top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Bleiki-hrekkjavökupartýoktóbermánuðurinn!

Jæja elsku besti bleikihrekkjavökupartýoktóbermánuðurinn minn!



TAKK fyrir mig, eins og alltaf hefur þetta verið ansi góður mánuður með miklu húllum hæ. Fyrsti dagur mánaðarins byrjaði með einu slíku þar sem við stór stór fjölskyldan fögnuðum 70 árum frænda míns á góðum veitingastað bæjarins, það er alltaf svo dýrmætt að vera með stórfjölskyldunni og styrkja tengslin. Annarss var fyrsta helgi október mánaðar róleg og góð.


Svo kom hin venjulegi mánudagur í NÚ sem er alltaf hressandi upphaf á vikunni þó reyndar hafi þessi mánudagur verið aðeins öðruvísi þar sem ég hóstaði mikið og fann fyrir þyngslum í lungum og erfitt að anda. Við fengum svo skilaboð frá einni úr hópi fjölskyldunnar seinnipart mánudags að hún hafi greinst með covid og það í annað sinn svo ég var aðeins vör við mig og fór til læknis daginn eftir. Þar var mér sagt að ég væri með barkabólgu og fékk lyf við því, ekkert spennandi upphaf svo sem á elsku mánuðinum mínum. Læknirinn vildi ekki taka neitt covid próf og sagði það ekki skipta neinu máli. Ég átti skemmtilega viku í framhaldi af þessu með allskonar markþjálfa-leiðtoga þjálfun ásamt nokkrum fundum og viðburðum, ég passa alltaf upp á að hafa vikuna með allskonar ívafi. Þegar maður er í sjálfstæðum rekstri er akkúrat sá partur svo mikilvægur. Ég allavega upplifi svolítið oft að vera ein þó ég sé með fólki alla daga, frekar spes en svoleiðis er það bara. Hvernig upplifir þú þitt líf, atvinnulíf? Ertu í eigin rekstri eða vinnur þú á litlum/stórum vinnustað? Hvað gerir þú til að finnast þú tilheyra? Ég held að það sé það sem ég sakna að tilheyra ekki lengur hópi sem er saman á leiðinnni eitthvað, að stefna að einhverju og vinnur þá saman að því markmiði. Kannast þú við þessa tilfinningu? Hvað gerir þú við hana?


Svo þegar liðnir eru nokkrir dagar af mánuðinum þá þarf alltaf að fara aðeins í smá bókhaldsvinnu, tékka hvort reikningar séu greiddir og ég að greiða mína reikninga. Þetta er partur af því að vera í eigin rekstri og gerir mann meðvitaðri um hvernig staðan er. Helgin sem kom var áhugaverð þar sem ég var hálf lasinn en vildi samt aðstoða litlu systur með bás í Hörpunni með Kombucha Iceland á viðburð sem kallaðist “Lifum betur” sem var virkilega skemmtilegur og metnaðarfullur. Ég passaði þó að vera akkúrat á þeim tíma sem enginn hósti var því dagarnir byrjuðu og enduðu á hóstaköstum svo ég gat sem betur fer verið án slíkra og ekki heldur boðlegt þegar verið er að kynna drykk. Annarss önnur heldur róleg helgi sem er SVO gott af og til.


Ég vissi að það var að stefna í svakalega viku og fór vel með mig þessa síðustu tvær helgar. Stór vinnuvika framundan og síðan utanlandsferð í vændum. Þá hlaðast upp verkefni vikunnar á færri daga sem er allt í lagi af og til sérstaklega þegar maður veit að þetta er tímabil. Hvernig undirbýrð þú þig þegar þú veist að það er að detta í álag? Hvernig hugsar þú vel um þig í álaginu? Hvað gerist ef þú hugsar ekki vel um þig? Þegar ég fer yfir sjálfan mig verð ég lasinn sem var líklega það sem gerðist og já alltaf er maður að læra. Það er alltaf hægt að gera betur.

