top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Apríl gabb


Apríl finnst mér alltaf frekar skrítin mánuður, svona mislengi að líða. Stundum langur og stundum stuttur. Hvað finnst þér? Kannski fer það eftir því hvernig páskarnir raðast þarna inn. Í ár var hann frekar stuttur því það var svo margt skemmtilegt að gerast, þá líður tíminn hratt. Hvernig var þinn Apríl?


Fyrsti dagurinn er alltaf stór hjá okkur eiginmanninum þar sem hann á þann dag. Mig langaði að fljúgja með hann norður á Kabarett sýninguna en tók hann í staðinn í Reykjarvíkur menningarferð sem var alveg geggjuð. Við tókum strætó niður að Hörpu um ellefu leytið eftir rólegan og góðan laugardagsmorgunn og Úlfarsfellsgöngu. Í Hörpunni fórum við í geggjaðan brunch á Hnoss og nutum okkar í botn. Svo röltum við yfir í “nýja” miðbæjar feelinginn sem liggur að Hörpunni, fórum þar í búðarráp, skoðuðum allar búðir, löbbuðum í gegnum Kolaportið og að Listasafni Reykjavíkur þar sem við fengum leiðsögn um nýju sýninguna þar og svo var svona bókamessa í gangi. Eyddum góðum tíma þar enda alltaf áhugavert að skoða myndlistasýningar, fengum meira að segja að spreyta okkur á listsköpun. Finnst þér gaman að vera menningarleg/ur? hvað gerir þú helst? Þaðan fórum við í kokteilasmökkun á Gaia því það var “kokteilahelgi” í Reykjavík, alveg geggjað flott. Svo röltuðum við alla leið út á Granda á næstu sýningu með smá búðarstoppi á leiðinni. Það var Kling og Bang, alveg svakalega flott og öðruvísi sýning, mæli svo með. Hvað gerir þú í menningarferð um Reykjavík? Hefur þú farið í slíka ferð? Svo röltum við aftur tilbaka og stoppuðum á Slippbarnum í “happy”. Svo vissi eiginmaðurinn ekki að góðir vinir okkur mundu birtast þar. Sátum þar og áttum gott spjall, röltuðum svo í flottu mathöllina á Hafnartorgi þar sem við fengum okkur öll það sem hver og einn langaði í, reyndar vorum við ennþá södd eftir brönchinn svo það var geggjað að geta fengið sér smá snarl. Svo var rölt á nýjasta og flottasta hótel Reykjavíkur “The Parlament” sem er bara geggjað, þar voru smakkaðir nokkrir kokteilar. Svo þurftum við nánast að hlaupa þaðan og á Þjóðleikshúskjallarann til að fara á uppistand hjá Improv Iceland. Jimin eini hvað við hlóum mikið, þetta var bara yndislegt með bæði reyndum og óreyndum leikurum. Svo enduðum við heima í kósý með vinum okkar í einn drykk áður en var laggst á koddann eftir dásamlegan dag að sögn bóndans sem vissi ekki neitt um dagskránna.

Gerir þú svona “óvæntan” dag stundum? Við hjónin ELSKUM að gera slíkt fyrir hvort annað. Bóndinn fattaði það fyrir ansi mörgum árum að það er eitthvað “thing” hjá mér bæði að upplifa slíkt og plana….ELSKA það! En þú?


Svo voru nánast páskarnir mættir með þriggja daga vinnuviku sem voru virkilega góðir dagar þar sem ég fékk líka skemmtilega þjálfun, segi meira frá því síðar. Börn bróðir míns frá Noregi voru mætt til landsins svo við vorum að njóta með þeim. 

