top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Bleikur Október!

Ég hef að öllum líkindum byrjað öll bloggin mín fyrir Október á svipaðan máta eða eitthvað á þessa leiðina "Ég ELSKA Október" því það er minn mánuður. Dagurinn minn í þessum mánuði er 26 og ég mun segja ykkur seinna hvernig hann leit út því ég er virkilega dugleg að fagna árunum mínum því mér þykir það svo dýrmætt. Hvernig fagnar þú nýju ári í þínu lífi? Er þér það mikilvægt eða ertu duglegri að fagna öðrum í fjölskyldunni. Hversu dýrmætt finnst þér að fá eitt ár í viðbót? Það er ekki sjálfsagður hlutur og maður á að vera þakklátur því að mínu mati allavega. Ég elska líka að skapa samverustundir og mér finnst líka gaman að halda veislur svo ég er kannski heppinn að því leitinu til að þetta liggur í mínu blóði.


Þessi Október mánuður hefur verið vinnulega séð verið frekar rólegur eins og ég vissi að myndi vera, og af því hef ég verið dugleg í að mæta á allskonar viðburði, fara í sjálfboðavinnu og því alls ekki setið auðum höndum "at all"! En fyrsta föstudag þessa mánaðar var sorgar dagur þar sem við fórum í jarðaför ömmu eiginmannsins míns. Það er alltaf sorg að kveðja en hún Inga mín var orðin þreytt og óskaði þess heitt að fá að fara til Hjalta síns svo maður verður líka að hugsa til þess að þetta var það besta sem gat gerst og hún þurfti ekki að þjást lengi heldur. Guð geymi þig elsku Inga mín, byð að heilsa Hjalta. Hvernig syrgir þú? Fer það eftir skyldleika, aldur etc.? Það er einstaklega erfitt að kveðja ungar manneskjur en stundum er lífið bara ekki akkúrat eins og manni langaði til að hafa það eða hvað?

Róleg helgi í alla staði, fékk æskuvinkonurnar í kaffi á sunnudagsmorgunn sem var mega næs og ætti að vera reglulegt hjá okkur. Vika tvö var já róleg líka svona fram að fimmtudag þá eru alltaf markþjálfatímar í Heilsuklasanum og gott að hafa það. En ég byrjaði þó þann daginn á ráðstefnu sem haldin var hjá Advania í tilefni af geiðheilsudeginum, ansi skemmtileg byrjun á degi. Svo tók við svaka busy helgi þar sem ég var aðstoðarmaður á námskeið hjá Dale Carniege, mjög krefjandi helgi eða fös, lau og sun frá kl.8 -18 alla dagana, ég var alveg búin eftir þessa helgi. Hvað nærir þig? Hvað ertu að gera sem lætur þér líða vel? Ertu að skoða orkusugurnar þínar og gefarana? Hvað fær hjartað þitt til að tifa af gleði?

Þriðja vikan var aðeins hressari í vinnu þar sem ég tók nokkra leiðtoga í þjálfun hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum, vinnustofu og svo er Skillsoft Coaching alltaf inn á milli með leiðtogaþjálfun, það ELSKA ég að gera og myndi gera alla daga ef ég fengi að ráða ásamt vinnustofum. Svo átti ég líka frábært kvöld með "systrum" mínum þar sem við fórum í lífsgildavinnu sem ég geri reglulega en þetta var á allt öðru "leveli" og hrikalega gaman, mæli svo sannarlega með að fara í svona sjálfsvinnu fyrir alla. Morguninn eftir fór ég svo í annað sjálfsræktar dæmi þar sem mér var boðið að taka þátt í verkefni sem vinkona mín er að gera í skólanum sínum sem snýr að því að finna sitt "Why" sem er virkilega spennandi, þannig nóg af sjálfsvinnu og rækt í gangi hjá mér þessa dagana. Svo fór ég á konukvöld hjá Dale og nældi mér í aðra sjálfboða vinnu sem aðstoðarkona á námskeiði hjá þeim. Og þar er sko alveg svakalega mikið farið út úr þægindarammanum en ég elska að gera það því þannig vex ég sem mannsekja. Róleg helgi sem ég ELSKA kom svo í kjölfarið! Hvað ert þú að gera til að rækta þig? Hversu mikilvægt finnst þér að fara í sjálfsvinnu? Hvað færðu útúr slíkri vinnu EF þú ert að stunda hana? Færðu einhverja með þér eða ertu ein/n að gera slíkt eða ferðu jafnvel eitthvað til að stunda hana? Hvaða sjálfsvinna hefur gefið þér mest í gegnum lífið?

