top of page
Search
  • Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Áramótapistill 2020!



Þá er þetta ár næstum liðið og sumir myndu segja hjúkkit eða mikið var!


Þvílíkt og annað eins ár, og ég hef líklega einsog margir myndu segja ekki upplifað annað eins. Það einkenndist af ansi mörgu einsog: nýjungum - hreinleika - uppgjöf - upprisu - hræðslu - ótta - gleði - uppfærslu - tækni - tækifærum - lærdómi - sköpun - uppfinningum - jákvæðni og neikvæðni - sorg - hamingju og ég gæti endalaust talið upp sem þetta ár hefur gefið mér. Kannski eru þetta hlutir sem að öll ár bjóða uppá en maður kannski tekur ekki svo mikið eftir þeim einsog þetta ár gerði 2020?


En hvað lærði ég meira og hvað vill ég nýta mér frá þessu örlagaríka ári? Jú það sem kemur ofarlega í huga minn er "aðlögunarhæfni" að geta lagað sig að þeim aðstæðum sem skapast á örstuttum tíma og einnig "samstaða" hversu allir standa saman þegar svona heimsfaraldur rís upp. Það er alveg magnað að finna samvinnuna hjá mannkyninu og þetta myndi ég vilja sjá ennþá meira af þegar ekkert slíkt bjátar á, en einhverntíma slíkur tími til? Hvernig er hægt að halda í þennan stórfenglega kraft okkar til að takast á við það sem er að gerast alla daga einsog hungur og valdabarátta? Einn risa stór lærdómur eða það sem ég hef tekið eftir á þessu ári, er hversu gott það er að vera með mér, ég er bara alveg stórkostleg manneskja, skemmtileg og skapandi. Ég hef þurft að líta inná við ansi oft og þurft að spyrja mig spurninga einsog "afhverju líður mér svona núna" og "hvað ætla ég að gera við þessa tilfinningu"? er hún að hjálpa mér eitthvað eða er þetta niðurrif og ef það síðara nenda þá er ekkert annað í stöðunni en að kasta henni í burtu. Ég vil miklu fremur vinna með uppbyggingu og vöxt en niðurrif, hvað með þig?


Árið hófst dásamlega á hinu árlega sjálfsræktarnámskeið mínu ÉG 2020 sem sló í gegn einsog alltaf og fylltust þrjár dagsetningar strax ásamt því að fara norður á Akureyri með eitt slíkt. Ég hélt áfram með aðhanna sjálfsræktarnámskeið út allt árið, næst kom klippimyndanámskeið "Draumsýn ÞÍN 2020" svo skall á eitthvað dálítið sem kallast Covid og þá henti ég í hómarkþjálfun á netinu sem kallaðist "Djúphugleiðsluhópmarkþjálfun". Því næst kom "Vellíðunarverkfærin ÞÍN". Þetta eru allt námskeið sem ég hef skapað á þessu ári auk námskeiðs sem ég bjó til handa skjólstæðingum Virk sem ég nefndi "Virkjum Kraftinn" sem hefur svo sannarlega slegið í gegn.


Ég var með aðstöðu í Grafarvogskirkju þangað til í mars og fluttist þá í Lágmúlann. Þá hófst í raun mikið innra ferðalag með MÉR. Ég fór að hugsa hvað mig langaði til að gera því allt fór í stopp á þessum tíma þar sem heimsfaraldurinn var að hefjast. Sem leiðbeinandi í markþjálfanámi Evolvia þá stóðu allskonar áskoranir frammi fyrir í þeim hluta, ásamt því að viðskiptavinir mínir voru smeikir við að koma í samtal og í raun stoppaði heimurinn í smástund.


Ég þurfti að taka stóra ákvörðun að mér fannst sem snérist um hvað væri rétt að gera, sem var að fara erlendis í "dekurferð" sem eiginmaðurinn hafði undirbúið mér að algjöru óvæntu. Og finnst mér sú ákvörðun lýsa mér að miklu leiti þar sem við tókum "sjénsinn" á að fara af landi brott fimmtudaginn 12. Mars. Þá var óvíst með hvað myndi gerast þegar við kæmum tilbaka, yrði eitthvað sem varð mjög algengt orð á árninu"sóttkví"? En við fórum og áttum dásamlega helgi í Belfast, náðum að komast heim korter áður en sóttkví hófst. Stundum þarf maður bara að stökkvar frekar en hrökkva, taka áhættu sem hefur einkennt síðustu 6 ár hjá mér. Leyfa hjartanu að ráða för.


Ég bauð uppá hugleiðingar "live" á facebook sem var í yoga nidra takti. Einsog flestir íslendingar fórum við hjónin í framkvæmdir á heimilinu, skiptum um gólfefni og umturnuðu stofunni ásamt breytingum á klósetti og eldhúsi. Allskonar innalandsferðalög og gönguferðir voru með í þessu ári og ætlum við að auka við það á nýju ári því það er næringin okkar. Að klífa fjöll er mikið kikk og kemur sigurtilfinning stekrt til mín þar og ætla ég að halda áfram þeirri braut, ásamt því að auka við hlaupin. Hvernig er þín sigurtilfinning? Og hvernig fagnar þú henni?



Svo tók við haustið og flestir héldu að nú værum við sloppinn! En nei ekki var það nú svo gott. Ég fluttist í annað húsnæði með "Hver er ég - Markþjálfun" og hóf samstarf með Dagný Bolladóttir saman sköpuðum Telos - Mannrækt og Markþjálfun. Þar hefur hlaðvarp farið af stað sem er orðin stór ástríða okkar beggja. Svo hefur annað verkefni átt hug minn síðan í mars en þá fórum við þrjár fallegar sálir að stinga saman nefjum eftir að ein þeirra hafði samband við okkur og bauð okkur á "a thousand dollar" virði námskeið fyrir markþjálfa. Þar lærðum við "positive intelligence" sem er áhugaverð nálgun á núveru/meðvitund. Útfrá þessu fæddist "A gift for lifetime" verkefnið okkar sem snýst um að skapa vettvang fyrir ungar konur í leiðtogahlutverkum útum allan heim. Við erum í þremur löndum Caroline í Hollandi, Kristín í Curusao og ég hér, löngunin var að skapa saman eitthvað alþjóðlegt. Einsog þið heyrið þá situr maður ekki auðum höndum þessa dagana og lífið heldur áfram þrátt fyrir ýmsar áskoranir. Ég geri svo alltaf í hverjum mánuði eitthvað skemmtilegt með Matildi hjá Evolvia, okkur þykir gaman að leika saman.


Undur himinsins hefur átt alla mína athygli síðustu mánuði og hefur mikið vera að gerast þar. Bara í síðustu viku var stórfengileg glitský á himni sem margir voru að tapa sér yfir, þvílík fegurð sem ég sjálf hef aldrei upplifað áður, en þú?


Um leið og ég óska ykkur alls hins besta á nýju ári vil ég minna á að muna eftir þakklætinu. Fyrir mig þýðir það til dæmis núna, að vera þakklát fyrir það eitt að búa á Íslandi eru forréttindi, að geta hreyft líkamann, að vera heilsuhraust, að eiga stuðnings- og skilningsríka fjölskyldu og vini, að getað keypt í matinn, að vinna við ástríðuna, að vera búin að uppgötva hver minn tilgangur er akkúrat núna og elska mig einsog ég er.


Gleðilegt nýtt ár!








24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page