Svo kom RISA stór dagur þann 6. Apríl já ekki bara skírdagur því þennan dag fórum við eiginmaðurinn í jöklagöngu á Snæfellsjökul. Þetta var eitt af því erfiðasta sem ég hef gert, reyndar spilaði þarna inn í að ég var ekki alveg fullfrísk í maganum og orkuminni, finnst reyndar ótrúlegt að hafa náð að gera þetta því gangan er bara upp upp upp allan tímann og ekkert smá bratt sko. Þetta var algjört æði þó var vont veður og ekkert skyggn sem þýðir að við þurfum víst að gera þetta aftur….hefur þú gert eitthvað svona? Hvað gaf það þér? Ég allavega óx ansi mikið í þrautsegjunni minni sem ég veit ekki alveg hvort var nauðsynlegt en jú alltaf gott að vaxa.

Næstu dagar voru einkennandi í að njóta og slappa af, borða góðan mat með fjölskyldunni. Á laugardeginum voru “pre” páskar því krakkarnir frá Noregi flugu heim á páskadaginn sjálfann. Svo það var skemmtilegt að taka tvo páskadaga. Á annan í páskum hóf ég mína “hreinsun” sem ég reyni að taka allt að fjórum sinnum á ári.


Svona hreinsun snýst í kringum að allt sé hreint sem ég set ofan í mig og á mig helst líka, eins og öll efni. Ég tók mest megnis dagana í djús en stundum bjó ég til eitthvað gott og hreint. Svona hreinsanir enda yfirleitt alltaf á einhverju góðu “gufu” hreinsunnar athöfn. Stundum kemst ég í SWEAT sem ég ELSKA og náði að gera það í þetta sinn.

Tími ferminga er núna og kemst ég sumar ekki allar en mér þykja þær venjulega skemmtilegar því maður hittir sína ættingja sem maður oft hittir ekki nema á slíkum tyllidögum svo ég geri mitt besta til að komast.


Þá er Apríl hálfnaður og sólin farin að kíkja aðeins á okkur. Ég hreinlega ELSKA þennan tíma á árinu næstum því eins mikið og haustin. Þessi miðju viku er skemmtileg þar sem einn skemmtilegur dagur kemur upp “sumardagurinn fyrsti”! Við erum svo frábært og bjartsýn hér á Íslandi sem ég gjörsamlega ELSKA líka. Við gefum meira að segja frá á þessum degi. Gefum börnum sumargjafir og jafnvel klæðum okkur upp í sumarföt og kaupum ís. Þetta er svo geggjað. Fullt af markþjálfun þessa vikuna smá dekur og svo brunað í sveitina á menningarhátíð í Búðardal, Jörfagleði. Yndilsleg helgi með fullt af skemmtilegu og fullt fullt að leika.


Svo allt í einu síðasta vikan í Apríl var líka mjög fljót að líða þar sem svo margt skemmtilegt og allskonar viðburðir í gangi svo tíminn flýgur áfram. Mjög margt tengt markþjálfun þessir viðburðir sem er svo geggjað. Tími aðalfunda líka að renna í garð, svo mikill vöxtur í gangi. Svo var að ganga í garð líka skemmtileg helgi sem ég get lítið sagt frá að svo stöddu því bloggið kemur út á mánudaginn þegar ég verð ennþá stödd í þessari helgarferð til Kaupmannahafnar svo það kemur í næsta bloggi sú ferð.

En lokaspretturinn á þessum fallega mánuði endar með snemma að sofa til að fara í eldsnemmt flug til Danmerkur, árshátíð hjá vinnustað eigimannsins. Mikið sem ég hlakka til þar sem sumarið er komið vonandi lengra en á Íslandi. Ég sá myndir frá fólki sem var þar um síðustu helgi og það var hlýrra, svo er bara vindurinn ekki eins kaldur og hér á landi.


Farið vel með ykkur og leyfið nú sumrinu að koma alveg inn í æðarnar.


Ef þig langar að koma í “sumar” markþjálfun þá endilega heyrðu í mér, geggjaður tími til að rækta sjálfan sig eins og gróðurinn í garðinum gerir. Hvernig ertu að rækta þig?

Þú getur bókað hér kynningartíma.28 views0 comments

Comments


bottom of page