
Þá er þessum dásamlega fallega mánuði að ljúka og haustið að stíga inn hægt og rólega.
Mánuðurinn hófst eins og venjulega á verslunnarmannahelginni eða svona næstum því, sem var í alla staði án efa sú skrítnasta sem ég hef upplifað á ævinni. Við hjóninn ætluðum eins og síðustu ár að vera hjá vinafólki okkar í eyjunni fögru Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Í annað sinn komumst við ekki og maður fann mikila vonbrigði koma í hjartað. Við horfðum á brekkusönginn í sjónvarpinu sem var ansi skrítin tilfinning en þó falleg. Nokkrir skrítnir atburðir gerðust einnig þessa helgi og verða ógleymanlegir í hjarta mínu, say no more! Fjölskyldusamvera, fjallganga, sjósund, ísbíltúr og stelpukvöld var hluti viðburða þessa mánaðar.
Áfram heldur endurmenntun mín og er þetta annar mánuðurinn án greiddra verkefni sem er mikil áskorun fyrir mig og þarf ég stöðugt að beina huganum að því hversu mikilvæg endurmenntunarvegferðin mín er, svo maður hreinlega glati ekki glórunni. Ég hef frábæran snilling með mér í þessu lærdómsferðalagi hann Matta Ósvald sem ég hef kennt markþjálfun með síðustu ár. Við höfum líka virkilega metnaðarfullan mentor markþjálfun í Indlandi, hún er stórkostleg verð ég að segja, vá hvað ég er að læra mikil. Það er svo gott að hafa lærdómsfélaga í svona vegferð maður lærir svo miklu meira upplifi ég allavega.
Svo inn á milli þarf maður að taka sér frí og fjölskyldan fékk mikið pláss, við brunuðum aðeins um vesturlandið, báðar ættir fengu pláss eða minn hluti og eigimannsins. Það er SVO mikilvægt að rækta sambandið við fjölskylduna því það eru ræturnar. Ég hélt áfram þessu verkefni í lok mánaðarins þar sem heljarinnar vestfjarðarferð var farinn. Við heimsóttum Patreksfjörð, Tálknafjörð, Ísafjörð og Þingeyri ásamt allskonar öðrum perlum inn á milli.
Svo skellti ég mér á námskeið hjá Endurmenntun HÍ þar sem það voru í boði svo mörg námskeið sem voru stutt af ríkisstjórninni með fjármagni svo þau voru nánast gefins. Ég tók einnig námskeið í Háskólanum í Reykjavík, það gefur manni svo mikið að fara og ekki sitja alltaf heima í tölvunni sem hefur einkennt mína vinnu síðan Covid hófst. Að fara út og hitta fólk gefur mér svo sannarlega mikið þar sem ég hef alltaf verið mikil félagsvera og finn að sá hluti af mér er að dofna núna, það vil ég ekki að gerist. Ég ein get bætt það enginn annar.
Menningarnótt var líka skrítin í ár en þó gerðum við hjónin þennan laugardag skemmtilegan þó það hafi ekki verið í hefðbundna forminu. Við hittum allskonar vini og fjölskylduna sem fagnaði skólaupphafi.

Eitt lítið “baby” eða gæluástríðuverkefnið mitt Markþjálfahjartað startaði aftur eftir smá frí og lítur út fyrir að þetta gæti orðið skemmtileg ár fyrir þann vettvang. Við erum hópur markþjálfa sem brennum fyrir því að fá markþjálfun í íslenska menntakerfið. Endilega fylgist með okkur og verið í bandi ef þú veist um verkefni handa okkur.
Eftir að hafa verið mikið í markþjálfun sjálf þetta árið þá finn ég allskonar hluti vera brjótast um í mínum haus, hvað næst, hvernig og hvað? Ég finn hvað ég vil en hvernig, hvernig, hvernig í ósköpunum kemst ég þangað? Þetta er skemmtilegt ferðalag þó það geti reynt mikið á þolinmæðina sem Ásta hefur ekki svo mikið af en er í "hardcore" æfingu. Sjósund hefur átt allan minn hug og hjarta upp á síðkastið og hér koma nokkrar myndir frá þeirri dellu ásamt skemmtilegu myndbandi sem ég tók upp á vestfjörðum. Hefur þú prufað? Viltu prufa?
Farðu vel með þig og njóttu lita dýrðarinnar sem er rétt handan við hornið í haustlitunum. Mundu að ELSKA sjálfan þig! Njóttu og treystu ferlinu sem þú ert í, ég er allavega að reyna mitt besta og það virðist bara virka vel.
P.S ef þú hefur komið á ÉG námskeið til mín þá er ég með lokaðan hóp á Facbook undir nafninu ÉG þar sem ýmislegt er að gerast, ef þig langar í sjóinn með mér þá tilkynni ég oft þar hvenær og hvar ég ætla vera og stinga mér.

Комментарии