top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Bless bless 2022....og velkomið 2023!


Yndislegi Desember er á enda og nýtt ár er að lifna við, nýr mánuður Janúar, já þetta er svo geggjað allt saman þessi tími á árinu. Hvernig upplifir þú þennan tíma og áramótin? Ertu með áramótheit, leiðarljós eða markmið fyrir nýtt ár? Og ef slíkt nærðu þeim alltaf? Og þegar þú nærð þeim hvernig fagnar þú? Þetta finnst mér eitt það skemmtilegasta við þennan tíma að rifja upp árið og hvað var gott, taka með inn í það nýja það sem ég vil stækka og leyfa því að vera sem hefur ekki verið að stiðja mig. Ég kemst alveg í gír bara við að skrifa þetta!


Jæja rennum yfir síðasta mánuð. Fyrsti dagur Desember mánaðar einkenndist af vina ást þar sem ég hitti nokkra af þeim þennan dag og átti með þeim góðar stundir. Það er eitthvað við þennan dag sem mér líkar við, en þú, hvað gerðir þú þennan dag? Fyrstu dagar mánaðarins voru rólegir og góðir, jólagleði hjá NÚ, jólamarkaðir og endalaus kósýheit. Ég ELSKA þennan mánuð og gera svona hluti, horfa á öll jólaljósin spretta upp og hreinlega njóta og alls ekki þjóta. Þessi tími hjá mér er ALLS ekki stressandi og ég verð svo leið að heyra að það eru sumir þar. Hvernig er þessi tími hjá þér?



Vikan sem tók við var einnig heldur róleg eins og Desember vill verða í þessari grein minni, margir að hugsa um eitthvað allt annað en sjálfan sig og hvað þá sjálfsþekkingu. Yoga nidra tímarnir eru þó alltaf á miðvikudögum og föstudögum sem ég leiði hjá Heilsuklasanum og heldur mér á tánum. Það voru þó nokkur markþjálfasamtöl og vinnufundir sem verða vonandi að einhverju á nýju ári, já það er allskonar í pípunum. Ekki má gleyma útskriftinni minni úr "Sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsmanna" hjá Akademias þann áttunda, sem var dásamlegur dagur í alla staði. Það er alltaf gaman að ná einhverjum áfanga.


Jólapartýin héldu svo áfram næstu vikuna, jólatónleikar og hreinlega jóla og jólast. Hvað gerir þú í Desember? Um hvað snýst þessi mánuður fyrir þér? Ég ákvað að taka fyrir á hverjum degi inn á Instagram reikningi mínum eitthvað um “sjálfsmildi” og ekki síst fyrir sjálfan mig til að muna að fara vel með mig. Það er svo auðvelt að detta inn í utanaðkomandi stress og læti en ég vil alls ekki fara þangað.



Um miðjan mánuðinn fór nú að verða ennþá rólegra vinnulega séð og líka vegna þess að 13. Desember fór ég í magaspeglun og var þá sá dagur alveg út. Held hreinlega að það hafi bara verið eitt markþjálfunarsamtal þessa vikuna en 2-3 vinnufundir. Jólapartýin héldu áfram og líklega gott að vera ekki líka á fullu í vinnu því maður verður þreyttur á allri þessari félagslegu leikfimi sem svona jólahittingar eru. En svo í lok vikunnar fórum við vestur í dali og voða gott að komast í annað umhverfi. Þá byrjaði líka veðursnjófjörið og allt varð svo jólalegt. Við urðum ekki veðurteppt sem betur fer en við fórum nú samt í smá ævintýraferð niðrí Búðardal, sáum ekki á milli stika vegna veðurs en allt gekk vel. Svo var það líka göngutúrin upp á fjall sem var mikið ævintýri, gott að verða kaldur og blautur, finna fyrir því að maður var að gera eitthvað, hreyfa sig.



Svo kom nú sjálf jólavikan sem var dásamlega kósý, fékk tvö markþjálfasamtöl og tveir nidra tímar en ekki mikið meiri vinna þá vikuna. En jólatónleikar og vinahittingar héldu áfram sem er svo nærandi. Hvað fórst þú á marga jólatónleika? Hvað gera svona tónleikar fyrir þig? Eru einhverjar árlegar hefðir hjá þér í desember? Svo er nú notalegt að vera inni þegar snjóar úti og allt á kafi. Fá sér kakó og kósýheit.




Svo komu jólin í öllu sínu veldi með Þorláksmessu, jóga nidra tíma og árlega bæjarröltið, aðfangadagur geggjað kósý fyrst að hitta stórfjölskylduna (mömmu megin) í Grafarvogskirkjugarðinum, möndlugrauturinn í framhaldi af því og svo litlu frænku mínar í jólabaðið sitt hjá mér, þetta eru SVO geggjaðir dagar finnst mér. Og svo Jóladagurinn þá kemur mín fjölskylda í “jólahangikjötið” (sveppa wellington á mig samt) og erum við tíu manns. Þegar bróðir minn bjó á Íslandi þá vorum við 15 með hans hluta. En fyrst var það góður göngutúr í þó nokkru snjóveðri, það er bara notalegt og gott að koma inn ískaldur, fá sér kakó og kósýheit. Ert þú með “hefðir” í kringum þessa hátíðardaga? Eru þetta góðar hefðir sem þig langar að halda í eða ertu tilbúin að fara búa til þínar eigin hefðir? Til hvers eru hefðir? Fyrir mig er þetta partur af þessum tíma því maður gerir ekki svona á hverjum degi. Eins og annan í jólum þá fórum við í hina tvo kirkjugarðana Hafnafjarðar og Fossvogs. Þá upplifi ég að ég hef ég sýnt virðingum þeim sem fallnir eru frá og ég sakna, þetta er partur af minni jólahefði og finnst fallegt, það hef ég ekki hugsað mér að taka út nokkurn tímann. Þetta er líka partur af iðkun á þakklæti.



Lokavikan á þessu herrans ári einkennist af afar miklum rólegheitum. Eitt markþjálfasamtal sem er það síðasta þetta árið, tveir yoga nidra tímar og þar með er sú vinnuvika búin hjá mér. En jú smá bókhaldsvinna og tölvuvinna eins og skrifa þennan pistil ofl. Fara með frænkurnar í smá búðarheimsóknir, skipta jólagjöfum og skoða áramóta "thing". Það mun koma áramótapistill en það verður eftir 7. Janúar reikna ég með. Þá mun ég deila hvernig ég byrja ármið mitt.


Að lokum þá minni ég á námskeiðið mitt laugardaginn 7. Janúar sem ég held nú sjöunda árið í röð. Það eru laus pláss, skráning hér.

Frekari upplýsingar hér á heimasíðu minni og á facebook hér.


Velkomin!


Bless bless 2022 og vertu velkomið 2023!

Mikið hlakka ég til að byrja skapa nýjar minningar og ævintýri fyrir þig!


34 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page