top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

ÁrslokNú árið er á enda og nýtt að hefjast. Ég er bara alls ekki að trúa því að þetta ár sé á enda? Það hlýtur að hafa verið viðburðaríkt og skemmtilegt þar sem það fór ansi hratt yfir, eða hvað haldið þið? Hvernig var árið ykkar? Fór það eins og til stóð eða? Hefði mátt sleppa einhverju? Og settir þú þér einhver markmið? Og annað náðir þú þeim? Gefur þú þér tíma til að skoða þetta allt saman?


Annars ætla ég að byrja á að renna yfir Desember mánuð svo ég loki nú hringnum. Sem hófst ansi hressilega og skemmtilega af stað. Það var föstudagur og allskonar á boðstólnum þann daginn eins og tannsi, jólalunch, tvö systrasamtök og já en eina óvissuferðin í boði eiginmannsins. Hann kemur mér stöðugt á óvart þessi elska. Svo þessi dagur endaði með trylltu NOVA reunion, jimin eini hvað þetta var gaman og ég vissi ekkert af þessu.

Helgin var svolítil jólaleg með heimsókn á jólamarkaði og kósýheitum. Svo tók við busy og skemmtileg vika með tveimur pökkuðum fyrstu dögum vikunnar og svo stakk ég af til Bristol í jólaferð á vegum SL Group, fyrirtæki sem ég er að vinna hjá, Strategic Leadership Group heitir það. Þetta voru vinnustofur og tengslamyndun, alveg dásamlegt í alla staði þrátt fyrir mikla rigningu. Kom svo heim á laugardegi þar sem tók við yndisleg fjölskyldu jólahelgi.Önnur vikan var skemmtilega fullbókuð og stressandi smá þar sem ég var að fara halda námskeið sem var ekki mitt efni og finnst mér það stundum vera smá stress. En ég veit ekki hvenær ég ætla að stoppa þessu stressi því ég afhendi frá mér góða vinnustofu og lauk mínu verki vel. Föstudagurinn var allskonar leiðtogaþjálfun, doksi, markþjálfun og jóladinner hjá foreldrunum þar sem þau stungu af yfir jólin. Svo eitt af því dýrmætasta sem ég á “æskuvinkonur” mínar hitti ég á laugardeginum, þar sem við áttum geggjaðan dag sem hófst niðrí bæ á jólarölti og endaði svo heima á Rauðalæknum þar sem eiginmennirnir mættu líka með mat og drykki. Sunnudagurinn var svo kósýheit. Gerðir þú eitthvað jólalegt í desember? Eru hefðir hjá þér? Hvaða hefðir eru?
Þriðja vikan byrjaði skemmtilega þar sem ég hef sagt já við 60% verkefni hjá Akademias sem ráðgjafi fræðslustjóra og er virkilega spennandi.  Ég tók hjá þeim nám sem styður þetta hlutverk svo vel. Svo vikan hófst með leiðtogaþjálfun fyrir hádegi út í bæ og eftir hádegið heimsótti ég “nýja” vinnustaðinn minn. Annars voru næstu tveir dagar rólegir sem var ferlega gott því ég fór í bakinu 20. Desember! En fimmtudagurinn var þó alveg vel bókaður en eins og gerist svo oft að þegar manni langar til að afbóka vegna veikinda þá gerist eitthvað og kúnarnir þurfa að breyta etc. svo var gott að eiga föstudaginn í algjöra “recovery”. Árlegi kirkjugarða hringurinn var á sínum stað á þorláksmessu en fyrir það fór ég á spítalann og heimsótti æskuvinkonu mína sem sat yfir föður sínum sem kvaddi svo þennan heim á jólanótt sem voru erfiðar tilfinningar á þessum tíma árs, svo var jú þorláksmessu röltið, sem gekk alveg ágætlega þrátt fyrir bakverki. Svo kom dásamlegi aðfangadagur, ég ELSKA þennan dag. Þetta er svo mikið CHILL dagur. Fæ allar frænkur mínar þrjár í dekur og búbblubað. Við borðum, böðum okkur og puntum okkur. Svo var það skrítna við daginn að við fórum svo heim til foreldra minna sem voru ekki heima og borðuðum þar því systir mín býr þar rétt um jólinn því þau leigðu út sína íbúð….ferlega skondið. Jóladagur komu þau svo til mín í jólabrunch, spil og kósý. En svo gerðum við eitt sem við höfum ekki gert lengi, við brunuðum vestur í dali á Fellsenda til Ernu tengdó. Þar tók við annað kósýheit og svo kvöldverður með hele familien, alltaf voða gaman. Daginn eftir var svo brunað með sonin ekki svo langt í burtu í bústað til kærustunnar, sem var mega næs. Geggjaður bústaður sem hún var með sinni fjölskyldu og algjör jólaland. Þá var haldið aftur heim á Rauðalækinn og komin annar í jólum og vinna daginn eftir “fyrir suma” ;-)
Loka vikann var stutt vinnuvika fyrir flesta og ég sjálf vann ekki mikið en þó er alltaf nóg að gera hjá sjálfstætt starfandi aðilum svo í raun er maður sjaldan í fríi. Fengum góða vini í mat 29. Desember og svo var laugardagurinn alveg massa chill og kósý þó gerði ég virkilega flotta sjálfsvinnu. Ég fór með systur minni í “Rjúkandi fargufu” og áður en við fórum tókum við smá kakó seremóníu og drógum tarrot spil. Svo fórum við í gufuna sem virkar þannig að þrjú lög eru spiluð, allskonar dropar settir á heitu steinana, þetta eru svona seremóníur sem enda svo á sjósundi eða allavega gerði ég það, þetta er gert þrisvar sinnum, alveg meiriháttar leið að skila þessu ári og fagna því nýja. Eftir að ég kom heim þá hélt ég áfram, skrifaði í bækurnar mínar og leyfði öllu að vera í flæði. Sunnudagurinn og síðasti dagur ársins er alltaf mega næs og breyttum við aðeins til í ár hefðunum þar sem foreldrar mínir voru komnir heim frá Noregi að allir komu til mín í möndlugraut og smá hádegissnarl. Opnaðir pakkar sem komu með þeim og því önnur jól í raun! Svo voru frænkur mínar eftir í svipuðu dekri og á aðfangadag. ELSKA þennan dag. Finn hvað ég er meir, þakklát og glöð! Ég er svo heppinn og hamingjusöm með þetta líf. Hvernig líður þér í dag?
Stuttur áramóta pistill!


