu fann ég á Spáni og það stendur "I love me"!


Annars var fyrsti dagur mánaðarins var frekar næs og enginn vinna þann daginn, ekki það að ég hafi ekki viljað það heldur varð hann bara þannig. Þó átti ég nokkra góða fundi sem ég kaus að hafa á þessum degi. Einn þeirra snérist um markþjálfanæringu þar sem við hittumst tvær mjög metnaðarfullar markþjálfagyðjur og spjöllum um allt á milli heima og geima, jú auðvitað tengt markþjálfun. Átt þú svona “nördatal um eitthvað málefni sem þú brennur fyrir” við einhvern sem skilur þig 100%? Svo var það sjúkraþjálfun sem er partur af hverri viku hjá mér og er bæði andlegur og líkamlegur stuðningur að mínu mati. Ég á frábæran sjúkraþjálfara sem er virkilega annt um mig og við deilum allskonar ástríðu okkar og eina eigum við sameiginlega, að ganga á fjöll. Þannig fór fyrsti dagur mánaðarins hjá mér, en þér?


Sem betur fer varð einhver vinna þó í fyrstu vikunni, en maður veit aldrei þar sem maður er í sjálfstæðum rekstri. Allt voru þetta erlendir leiðtogar sem ég fæ í gegnum CoachHub. Þetta er fólk á blússandi leið upp stigan og vilja þjálfa færnina sína sem er svo geggjað að fá að gera, þvílík forréttindi finnst mér. Svo hitti ég jafningjamentorinn minn hjá FKA sem er alveg geggjað ég er líka svo heppinn að hafa einnig mentor. Við hittumst á kaffihúsi og gætum talað saman í margar klukkustundir en reynum að hafa þetta innan klukkutíma ramma. Föstudagarnir hafa aðeins þróast úr “Me time” því þegar kúnni óskar eftir samtali á þessum degi þá er ég farin að samþykkja það, sérstaklega þar sem vikan hefur verið frekar létt, ég ætla að opna fyrir föstudagana á meðan það er rólegt svo að endurskoða það þegar ég er orðin fullbókuð alla daga því þetta er svo mikilvægt að hafa “me time”.

Svo kom þessi fyrsta helgi Febrúar mánaðar, játs og þá byrjaði ég í mínu detox ferðalagi eða eins og ég vill kalla það “núllstillingu”! Gerir þú eitthvað slíkt? Að núllstilla þig á nýju ári? Fyrir mér er þetta lykilatriði að árangri fyrir árið. Ég byrjaði semsagt 5. Febrúar að kúpla út allt annað en grænmeti og helst lífrænt. Að öllu jöfnu hefðum við Gulli verið fyrir vestan á Þorrablóti en það verður að ári vonandi. Mánudaginn þann 7. Febrúar hófst svo djúsavikan sem samanstóð af fimm geggjuðum djúsum frá Kaja Organic á hverjum degi og svo lífrænu epli og fræjum. Þetta voru fimm dagar og fimm djúsar á dag og 25 mismunandi djúsar, enginn eins og aðeins einn þeirra gat ég ekki drukkið, það kalla ég vel gert. En þetta var virkilega auðvelt fannst mér því ég er svo einbeitt í þessu. Það var gott að vera ekki alveg fullbókaður með stór verkefni, því maður er að reyna fara eins vel með sig og hægt er í slíkri viku. Orkan dettur niður fyrir suma en þar sem ég hef gert þetta nú í yfir 10 ár eflist ég og verð orkumikil.


Að venju er Nú Framsýnmenntun á mánudögum þar sem ég markþjálfa tíu nemendur og þennan fyrsta mánudag var brjálað veður svo þetta var gert rafrænt í þetta sinn, við vön því svo það var ekkert mál. Annars fór þessi vika í að skoða möguleika á nýju vinnuhúsnæði þar sem ég sagði upp í Skútuvoginum. Ég var með spennandi hluti í gangi í Sundaborg sem féll niður fyrir sig og varð ekkert úr og varð ég þá að reyna finna ný tækifæri. Hitti mentorinn minn og það er SVO gott að fá pepp frá einhverjum sem er í raun þinn stuðningsaðili og vill allt það besta fyrir þig. Þá kom það til mín allt í einu að hafa samband við Heilsuklasann upp á Höfða því það var búið að benda mér á það. Þar svaraði ungur maður sem einu sinni þjálfaði sonin í frjálsum svo ég kannaðist aðeins við. Við mæltum okkur mót á fimmtudegi, ég fékk að skoða og við ræddum málin. Verð var ekki í hans höndum og óskaði ég eftir því að fá það á hreint áður en ég færi í vetrarfrí í vikunni á eftir. Ég beið og beið, alveg eins og einhver sem er að bíða eftir svari um nýja vinnu, já svo spennt var ég. Föstudagurinn var svo geggjaður með fullan markþjálfa morgunn, yndislegt konuhringjasamtal og svo var dekur það sem eftir var dagsins með nuddi og allskonar dekri. Einnig tók ég STÓRA ákvörðun og bókaði mér flugmiða!!!