Svo kom loksins busy vinnuvika en einnig stutt því ég var að fara í afmælisferðina mína sem ég hef beðið eftir síðan í Mars! En helling af leiðtogaþjálfun, markþjálfun og ekki má gleyma aðal dæminu allskonar SPA fyrir mig. Ég fór ég neglur, klippingu, lit og plokk og smá fótsnyrtingu, geri aðrir betur! Föstudagsmorgunn var síðan haldið í afmælisferð til Cardiff í Wales og vinafólk okkar var að fara í óvissuferð þar sem við höfðum planað alla helgina!

Föstudagurinn hófst snemma, vöknuðum klukkan hálf fjögur og náðum í vini okkar. Stutt flug til og áttum við geggjaðan dag í yndislegu veðri þar, fór upp í 17 stig! Dagurinn endaði á síðan á geggjaðri Hrekkjavökuhátíð sem við höfðum fundið út að væri þarna nálægt, aðeins korter frá hótelinu, þvílík upplifun. Svo var vaknað næsta dag eða sofið út fyrst, farið í spa þar og þetta var afmælisdagurin sjálfur!!! Við byrjuðum svo á því að fara út af hótelinu á svakalega flottum stað þar sem við fengum mjög óvanalegan brunch, semsagt eitthvað alveg fyrir mig og ég fékk að ráða því þetta var minn dagur. Svo röltuðum við um bæinn, fórum í ferð um kastalann með leiðsög sem var alveg frábært. Fórum svo heim til að undirbúa ævintýri kvöldsins. Það byrjaði á að við fórum á mjög svo óvanalegan bar/leikhús, að nafni Alcatraz. Þetta var geggjuð upplifun og eitthvað sem ég hef aldrei gert en mæli 100% með. Svo burnuðum við heim til að punta okkur upp, smá glimmer með glimmergallanum, skálað í besta kampavín í heimi og fara á 5 stjörnu Michelin veitingastað sem var gjörsamlega sturlaður. Svo löbbuðum við heim í gegnum mjög litríkan og fjörugan bæ. Sunnudagurinn var svo rólegur og næs þar sem við fórum í spa, skoðum í búðir og enduðum á höfnini sem var æði. Ég mæli SVO með þessari borg!




Lokavikan í Október er ansi fjörug þar sem ég náði að klína ansi miklu á mig og já mest allt sjálfboðavinna sem ég er mjög þakklát fyrir að geta gefið þegar lítið er að gera hjá mér en ég vona nú að það fari að glæðast hjá mér í vinnu. Þú mátt alveg vera minn talsmaður og láta orð um mig berast, það er besta markaðssetningin. Hrekkjavakan var róleg í þetta sinn en hún verður tekin með trompi á laugardaginn þar sem ég mun halda upp á daginn minn með pompi og prakt eins og ég kann svo vel go ELSKA!!



Þar sem ég ELSKA að fara út úr þægindarammanum mínum þá langar mig að deila með ykkur að ég verð með vinnustofu á ensku fyrir Evolvia. Já ég er að stíga vel út fyrir rammann minn. Ef þig langar að vita meira eða bara koma þá finnur þú allt um þetta "festival" hér inn á þessum link.


Það væri gaman að sjá þig!


28 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page