Á fimmtudeginum var síðan brottför til Póllands eftir ansi annasama viku með helling af þjálfun og undirbúning ferðar. Foreldrar mínir voru að bjóða börnum sínum ásamt mökum og barnabörnum að fagna 50 ára gullbrúðkaupsafmælinu þeirra. Ótrúlega skemmtilegt og þar sem Ásta ELSKAR svona fögnuð tók hún sig til og skipulagði allskonar skemmtileg heit á hátíðar kvöldinu þar sem við vorum með sér sal ofl. Allskonar leikir og skemmtileg heit, þvílíkur hlátur. Hláturinn fyrir mig léttir svo mikið á mér þó var það erfitt með mína barkabólgu að hlæja þar sem það kom af stað hóstakasti. Hefur þú spáð í því hvað hlátur gerir þér? Hversu mikið hlærð þú? Er hlátur alla daga, hversu mikið á hverjum degi hlærðu? Ég held ég hlæji alltaf eitthvað á hverjum degi. Það er svo fúlt að hlæja ekki eða mér finnst svo leiðinlegt að hafa alvarleika ég bara get hann ekki eða þá meina ég ekki of mikið. Auðvitað eru aðstæður sem krefjast alvarleika og ekki hláturs en það er gott að grípa í hláturinn. Pólland-Gdansk var geggjað í alla staði, frábært veður og frábær 15 manna hópur sem fjölskylda mín samanstendur af, gæti ekki hafa verið betri, ég finn í mínu hjarta hvað ég er rík kona. Finnur þú þessa tilfinningu?

Svo komum við tilbaka á þriðjudagskvöld seint og vissi ég að miðvikudagurinn yrði mér langur og strangur svo ég undirbjó hann gríðarlega vel, þannig vil ég hafa hlutina til að mér líði vel. Þessi dagur endaði alveg á geggjuðum nótunum með hóp í mentor markþjálfun sem ég býð upp á og þessi nemendur hjá mér eru svo dásamlegir og svo til í vöxt sem ég elska að stiðja við. Ég passa líka upp á sjálfa mig að vaxa með því að stíga út úr þægindarammanum mínum reglulega sem ég gerði svo í þessari sömu viku með því að halda viðburð með siðanefnd ICF sem ég sit í. Þar vorum við með vinnustofu sem var virkilega skemmtilegt. Svo var skemmtilegur dagur hjá starfsmönnum NÚ sem ég fékk að taka þátt í og fórum við í bogfimi. Helgin bauð svo upp á róleg heit nema nei Ásta vildi fara með eiginmanninum sínum í göngu því spáin var svo góð. Þetta var alls ekki góð hugmynd að því leitinu til að hún var erfið á fótinn og lungun mín ekki tilbúin í slíka baráttu. En þvílík fegurð og þvílíkt útsýni, var það þess virði, veit ekki alveg? Á mánudagsmorgunn var svo haustfrí og ég fór til læknis því ég var orðin verri. Já takk, berkjubólga mætt á svæðið og ef ég yrði ekki góð myndi þetta enda með lungabólgu, takk fyrir pent. Ásta var heima þennan dag í rólegheitum. Vikan var svo dásamleg þar sem afmælið mitt mætti á svæðið þrátt fyrir slappleika en ég var komin á pensilín og allt í rétta áttina.


Afmælisdagurinn 26. OKtóber! Já nú rann hann upp sá fertugasti og níundi, sá síðasti sem ég get sagt fjörutíu og eitthvað ára gömul. Alls ekki neina skrítnar tilfinningar við það og ég í raun löngu tilbúin í fimmtugsafmælið. Ég hef verið að spá lengi hvort ég ætli að halda upp á hann með pompi og prakt en það er að koma sterkt til mín að ég ætli ekki að gera það eins og mér líður í dag. Allur fókus næsta árið er á heilsuna mína og ekki að skipuleggja tryllt afmælispartý sem var byrjað að krauma í mér. Ég var komin með þá hugmynd að leigja hótel, hafa Agatha Christie

þema þar sem já svona eins og "Death on the Nile" sem ég myndi eitthvað breyta nafninu, það hefur mig dreymt lengi um að gera. EN kannski þegar ég verð 51 árs, hvur veit?


En í ár hélt ég þó mitt árlega hrekkjavökupartý sem er svo geggjað og mest í raun tenging við mitt innra barn með mínum uppáhalds frænkum sem er stór partur af þessu. Að undirbúa slíkt partý er bara geggjað með þeim. Langar aldrei að hætta gera þetta með þeim það er svo gaman. Fagnar þú hrekkjavöku? Afhverju eða afhverju ekki?

Hvað gerir ÞÚ kæri lesandi til að halda í barnið þitt og leika við það? Hvað vekur barnið í þér? Mér þykir svo mikilvægt að rækta Ástu litlu og gera dagamun með búningum og skrítnum veitingum, það er bara eitthvað svo yndislegt. Ef maður brýtur ekki upp hversdagsleikann hvað er þá það sem drífur mann áfram alla daga? Fyrir mig er það mikilvægt að brjóta upp og hafa gaman, fíflast svolítið og leyfa Ástu að leika sér.



Að lokum langar mig að deila með ykkur þessu:

  • Viðburður sem ég mun segja frá skólamarkþjálfun minni, sjá meira hér.

  • Ég bíð upp á ókeypis kynningartíma og þú getur bókað hér.


14 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page