Helgin varð svo algjör draumur þar sem ég byrjaði að neyta smá matar, lífrænan og ekkert kjöt, glúten eða sykur. Síðan fór ég geggjað námskeið í “bandvefslosun” hjá yndislegri konu henni Heklu, þvílík ástríða hjá henni. Svo endaði þessi dásamlega helgi með SWEAT með virkilega góðu fólki. Þetta er svo mikið innri ferðalag að fara í svona, svitabað og á svo vel við eftir svona núllstillingar viku. Það má eiginlega segja að ég endurfæðist, loka lotan er einmitt endurfæðing annars eru þetta fjórar lotur, hefur þú prófað þetta? Ég mæli 100% að gera svona einu sinni á ári. Síðan ég hóf þetta ferðalag hef ég ekki haft áhuga á allskonar rusli sem ég hef sett inn fyrir minn munn og borða þegar ég er svöng sem er um tvisvar á dag. En mun hægt og rólega bæta inn fleiri máltíðum og finna hvernig mér líður, þetta er svo góð leið til að finna hvernig maturinn fer í mann sem maður neytir. Ert þú eitthvað að pæla í þessu eða er þetta vitleysa í þínum eyrum? Hvað gerir þú til að rækta góða næringu og hvað er góð næring fyrir þig?


Jæja, svo kom en og aftur ný vika sem er spennandi. Að vana Nú Framsýnmenntun á mánudegi og svo átti í raun að hefjast vetrarfrí hjá mér þar sem ég hafði strokað út í dagbókinni 15-27 Febrúar. Þetta ákvað ég í desember þegar ég var í sjálfsvinnu undirbúningnum fyrir 2022. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en var alltaf að gæla við það að fara í sólina og komast í sjóinn. En já síðasta föstudag bókaði ég semsagt flugmiða til Alicante, með minna en viku fyrirvara. Fékk leigða íbúð hjá vinkonu mömmu og ákvað bara að fara í “sjálfsástar ferð” sem ég sé ekki eftir. Annars var fyrir partur vikunar næs, fékk svar frá Heilsuklasanum sem var að vissu leyti smá sjokk þar sem leigan er á einhverju öðru “leveli” en ég þekki en ákvað þó að slá til og segja JÁ! Það kemur svo í ljós hvað verður en ég gef þessu 6 mánuði og sé hvort þetta sé málið fyrir mig. Maður þarf að fara út fyrir þægindarramman til að læra, allavega geri ég það. En þú?


