Þessi Nóvember þaut eins og vindurinn, ekki af því það var svona mikið að gera heldur var hann bara svo ljúfur eitthvað. Hvað finnst þér? Hvað einkenndi þennan mánuð fyrir þig? Kannski sem var áhugavert og lærdómsríkt fyrir mig var að vera aðstoðamanneskja á Dale Carniege námskeiði svona 6 vikna það var áskorun og gefandi um leið. Jú og auðvitað að vera með viðburð það tekur alltaf á, viðburðurinn og vinnustofan hét "Presence and the power of Silence" sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það gekk ótrúlega vel og ég fór vel yfir tímann minn, svo mig langar mikið til að bæta mig þar, vera skilvirkari.
Fyrsti dagurinn var voða næs, lítið bókaður og gott því stór helgi framundan, hrekkjavöku-afmælispartýið mitt. Og kannski skemmtilegast að segja mitt og frænkna minn því ég fæ þær með mér í að skipuleggja, græja og gera. Þetta er okkar sameiginlega ástríða svo ég næ að tengjast þeim vel í gegnum þetta, elska það. Hvaða augum lítur þú á þennan tíma? Mér þykir þetta líka lyfta upp þessum annarss dimma mánuði, að sjá grasker, fígúrúr og köngulær! En allavega þá var vaknað snemma þennan laugardagsmorgunn því allskonar þurfti að gerast, skreyta og gera veitingarnar klárar. Ég læt myndirna tala sínu máli:
Eins og sést á þessum myndum þá kunnum við frænkurnar að halda hrekkjavökupartý, we LOVE IT!
Svo tók við nokkuð vel bókuð vika sem var gott, það er gott að fara stundum í smá action en það má ekki vera of mikið, kann það alltof vel nefnilega og vil ekki fara í kulnun, var komin ansi langt í það ástand fyrir kannski ári síðan.
Afmælin héldu áfram að streyma þar sem þessar elsku frænkur mínar eru líka sporðdrekar eins og ég og voru endalaus boð framundan. En átti samt góða lestrar helgi þarna aðra helgina í nóvember, náði að klára lesa bók sem ég hef lengi ætlað að ná að gera. En lesblindan mín er á þeim stað að ég get lesið og lesið en man ekkert hvað ég er að lesa, frekar leiðinlegt því mig langar að lesa svo margt.
Vikan sem kom var alveg ágætlega bókuð en eins og ég segi stundum að þrátt fyrir að hún sé vel bókuð þarf það ekki allt að vera "greidd" vinna sem ég er að gera, ég er líka dugleg að sækja mér viðburði og hitta fólk, þetta var bland af bæði þessa vikuna. En svo tók við ansi busy helgi þar sem "Coaching Festival" var og við Matti með fyrirlestur og vinnustofu saman. Þetta var virkilega nærandi helgi þrátt fyrir að vera í raun alltof löng fyrir mína parta en alltaf gott að næra sig í kringum markþjálfa. Ég passa mig auðvitað að hreyfa mig alla daga og Úlfarsfellið fékk heimsókn mín og Rögnu syss í ofsaroki, það var sko hressandi.
Ég ætla að leyfa myndum að tala!
Lokavikan var allskonar og sem betur fer eru fimmtudagarnir alltaf fullbókaðir hjá mér en þá er ég í Heilsuklasanum með kúnnana mína, mjög margir eru frá Virk sem er gefandi að stiðja við. Svo var helgin teki í allskonar jólajóla, þessi tími ársins er svo fallegur og kaldur líka. En jólatónleikar, jólabæjarrölt og jólaljósin. Ég nenni nú ekki að tala um að þessi helgi hafi verið líka um eitthvað annað, jú kosningar. Því miður þá hef ég bara svo takmarkaðan áhuga á stjórnmálum og segi bara "takk fyrir að nenna þessu" til allra sem eru að bjóða sig fram því þessi störf eða að vera á þingi er ekkert grín.
Þetta var styttri grein en venjulega en það er allt í góðu lagi, þá má alveg.
Vilt þú vera með mér 4. Janúar á ÉG 2025?
Comments