Já, þá árið er liðið í aldana skaut, var það ekki þannig eða? Ji hvað þetta hefur verið skemmtilegt ár, árið sem ég varð fimmtug! Það voru svo ótrúlega margar utanlandsferðir, óvissuferðir og já bara gleði út í eitt! Þvílíkt skemmtilegt að hafa náð þeim skemmtilega aldri hálfrar aldar.


Mig langar ekkert til að vera fara yfir hvern mánuð þar sem ég hef gert það svo svakalega samviskusamlega fyrsta hvers mánaðar (næstum því) og því skilað góðu ársverki þar finnst mér? En svona heilt yfir þá líður mér eins og ég hafi afrekað mikið þó heilsan mín sé ekki alveg upp á tíu. Mun 2024 fá ein meiri part af þeirri vinnu þrátt fyrir að ég gefi heilsunni stóra part alltaf þá er eitthvað sem vantar upp á til að komast þangað sem mig langar.


MIg langar að lifa heilbrigðu lífi, getað hlaupið á fjöllinn mín og stundað þá hreyfingu sem ég elska eins og jóga. Setið á gólfinu og risið upp á verkja og fleiri svona atvika sem ég fæ á tilfinningunni að ég sé 250 ára gömul, sem er ömurlegt niðurrif. En ég veit þetta mun koma því ég ÆTLA að ná líkamanum mínum góðum, ég SKAL! Annarss, hvar ert þú á þessum tíma árs? Ertu að setja þér ársmarkmið, skoða hvað gerðist á árinu og hvað þú vilt inn í það nýja? Ég ELSKA þennan tíma SVO mikið, skipuleggja, plana og sjá hvað er framundan, það gleður mig svo mikið. Eiginmaðurinn fær mikla athygli á nýju ári þar sem hann mun ná sínum fimm tug. Og svo er það STÓRI draumurinn að fara rætast!! Við ætum til Perú, að ganga á Machu Pichu og þá er nú eins gott að vera komin í gott form!!


Jæja, held þetta sé gott í bili hjá mér, verður liklega nóg að segja frá í næsta Janúar bloggi! Farið vel með ykkur ávallt, þú ert það dýrmætasta sem er til og þú þarft að passa þig, þannig ert þú betri stödd/staddur fyrir aðra. Það er gott að gefa en líka gott að þiggja.


Gleðilegt nýtt ár!


Minni á laus pláss!22 views0 comments

Comments


bottom of page