Fimmtudagurinn 17. Febrúar rann svo upp blíðlega þó síðustu dagar höfðu verið ansi töff fyrir marga og þá veðurlega séð meina ég. Það var kalt en ekki snjóstormur eins og síðustu dagar hafa verið. Það var góð tilfinning að vera fara hlaða sig í sólinni þó það hafi verið skrítið. Gulli keyrði mig og ég var ekki með nein fiðrildi í maganum sem kemur oft þegar ég er að fara ferðast. Ég fann bara að ég ætlaði að TREYSTA og NJÓTA. Tvö af mínum lífsgildum sem ég tók með mér í þetta ferðalag. Flugið var fínt og leið fljótt fannst mér þó rúmlega fjórir tímar. Ég var búin að ákveða að taka flugrútu frá flugvellinum og til Torrevieja sem þýddi að ég þurfti að bíða í tæpa tvo tíma. En á meðan biðin stóð gerðust skemmtilegir hlutir eins og til mín kom maður og bauð mér helmingin af samlokunni sinni. Ég þáði það því ég var svöng og hann var svo almennilegur að ég gat ekki annað, tannlaus og líklega betlari. Það kom yndislegur fundur upp hjá mér sem ég hafði steingleymt, tvær dásamlegur konur á sitt hvorum endanum á hnettinum, það stytti mér stundu og fyrr en varir var ég komin í rútuna og á endastöðin í Torrevieja. Þaðan ætlaði ég svo að taka strætó sem eitthvað fór úrskeiðis en þegar ég ætlaði að fara taka leigubíl kom til mín kona og bauð mér far, sagðist vera fara þangað sem ég hafði verið að útskýra miða konunni að ég ætlaði. Ég TREYSTI og sagði já, fór með henni þessari yndislegu pólsku konu sem sagðist hafa komið hingað fyrir fjórum árum þegar hún skildi við barnsföður sinn og eiginmann til margra ára, til að finna sig. Hún fann sig svo sannarlega og fór ekki tilbaka til Póllands og býr hér núna með nýjum kærasta og nýju lífi. Já, það er til gott fólk og líklega erum við miklu fleiri ef ekki bara 99,99% gott fólk í heiminum! Hvað segir þú, hefur þú einhvern tímann TREYST og gert svona furðulega hluti, að borða eitthvað frá ókunnum og fara upp í bíl með einhverjum sem þú þekktir ekki? Hvað upplifðir þú á meðan, eftir?



Ég ætla ekki að segja Alicante söguna í mörgum orðum. En þvílík endurnæring sem þessi vika var og töfrarnir héldu áfram að gerast. En ég læsti mig úti ójá kæra fólk. Ekki fékk ég örvættingu því ég ætlaði að TREYSTA að þetta myndi leysast. Ég byrjaði að banka á hurðir og eftir tvær hurðir opnaðist ein og á móti mér tók yndisleg bresk kona Maria, og hjá henni var Stephanie í heimsókn. Þær fengu meiri örvæntingu en ég og ætluðu að hringja strax í lásasmið. En Ásta vildi leysa á annan hátt og fá stiga og klifra. Þeim fannst það hræðileg hugmynd en ég fékk mínu framgengt, enda víkingur ekki fyrir neitt! Allt endaði vel og ég boðin í Mimosa, eignaðist tvær dásamlegar vinkonur sem síðan keyrðu mig út á völl, borðum saman, boðin í kvöld heimsókn ofl. Já og eitt gleymdi ég þegar ég læsti mig úti var ég nánast nakin að henda íþróttafötunum í þvottavélina því það er við hliðina á íbúðinni, smá flókið en þetta tókst mér að gera og það á konudeginum…..vel gert Ásta enda hefði ég ekki eignast þessar yndislegu vinkonur. Og viti men ein þeirra sagði vinkonu sinni 91 árs þessa sög sem samdi þetta ljóð um mig!


Open Doors.


Women's Day in Iceland, and one woman that wasn't there,

gone to Spain to catch the sun, she didn't have a care,


Until, one day sunbathing her door shut tight and locked

A delicate situation, found her in the street unfrocked.


Knocking at the doors, at last, two ladies were inside,

asking for some help, too climb two houses on the side.


Maria called a neighbour, did she have a ladder?

"A locked door" she said, there is nothing sadder.


With Maria on directions and Steph, plasters at the ready

Iceland lady climbed the ladder, the worry, was she steady?


Scaling walls and ladders she made it to her land

Safely in her home with her keys safe in her hands


Popped back to new lady friends to share a glass of liqueurs

Says Maria that's a first, "I've had to share my knickers"


Not the usual Woman's Day, but a day you were blessed to share

So thank you ladies, for laughter, I just wished I was there.


The moral of this story, is wherever you find you are,

the Lord will make friendships, so keep you doors adjar.


Di, another woman. Xx


Þessir dagar frá heimkomu hafa verið dásamlegir þó ég hefði alveg getað hugsað mér eina viku í viðbót því að koma úr þessum 18 gráðum í -3 var sjokk.


Ég óska þess heitt að þið hugsið vel um ykkur og gott er að “reflecta” á þessa tvo liðnu mánuði af þessu ári og skoða hvað fór vel og hvað hefði mátt gera en betur. Heilir tíu eftir af 2022 og frekar mikilvægt að lifa hvern dag í meðvitund.


Mars vertu velkomin!


p.s vissir þú hversu mikið ég ELSKA sólargeisla?



78 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page